Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 08:22 Trump er einn umdeildasti Bandaríkjaforseti allra tíma. Vísir/Getty Jafnmargir segja nú að Donald Trump Bandaríkjaforseti standi sig illa í starfi og þeir sem það gerðu um Richard Nixon þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins árið 1974. Ný skoðanakönnun bendir til þess að 45% Bandaríkjamanna telji Trump standa sig illa sem forseti. Vinsældir Trump hafa verið litlar en stöðugar í könnnunum í lengri tíma. Margir hafa sagst óánægðir með störf hans. Nú segjast 41,9% ánægð með störf Trump samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Rúmlega helmingur er óánægður með störf Trump. Í nýrri könnun á vegum Marist-háskóla töldu 20% svarenda að Trump stæði sig frábærlega, 20% nokkuð vel, 13% allt í lagi og 45% illa. Mikill munur er á afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir styðja. Þannig telja aðeins 2% demókrata að Trump standi sig frábærlega en 49% repúblikana. Á móti telja 80% demókrata að Trump standi sig illa en aðeins 6% repúblikana. Harry Enten, greinandi CNN-fréttastöðvarinnar, segir að það sem sé einstakt við Trump sé hversu illa gagnrýnendum hans er við hann. Óvinsældir Trump nú jafnist á við Nixon þegar hann hrökklaðist úr embætti sakaður um að hylma yfir ráðabrugg um að brjótast inn í skrifstofu Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington-borg. Demókrötum líkar jafnvel verr við Trump nú en þeim gerði við Nixon á sínum tíma. Árið 1974 sögðu 70% kjósenda demókrata að Nixon stæði sig illa, tíu prósentustigum færri en gefa Trump þá einkunn.Fleiri hrifnir af Trump en Nixon Munurinn á Trump og Nixon er þó sá að Trump virðist eiga sér heitari stuðningsmenn. Aðeins 7% sögðu Nixon standa sig frábærlega í síðustu skoðannakönnuninni sem gerð var áður en hann sagði af sér, heilum þrettán prósentustigum færri en telja Trump standa sig með ágætum. Þá eru repúblikanar hrifnari af Trump nú en Nixon þá. Af þeim sem ætluðu að kjósa repúblikana í þingkosningunum árið 1974 töldu 20% að Nixon stæði sig mjög vel. Nú segir nærri því helmingur væntanlegra kjósenda repúblikana að Trump standi sig frábærlega. Enten bendir á enginn annar forseti komist nálægt ákefðinni í óvinsældum sem Trump hefur. Barack Obama, Bill Clinton og Ronald Reagan hafi allir mælst svipað óvinsældir í könnunum en enginn þeirra komst með tærnar þar sem Trump hefur hælana í fjölda þeirra sem gefur honum verstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína. „Það er fyrir mér það sem gerir Trump einstakan. Það eru ekki óvinsældirnar sem hafa verið og halda áfram að vera miklar. Það er ákefð þeirra sem líkar ekki við hann. Hún er ein sú mesta sem ég hef nokkru sinni séð fyrir landspólitíkus,“ skrifar Enten á Twitter.No president at this point in their presidency who more Americans gave a "poor" (a form of strong disapprove) rating to. It's not close. Obama, Clinton & Reagan all had similar disapprove numbers, but strength of disapproval with Trump (as measured by poor) is by far the highest.— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) August 11, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Jafnmargir segja nú að Donald Trump Bandaríkjaforseti standi sig illa í starfi og þeir sem það gerðu um Richard Nixon þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins árið 1974. Ný skoðanakönnun bendir til þess að 45% Bandaríkjamanna telji Trump standa sig illa sem forseti. Vinsældir Trump hafa verið litlar en stöðugar í könnnunum í lengri tíma. Margir hafa sagst óánægðir með störf hans. Nú segjast 41,9% ánægð með störf Trump samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Rúmlega helmingur er óánægður með störf Trump. Í nýrri könnun á vegum Marist-háskóla töldu 20% svarenda að Trump stæði sig frábærlega, 20% nokkuð vel, 13% allt í lagi og 45% illa. Mikill munur er á afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir styðja. Þannig telja aðeins 2% demókrata að Trump standi sig frábærlega en 49% repúblikana. Á móti telja 80% demókrata að Trump standi sig illa en aðeins 6% repúblikana. Harry Enten, greinandi CNN-fréttastöðvarinnar, segir að það sem sé einstakt við Trump sé hversu illa gagnrýnendum hans er við hann. Óvinsældir Trump nú jafnist á við Nixon þegar hann hrökklaðist úr embætti sakaður um að hylma yfir ráðabrugg um að brjótast inn í skrifstofu Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington-borg. Demókrötum líkar jafnvel verr við Trump nú en þeim gerði við Nixon á sínum tíma. Árið 1974 sögðu 70% kjósenda demókrata að Nixon stæði sig illa, tíu prósentustigum færri en gefa Trump þá einkunn.Fleiri hrifnir af Trump en Nixon Munurinn á Trump og Nixon er þó sá að Trump virðist eiga sér heitari stuðningsmenn. Aðeins 7% sögðu Nixon standa sig frábærlega í síðustu skoðannakönnuninni sem gerð var áður en hann sagði af sér, heilum þrettán prósentustigum færri en telja Trump standa sig með ágætum. Þá eru repúblikanar hrifnari af Trump nú en Nixon þá. Af þeim sem ætluðu að kjósa repúblikana í þingkosningunum árið 1974 töldu 20% að Nixon stæði sig mjög vel. Nú segir nærri því helmingur væntanlegra kjósenda repúblikana að Trump standi sig frábærlega. Enten bendir á enginn annar forseti komist nálægt ákefðinni í óvinsældum sem Trump hefur. Barack Obama, Bill Clinton og Ronald Reagan hafi allir mælst svipað óvinsældir í könnunum en enginn þeirra komst með tærnar þar sem Trump hefur hælana í fjölda þeirra sem gefur honum verstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína. „Það er fyrir mér það sem gerir Trump einstakan. Það eru ekki óvinsældirnar sem hafa verið og halda áfram að vera miklar. Það er ákefð þeirra sem líkar ekki við hann. Hún er ein sú mesta sem ég hef nokkru sinni séð fyrir landspólitíkus,“ skrifar Enten á Twitter.No president at this point in their presidency who more Americans gave a "poor" (a form of strong disapprove) rating to. It's not close. Obama, Clinton & Reagan all had similar disapprove numbers, but strength of disapproval with Trump (as measured by poor) is by far the highest.— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) August 11, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira