Upplýsingar um stöðu leikskóla borgarinnar liggja ekki fyrir Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Um 1.600 börn, fædd 2016 og 2017, verða tekin inn í leikaskóla í Reykjavík í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það mun ekki skýrast að fullu hvernig ganga muni að taka ný börn inn á leikskóla borgarinnar fyrr en í næstu viku. Skóla- og frístundaráð mun funda 21. ágúst næstkomandi þar sem farið verður yfir stöðuna. Borgin tilkynnti í maí að um 1.600 börn fædd 2016 og fyrstu mánuði 2017 yrðu tekin inn í leikskólana í haust. Það myndi hins vegar ráðast af því hvernig gengi að ráða í lausar stöður á leikskólum hvenær hægt yrði að hefja aðlögun barnanna. „Við fylgjumst mjög náið með stöðunni og erum í beinu sambandi við leikskólastjórnendur til að geta séð stöðuna nákvæmlega,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir heildarstöðuna ekki munu liggja fyrir fyrr en rætt hafi verið við stjórnendur allra leikskólanna. Tölurnar verði lagðar fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs og gerðar opinberar í kjölfarið. „Það er samt gott hljóð í þeim sem við höfum þegar talað við og fjölmargir hafa tryggt grunnmönnun. Við styðjum við þá skóla sem enn vantar starfsfólk til að tryggja mönnun þeirra sem allra fyrst.“ Katrín Atladóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, segist sjálf hafa kallað eftir svörum um stöðuna hjá leikskólunum en ekki fengið. Hún segir að staðan muni eitthvað skýrast á undirbúningsfundi sviðsins í næstu viku.Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg„Við höfum töluverðar áhyggjur af því að fólk sé sett í þá stöðu að vita ekki hvenær börn sín komist inn í leikskóla. Þetta er mikil óvissa fyrir foreldra og hefur áhrif á alla skipulagningu,“ segir Katrín. Einn þeirra leikskóla sem sér fram á að þurfa að bíða með að taka ný börn inn í aðlögun er Steinahlíð. Bergsteinn Þór Jónsson leikskólastjóri hefur skrifað bréf til foreldra þar sem þetta er tilkynnt. „Hjá okkur vantar ekki svo marga starfsmenn en það vantar deildarstjóra á yngstu deildina sem er lykilstaða,“ segir Bergsteinn.“ Hann segir að foreldrar ellefu barna hafi fengið bréf þar sem fram komi að ekki verði hægt að taka þau inn að svo stöddu. „Þetta er engin óskastaða fyrir okkur en þetta snýst um öryggi barnanna.“ Að sögn Bergsteins snýr hluti vandans að því að grunnskólinn sé að taka starfsfólk frá leikskólunum. „Á mínum fyrri vinnustað fóru á einu ári fimm fagaðilar yfir í kennslu í grunnskólum. Þetta er mikil blóðtaka fyrir leikskólana.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. 28. júlí 2018 22:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Það mun ekki skýrast að fullu hvernig ganga muni að taka ný börn inn á leikskóla borgarinnar fyrr en í næstu viku. Skóla- og frístundaráð mun funda 21. ágúst næstkomandi þar sem farið verður yfir stöðuna. Borgin tilkynnti í maí að um 1.600 börn fædd 2016 og fyrstu mánuði 2017 yrðu tekin inn í leikskólana í haust. Það myndi hins vegar ráðast af því hvernig gengi að ráða í lausar stöður á leikskólum hvenær hægt yrði að hefja aðlögun barnanna. „Við fylgjumst mjög náið með stöðunni og erum í beinu sambandi við leikskólastjórnendur til að geta séð stöðuna nákvæmlega,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir heildarstöðuna ekki munu liggja fyrir fyrr en rætt hafi verið við stjórnendur allra leikskólanna. Tölurnar verði lagðar fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs og gerðar opinberar í kjölfarið. „Það er samt gott hljóð í þeim sem við höfum þegar talað við og fjölmargir hafa tryggt grunnmönnun. Við styðjum við þá skóla sem enn vantar starfsfólk til að tryggja mönnun þeirra sem allra fyrst.“ Katrín Atladóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, segist sjálf hafa kallað eftir svörum um stöðuna hjá leikskólunum en ekki fengið. Hún segir að staðan muni eitthvað skýrast á undirbúningsfundi sviðsins í næstu viku.Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg„Við höfum töluverðar áhyggjur af því að fólk sé sett í þá stöðu að vita ekki hvenær börn sín komist inn í leikskóla. Þetta er mikil óvissa fyrir foreldra og hefur áhrif á alla skipulagningu,“ segir Katrín. Einn þeirra leikskóla sem sér fram á að þurfa að bíða með að taka ný börn inn í aðlögun er Steinahlíð. Bergsteinn Þór Jónsson leikskólastjóri hefur skrifað bréf til foreldra þar sem þetta er tilkynnt. „Hjá okkur vantar ekki svo marga starfsmenn en það vantar deildarstjóra á yngstu deildina sem er lykilstaða,“ segir Bergsteinn.“ Hann segir að foreldrar ellefu barna hafi fengið bréf þar sem fram komi að ekki verði hægt að taka þau inn að svo stöddu. „Þetta er engin óskastaða fyrir okkur en þetta snýst um öryggi barnanna.“ Að sögn Bergsteins snýr hluti vandans að því að grunnskólinn sé að taka starfsfólk frá leikskólunum. „Á mínum fyrri vinnustað fóru á einu ári fimm fagaðilar yfir í kennslu í grunnskólum. Þetta er mikil blóðtaka fyrir leikskólana.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. 28. júlí 2018 22:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45
Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. 28. júlí 2018 22:00