Tveir tugir athugasemda í síðara samráði um umferðarlög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Heimilt verður að takmarka umferð eftir bílnúmerum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Samráði um drög að nýjum umferðarlögum lauk um helgina. Alls bárust 22 umsagnir um frumvarpið sem lúta að hinum ýmsu öngum þess. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að sveitarstjórnir eða Vegagerðin geti um stundarsakir bannað umferð á vegi eða svæði sé mengun yfir heilsufarsmörkum.Ein þeirra leiða sem lagðar eru til er að þá verði bílum með bílnúmerum sem enda á oddatölu, eða eftir atvikum sléttri tölu, bannað að aka um svæðið um stundarsakir. Í umsögn Viðskiptaráðs er bent á að slík útfærsla geti við tilteknar aðstæður haft öfug áhrif. Einnig sé auðvelt fyrir fólk að komast í kringum bannið með því að eiga tvo bíla, annan með oddatölunúmeri en hinn með sléttu. Lagt er til að í staðinn verði rafræn tollahlið tekin í notkun og rafræn gjaldtaka fyrir ekna kílómetra. Í sameiginlegri umsögn Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka atvinnulífsins er fundið að því að gildistími ökuskírteina verði skertur. Einnig er sett út á það að ökunemum verði gert skylt að sækja um námsheimild hjá lögreglustjóra áður en kennsluakstur getur hafist. Í umsögn Strætó er síðan lagt til að heimilt verði að setja reiðhjólafestingar framan og aftan á strætisvagna. Slíkt sé til þess fallið að auka möguleika almennings á að tengja saman vistvæna ferðamáta. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Gera má ráð fyrir að kostnaður upp á hundruð milljóna lendi á bílaleigum verði ný umferðarlög samþykkt óbreytt. Ekki tekið tillit til athugasemda SAF um málið. Framkvæmdastjóranum finnst óeðlilegt að bílaleigur beri ábyrgð á hraðakstri viðskiptavina sinna. 16. júlí 2018 06:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Samráði um drög að nýjum umferðarlögum lauk um helgina. Alls bárust 22 umsagnir um frumvarpið sem lúta að hinum ýmsu öngum þess. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að sveitarstjórnir eða Vegagerðin geti um stundarsakir bannað umferð á vegi eða svæði sé mengun yfir heilsufarsmörkum.Ein þeirra leiða sem lagðar eru til er að þá verði bílum með bílnúmerum sem enda á oddatölu, eða eftir atvikum sléttri tölu, bannað að aka um svæðið um stundarsakir. Í umsögn Viðskiptaráðs er bent á að slík útfærsla geti við tilteknar aðstæður haft öfug áhrif. Einnig sé auðvelt fyrir fólk að komast í kringum bannið með því að eiga tvo bíla, annan með oddatölunúmeri en hinn með sléttu. Lagt er til að í staðinn verði rafræn tollahlið tekin í notkun og rafræn gjaldtaka fyrir ekna kílómetra. Í sameiginlegri umsögn Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka atvinnulífsins er fundið að því að gildistími ökuskírteina verði skertur. Einnig er sett út á það að ökunemum verði gert skylt að sækja um námsheimild hjá lögreglustjóra áður en kennsluakstur getur hafist. Í umsögn Strætó er síðan lagt til að heimilt verði að setja reiðhjólafestingar framan og aftan á strætisvagna. Slíkt sé til þess fallið að auka möguleika almennings á að tengja saman vistvæna ferðamáta.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Gera má ráð fyrir að kostnaður upp á hundruð milljóna lendi á bílaleigum verði ný umferðarlög samþykkt óbreytt. Ekki tekið tillit til athugasemda SAF um málið. Framkvæmdastjóranum finnst óeðlilegt að bílaleigur beri ábyrgð á hraðakstri viðskiptavina sinna. 16. júlí 2018 06:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Gera má ráð fyrir að kostnaður upp á hundruð milljóna lendi á bílaleigum verði ný umferðarlög samþykkt óbreytt. Ekki tekið tillit til athugasemda SAF um málið. Framkvæmdastjóranum finnst óeðlilegt að bílaleigur beri ábyrgð á hraðakstri viðskiptavina sinna. 16. júlí 2018 06:00
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00