Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Hafa áhyggjur af velferð barna á leiksvæði. Fréttablaðið/GVA Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. Áhyggjurnar birtast í umræðu um málið í Facebook-hópnum Reykjanesbær – gerum góðan bæ betri. Margar frásagnir er þar að finna af börnum sem þori ekki lengur á leiksvæðið af ótta við eldri börn sem haldi ærslabelgnum uppblásna á svæðinu nánast í gíslingu. Í íbúahópnum segir ein amma, sem er málshefjandi að sjö ára barnabarn hennar hafi komið heim grátandi og skjálfandi vegna ofbeldisfullrar framkomu annarra barna. „Hann er hræddur við að fara út að leika þegar hann heimsækir mig núna,“ segir amman. Á þræðinum taka fjölmargir foreldrar í sama streng og segja börn sín ekki hætta sér á svæðið lengur vegna eldri eineltishrotta. „Börnin mín neita líka að fara ein þangað út af krökkum sem eru með leiðindi og kjaft. Ótrúlega sorglegt að sjá börn haga sér svona við önnur börn,“ segir ein áhyggjufull móðir og enn fleiri taka undir. Forsvarsfólk 88 hússins, sem hefur umsjón með leiksvæðinu, hefur brugðist við umræðunni. Í svari þeirra segir að engar ábendingar hafi borist um einelti við ærslabelginn, en foreldrar séu hvattir til að láta vita ef slíkt kemur upp. „Ungmennagarðurinn er opið leiksvæði eins og t.d. aðrir leikvellir í bænum. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum sínum á leiksvæðið til þess að kynna sér aðstæður nánar.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. Áhyggjurnar birtast í umræðu um málið í Facebook-hópnum Reykjanesbær – gerum góðan bæ betri. Margar frásagnir er þar að finna af börnum sem þori ekki lengur á leiksvæðið af ótta við eldri börn sem haldi ærslabelgnum uppblásna á svæðinu nánast í gíslingu. Í íbúahópnum segir ein amma, sem er málshefjandi að sjö ára barnabarn hennar hafi komið heim grátandi og skjálfandi vegna ofbeldisfullrar framkomu annarra barna. „Hann er hræddur við að fara út að leika þegar hann heimsækir mig núna,“ segir amman. Á þræðinum taka fjölmargir foreldrar í sama streng og segja börn sín ekki hætta sér á svæðið lengur vegna eldri eineltishrotta. „Börnin mín neita líka að fara ein þangað út af krökkum sem eru með leiðindi og kjaft. Ótrúlega sorglegt að sjá börn haga sér svona við önnur börn,“ segir ein áhyggjufull móðir og enn fleiri taka undir. Forsvarsfólk 88 hússins, sem hefur umsjón með leiksvæðinu, hefur brugðist við umræðunni. Í svari þeirra segir að engar ábendingar hafi borist um einelti við ærslabelginn, en foreldrar séu hvattir til að láta vita ef slíkt kemur upp. „Ungmennagarðurinn er opið leiksvæði eins og t.d. aðrir leikvellir í bænum. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum sínum á leiksvæðið til þess að kynna sér aðstæður nánar.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira