Djakarta sekkur í hafið á methraða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Flóð eru tíð í Djakarta og verða enn tíðari í framtíðinni. Vísir/Getty Djakarta, höfuðborg Indónesíu, sekkur svo hratt að stórir hlutar borgarinnar gætu verið á kafi árið 2050. Norðurhluti borgarinnar hefur sokkið um 2,5 metra á síðustu tíu árum og þótt aðrir borgarhlutar sökkvi hægar sökkva þeir þó. Ítarlega var fjallað um hættuna sem steðjar að þessari tíu milljóna manna borg á BBC í gær. Breski miðillinn ræddi við ýmsa íbúa borgarinnar. Einn þeirra, Fortuna Sophia, sagði til að mynda frá því að þótt ekki hafi flætt inn í hús hennar mynduðust sprungur í veggjunum í gríð og erg vegna þess að landið sekkur. Borgin liggur að sjó, er byggð á mýri og heilar þrettán ár renna í gegnum hana. Því eru flóð afar tíð og hefur tíðnin aukist eftir því sem borgin sekkur. Hækkandi sjávarborð, ein afleiðinga loftslagsbreytinga, útskýrir þó vandann aðeins að hluta. Samkvæmt BBC er stór sökudólgur sá að íbúar Djakarta dæla upp grunnvatni undan borginni í gríð og erg. Yfirvöld geta ekki svalað nema fjörutíu prósentum af vatnsþörf borgarbúa. Því er hverjum sem er heimilt að dæla upp grunnvatni, fái viðkomandi leyfi til þess. Borgarbúar hafa stokkið á tækifærið og dælt upp gríðarlegu magni. En stærsta vandamálið er ef til vill fólgið í því að stór hluti borgarinnar dælir upp grunnvatni án leyfis. Og þegar grunnvatninu er dælt upp lækkar landið fyrir ofan. Borgaryfirvöld reisa nú múr við strönd Djakartaflóa og á strandlengjum sautján manngerðra eyja til að reyna að koma í veg fyrir að borgin sökkvi í hafið. Áætlað er að verkefnið komi til með að kosta meira en fjórar billjónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Djakarta, höfuðborg Indónesíu, sekkur svo hratt að stórir hlutar borgarinnar gætu verið á kafi árið 2050. Norðurhluti borgarinnar hefur sokkið um 2,5 metra á síðustu tíu árum og þótt aðrir borgarhlutar sökkvi hægar sökkva þeir þó. Ítarlega var fjallað um hættuna sem steðjar að þessari tíu milljóna manna borg á BBC í gær. Breski miðillinn ræddi við ýmsa íbúa borgarinnar. Einn þeirra, Fortuna Sophia, sagði til að mynda frá því að þótt ekki hafi flætt inn í hús hennar mynduðust sprungur í veggjunum í gríð og erg vegna þess að landið sekkur. Borgin liggur að sjó, er byggð á mýri og heilar þrettán ár renna í gegnum hana. Því eru flóð afar tíð og hefur tíðnin aukist eftir því sem borgin sekkur. Hækkandi sjávarborð, ein afleiðinga loftslagsbreytinga, útskýrir þó vandann aðeins að hluta. Samkvæmt BBC er stór sökudólgur sá að íbúar Djakarta dæla upp grunnvatni undan borginni í gríð og erg. Yfirvöld geta ekki svalað nema fjörutíu prósentum af vatnsþörf borgarbúa. Því er hverjum sem er heimilt að dæla upp grunnvatni, fái viðkomandi leyfi til þess. Borgarbúar hafa stokkið á tækifærið og dælt upp gríðarlegu magni. En stærsta vandamálið er ef til vill fólgið í því að stór hluti borgarinnar dælir upp grunnvatni án leyfis. Og þegar grunnvatninu er dælt upp lækkar landið fyrir ofan. Borgaryfirvöld reisa nú múr við strönd Djakartaflóa og á strandlengjum sautján manngerðra eyja til að reyna að koma í veg fyrir að borgin sökkvi í hafið. Áætlað er að verkefnið komi til með að kosta meira en fjórar billjónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira