Stefnir á Ólympíuleikana 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2018 11:15 Valgarð Reinhardsson ætlar að byggja ofan á árangurinn sem hann náði á EM í Glasgow. Vísir/Getty „Þetta var rosalegt. Þetta var svo gaman,“ sagði Valgarð Reinhardsson í samtali við Fréttablaðið eftir keppni í úrslitum í stökki á EM í áhaldafimleikum í Glasgow í gær. Valgarð braut blað í íslenskri fimleikasögu þegar hann tryggði sér sæti í úrslitum í stökki á fimmtudaginn. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í úrslitum í stökki á Evrópumóti og aðeins annar íslenski fimleikmaðurinn sem kemst í úrslit á EM á eftir Rúnari Alexanderssyni. Hann keppti í úrslitum á bogahesti á EM 2004. Valgarð endaði í 8. sæti í úrslitunum með 13,466 í heildareinkunn. Rússinn Artur Dalaloyan hrósaði sigri en hann fékk 14,900 í heildareinkunn. „Þetta hefði getað farið aðeins betur. Ég náði ekki hæðinni sem ég vildi í seinna stökkinu, lenti of djúpt og datt á rassinn. Ég hefði viljað fara hærra inn á hestinn og negla stökkið. Það gerist bara næst.“ En hvað gerir þessi árangur, að komast í úrslit á EM, fyrir Valgarð og hans feril? „Þetta gerir helling fyrir mig og kemur nafninu mínu vonandi á framfæri. Þetta sýnir að Ísland getur verið í úrslitum á svona mótum,“ sagði Valgarð. Hann er búsettur í Halifax í Kanada þar sem hann æfir með liði Alta. „Ég hef verið þar síðustu fimm ár. Ég flutti þangað eftir að hafa klárað 10. bekk. Ég var í menntaskóla þarna úti og er búinn að klára hann,“ sagði Valgarð. Hann hugsar stórt og stefnir á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En hversu miklir eru möguleikarnir á að komast þangað? „Þeir eru góðir. Ég átti fína möguleika á að komast til Ríó en meiddist á hendi rétt fyrir úrtökumótið og þurfti að fara í aðgerð,“ sagði Valgarð en úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Tókýo fer fram í Stuttgart á næsta ári. „Aðalmöguleikinn er að komast inn í gegnum þetta úrtökumót en þú getur komist inn á einstökum áhöldum í gegnum heimsbikarmót. En þetta er stóri möguleikinn.“Valgarð Reinhardsson í einu af stökkunum sínum á EM.Vísir/Getty Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira
„Þetta var rosalegt. Þetta var svo gaman,“ sagði Valgarð Reinhardsson í samtali við Fréttablaðið eftir keppni í úrslitum í stökki á EM í áhaldafimleikum í Glasgow í gær. Valgarð braut blað í íslenskri fimleikasögu þegar hann tryggði sér sæti í úrslitum í stökki á fimmtudaginn. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í úrslitum í stökki á Evrópumóti og aðeins annar íslenski fimleikmaðurinn sem kemst í úrslit á EM á eftir Rúnari Alexanderssyni. Hann keppti í úrslitum á bogahesti á EM 2004. Valgarð endaði í 8. sæti í úrslitunum með 13,466 í heildareinkunn. Rússinn Artur Dalaloyan hrósaði sigri en hann fékk 14,900 í heildareinkunn. „Þetta hefði getað farið aðeins betur. Ég náði ekki hæðinni sem ég vildi í seinna stökkinu, lenti of djúpt og datt á rassinn. Ég hefði viljað fara hærra inn á hestinn og negla stökkið. Það gerist bara næst.“ En hvað gerir þessi árangur, að komast í úrslit á EM, fyrir Valgarð og hans feril? „Þetta gerir helling fyrir mig og kemur nafninu mínu vonandi á framfæri. Þetta sýnir að Ísland getur verið í úrslitum á svona mótum,“ sagði Valgarð. Hann er búsettur í Halifax í Kanada þar sem hann æfir með liði Alta. „Ég hef verið þar síðustu fimm ár. Ég flutti þangað eftir að hafa klárað 10. bekk. Ég var í menntaskóla þarna úti og er búinn að klára hann,“ sagði Valgarð. Hann hugsar stórt og stefnir á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En hversu miklir eru möguleikarnir á að komast þangað? „Þeir eru góðir. Ég átti fína möguleika á að komast til Ríó en meiddist á hendi rétt fyrir úrtökumótið og þurfti að fara í aðgerð,“ sagði Valgarð en úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Tókýo fer fram í Stuttgart á næsta ári. „Aðalmöguleikinn er að komast inn í gegnum þetta úrtökumót en þú getur komist inn á einstökum áhöldum í gegnum heimsbikarmót. En þetta er stóri möguleikinn.“Valgarð Reinhardsson í einu af stökkunum sínum á EM.Vísir/Getty
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira