Innlent

Ölfusárbrú lokað í viku

Kjartan Kjartansson skrifar
Vegagerðin útilokar ekki að framkvæmdirnar taki skemmri tíma en viku.
Vegagerðin útilokar ekki að framkvæmdirnar taki skemmri tíma en viku. Vísir/Ernir
Umferð um Ölfusárbrú verður lokað í nótt vegna framkvæmda. Hún verður opnuð aftur klukkan sex í fyrramálið en verður svo lokað aðra nótt í heila viku. Á meðan verður akandi umferð beint um Óseyrarbrú en Ölfsuárbrú verður áfram opin gangandi vegfarendum.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að umferð yfir brúnna verði fyrst lokað á miðnætti í kvöld til morguns. Brúnni verður svo aftur lokað klukkan 20 annað kvöld. Til stendur að steypa nýtt brúargólf aðra nótt en steypan er sögð taka nokkra sólahringa að harðna.

Áætlað er að hægt verði að hleypa umferð aftur á brúnna mánudaginn 20. ágúst.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að brúin sé orðin afar slitin og hjólför í henni orðin 40-50 millímetra djúp.

Ómögulegt sé að halda brúinni opinni á meðan á framkvæmdunum stendur. Hún sé aðeins 6,1 metra breið og áætlað vinnusvæði sé 3,3 metrar að breidd. Umferðarstýring er sögð myndu tefja framkvæmdirnar og tvöfalda eða jafnvel þrefalda tímann sem þær taka.

Vegagerðin útilokar ekki að framkvæmdirnar taki skemmri tíma ef veðurlag verður hagstætt.

Kort sem sýnir hjáleiðir vegna lokunar Ölfusárbrúar.Vegagerðin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×