Toyota fer í hart vegna Hybrid-bíla auglýsinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Toyota segir fullyrðinguna standa og kærir niðurstöðuna. Vísir/Getty Toyota á Íslandi hefur kært til áfrýjunarnefndar í neytendamálum þá ákvörðun Neytendastofu um að banna fyrirtækinu að fullyrða í auglýsingum sínum að Hybrid-bílar framleiðandans séu „50% rafdrifnir“ án þess að frekar sé útskýrt hvað við sé átt. Hybrid-bílar, oft kallaðir tvinnbílar, eru knúnir ýmist af rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Ekki er hægt að hlaða bílana heldur er orka sem myndast frá mótornum notuð til að hlaða rafgeymana. Bíllinn skiptir síðan milli raforkunnar og eldsneytisins. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að Toyota hefði að undanförnu birt lítið breyttar auglýsingar fyrir Hybrid-bíla en í þeim var fullyrt að bílarnir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Áður hafði Neytendastofa bannað áþekkar auglýsingar þar sem þær þóttu villandi. Fullyrðinguna mætti skilja með tvennum hætti og í raun útilokað að hinn almenni neytandi myndi átta sig á því að hún ætti eingöngu við aksturstíma.Sjá einnig: Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsinguFullyrðingin „50% rafdrifinn“ var úrskurðuð villandi af Neytendastofu í júní.SkjáskotÍ nýju auglýsingunum var hin umdeilda fullyrðing stjörnumerkt en í neðanmálsgrein á auglýsingunni útskýrt frekar hvað við væri átt. „Þann 9. febrúar síðastliðinn fór Neytendastofa fram á að Toyota á Íslandi færði sönnur á fullyrðingar um að Hybrid-bifreiðar framleiðandans væru 50% rafdrifnar. Toyota á Íslandi afhenti í kjölfarið Neytendastofu niðurstöður tveggja óháðra rannsókna sem sanna þá fullyrðingu. Neytendastofa gerði ekki athugasemdir við þær rannsóknir. Neytendastofa óskaði hins vegar eftir því þann 21. júní að Toyota á Íslandi tæki fram í auglýsingum sínum að framsetningin vísaði til aksturstíma bifreiðanna og að um væri að ræða blandaðan akstur,“ segir í orðsendingu frá Páli Þorsteinssyni, almannatengli Toyota á Íslandi, til Fréttablaðsins. Nýju auglýsingarnar hafa verið birtar undanfarinn mánuð. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, sagði í Fréttablaðinu í gær að enn sem komið er hefði stjórnvaldinu ekki borist ábending um nýrri gerðina. Í skeyti Páls segir að fyrirtækið hafi ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndarinnar. Ákvörðunin feli í raun í sér að ríkari kröfur séu gerðar til auglýsinga fyrir Hybrid-bíla heldur en til auglýsinga sem varða bensín-, dísil- eða rafmagnsbíla. „Eftir stendur sú staðreynd óhögguð að Hybrid-bílar frá Toyota aka að meðaltali yfir fimmtíu prósent af tímanum án þess að notast við bensínvélina,“ segir í svari Páls. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu Toyota var bannað að fullyrða að Hybrid-bílar framleiðandans væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Nýjar auglýsingar eru svipaðar þeim gömlu að neðanmálsgrein viðbættri. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill skjót viðbrögð. 13. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Toyota á Íslandi hefur kært til áfrýjunarnefndar í neytendamálum þá ákvörðun Neytendastofu um að banna fyrirtækinu að fullyrða í auglýsingum sínum að Hybrid-bílar framleiðandans séu „50% rafdrifnir“ án þess að frekar sé útskýrt hvað við sé átt. Hybrid-bílar, oft kallaðir tvinnbílar, eru knúnir ýmist af rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Ekki er hægt að hlaða bílana heldur er orka sem myndast frá mótornum notuð til að hlaða rafgeymana. Bíllinn skiptir síðan milli raforkunnar og eldsneytisins. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að Toyota hefði að undanförnu birt lítið breyttar auglýsingar fyrir Hybrid-bíla en í þeim var fullyrt að bílarnir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Áður hafði Neytendastofa bannað áþekkar auglýsingar þar sem þær þóttu villandi. Fullyrðinguna mætti skilja með tvennum hætti og í raun útilokað að hinn almenni neytandi myndi átta sig á því að hún ætti eingöngu við aksturstíma.Sjá einnig: Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsinguFullyrðingin „50% rafdrifinn“ var úrskurðuð villandi af Neytendastofu í júní.SkjáskotÍ nýju auglýsingunum var hin umdeilda fullyrðing stjörnumerkt en í neðanmálsgrein á auglýsingunni útskýrt frekar hvað við væri átt. „Þann 9. febrúar síðastliðinn fór Neytendastofa fram á að Toyota á Íslandi færði sönnur á fullyrðingar um að Hybrid-bifreiðar framleiðandans væru 50% rafdrifnar. Toyota á Íslandi afhenti í kjölfarið Neytendastofu niðurstöður tveggja óháðra rannsókna sem sanna þá fullyrðingu. Neytendastofa gerði ekki athugasemdir við þær rannsóknir. Neytendastofa óskaði hins vegar eftir því þann 21. júní að Toyota á Íslandi tæki fram í auglýsingum sínum að framsetningin vísaði til aksturstíma bifreiðanna og að um væri að ræða blandaðan akstur,“ segir í orðsendingu frá Páli Þorsteinssyni, almannatengli Toyota á Íslandi, til Fréttablaðsins. Nýju auglýsingarnar hafa verið birtar undanfarinn mánuð. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, sagði í Fréttablaðinu í gær að enn sem komið er hefði stjórnvaldinu ekki borist ábending um nýrri gerðina. Í skeyti Páls segir að fyrirtækið hafi ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndarinnar. Ákvörðunin feli í raun í sér að ríkari kröfur séu gerðar til auglýsinga fyrir Hybrid-bíla heldur en til auglýsinga sem varða bensín-, dísil- eða rafmagnsbíla. „Eftir stendur sú staðreynd óhögguð að Hybrid-bílar frá Toyota aka að meðaltali yfir fimmtíu prósent af tímanum án þess að notast við bensínvélina,“ segir í svari Páls.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu Toyota var bannað að fullyrða að Hybrid-bílar framleiðandans væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Nýjar auglýsingar eru svipaðar þeim gömlu að neðanmálsgrein viðbættri. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill skjót viðbrögð. 13. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu Toyota var bannað að fullyrða að Hybrid-bílar framleiðandans væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Nýjar auglýsingar eru svipaðar þeim gömlu að neðanmálsgrein viðbættri. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill skjót viðbrögð. 13. ágúst 2018 06:00