Íslenski boltinn

Kennie framlengir til ársins 2020

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kennie í leik með KR á síðasta tímabili.
Kennie í leik með KR á síðasta tímabili. vísir/eyþór
Kennie Chopart hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við KR og verður Daninn því áfram í Vesturbænum.

Samningur Kennie átti að renna út eftir leiktíðina sem er nú í gangi en KR-ingar og Kennie hafa komist að samkomulagi um framlengingu sem heldur honum hjá KR til 2020 í það minnsta.

Kennie gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2016 en þá var Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR. Hann er nú aðstoðarþjálfari liðsins en þjálfari liðsins er að sjálfsögðu Rúnar Kristinsson.

Á Íslandi hefur Kennie leikið 121 leik í efstu deild en hann hefur skorað í þeim 31 mark. Hann hefur leikið með Fjölni, KR og Stjörnunni hér á landi.

KR er í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig, stigi á undan FH, en þessi lið eru meðal þeirra sem berjast um fjórða sætið í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×