Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Hafa áhyggjur af velferð barna á leiksvæði. Fréttablaðið/GVA Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. Áhyggjurnar birtast í umræðu um málið í Facebook-hópnum Reykjanesbær – gerum góðan bæ betri. Margar frásagnir er þar að finna af börnum sem þori ekki lengur á leiksvæðið af ótta við eldri börn sem haldi ærslabelgnum uppblásna á svæðinu nánast í gíslingu. Í íbúahópnum segir ein amma, sem er málshefjandi að sjö ára barnabarn hennar hafi komið heim grátandi og skjálfandi vegna ofbeldisfullrar framkomu annarra barna. „Hann er hræddur við að fara út að leika þegar hann heimsækir mig núna,“ segir amman. Á þræðinum taka fjölmargir foreldrar í sama streng og segja börn sín ekki hætta sér á svæðið lengur vegna eldri eineltishrotta. „Börnin mín neita líka að fara ein þangað út af krökkum sem eru með leiðindi og kjaft. Ótrúlega sorglegt að sjá börn haga sér svona við önnur börn,“ segir ein áhyggjufull móðir og enn fleiri taka undir. Forsvarsfólk 88 hússins, sem hefur umsjón með leiksvæðinu, hefur brugðist við umræðunni. Í svari þeirra segir að engar ábendingar hafi borist um einelti við ærslabelginn, en foreldrar séu hvattir til að láta vita ef slíkt kemur upp. „Ungmennagarðurinn er opið leiksvæði eins og t.d. aðrir leikvellir í bænum. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum sínum á leiksvæðið til þess að kynna sér aðstæður nánar.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. Áhyggjurnar birtast í umræðu um málið í Facebook-hópnum Reykjanesbær – gerum góðan bæ betri. Margar frásagnir er þar að finna af börnum sem þori ekki lengur á leiksvæðið af ótta við eldri börn sem haldi ærslabelgnum uppblásna á svæðinu nánast í gíslingu. Í íbúahópnum segir ein amma, sem er málshefjandi að sjö ára barnabarn hennar hafi komið heim grátandi og skjálfandi vegna ofbeldisfullrar framkomu annarra barna. „Hann er hræddur við að fara út að leika þegar hann heimsækir mig núna,“ segir amman. Á þræðinum taka fjölmargir foreldrar í sama streng og segja börn sín ekki hætta sér á svæðið lengur vegna eldri eineltishrotta. „Börnin mín neita líka að fara ein þangað út af krökkum sem eru með leiðindi og kjaft. Ótrúlega sorglegt að sjá börn haga sér svona við önnur börn,“ segir ein áhyggjufull móðir og enn fleiri taka undir. Forsvarsfólk 88 hússins, sem hefur umsjón með leiksvæðinu, hefur brugðist við umræðunni. Í svari þeirra segir að engar ábendingar hafi borist um einelti við ærslabelginn, en foreldrar séu hvattir til að láta vita ef slíkt kemur upp. „Ungmennagarðurinn er opið leiksvæði eins og t.d. aðrir leikvellir í bænum. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum sínum á leiksvæðið til þess að kynna sér aðstæður nánar.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira