Sýndarveruleikagleraugu dularfullra samstarfsaðila Sigur Rósar loksins fáanleg Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 22:11 Rony Abovitz stofnaði Magic Leap árið 2010. Vísir/Getty Fyrsta vara sýndarveruleikafyrirtækisins Magic Leap er nú fáanleg þeim sem vilja þróa tæknina. Starfsemi fyrirtækisins hefur þótt afar dularfull en það hefur meðal annars unnið að þróun forrits með íslensku hljómsveitinni Sigur Rós. Um er að ræða sýndarveruleikagleraugu og ber þessi fyrsta útgáfa þeirra heitið Magic Leap One Creator Edition. Í tilkynningu frá Magic Leap segir að með gleraugunum „vakni stafrænt efni til lífsins með okkur hér í raunheimum“ og þá veiti gleraugun einnig aðgang að fjölmörgum aukahlutum og forritum.Magic Leap One Creator Edition hafa verið sögð eiga að marka kaflaskil í þróun sýndarveruleikatækni. Ekki er þó víst hvort þær spár gangi eftir.Mynd/Magic LeapÞannig geta notendur Magic Leap One nýtt sér sérstakan vafra, myndbandsspilara og samfélagsmiðil sem allir styðja sýndarveruleika í þrívídd. Þá veita gleraugun einnig aðgang að verkefnum sem fyrirtækið hefur þróað samhliða þeim, þar á meðal forritinu Tónanda sem unnið er í samstarfi við meðlimi hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að Tónandi sé „gagnvirkur könnunarleiðangur hljóðs og myndar“ og veiti innsýn inn í anda sveitarinnar.Sjá einnig: Dularfullt sýndarveruleikafyrirtæki Gleraugun og fylgihlutir þeirra eru fáanleg í takmörkuðu upplagi í völdum borgum Bandaríkjanna. Gleraugun eru föl fyrir 2295 Bandaríkjadali, eða tæpar 250 þúsund krónur íslenskar, og því ljóst að verðmiðinn er ekki öllum viðráðanlegur. Magic Leap hefur þegar boðið nokkrum aðilum að prófa gleraugun og hafa margir hlaðið inn myndböndum um ferlið á YouTube. Hér að neðan má til að mynda sjá myndband tæknimiðilsins The Verge sem fékk starfsmann sinn til að dæma gleraugun. Í myndbandinu má sjá virkni ýmissa „fídusa“ og forrita, sem varpa ljósi á það sem gleraugun bjóða notendum upp á.Eins og áður sagði hefur starfsemi Magic Leap verið sveipuð mikilli dulúð. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og er staðsett í Flórída, fjarri öðrum sprotafyrirtækjum í tæknigeiranum sem flest eru í Kísildal í Kaliforníu. Á meðal fyrirtækja sem hafa fjárfest í Magic Leap eru Alibaba, Google og JPMorgan. Þrátt fyrir athyglina sem fyrirtækið hefur vakið er afar lítið vitað um tæknina sem það hefur þróað undanfarin ár. Hefur þetta verið yfirlýst stefna stofnanda Magic Leap, Rony Abovitz, frá stofnun fyrirtækisins. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fyrsta vara sýndarveruleikafyrirtækisins Magic Leap er nú fáanleg þeim sem vilja þróa tæknina. Starfsemi fyrirtækisins hefur þótt afar dularfull en það hefur meðal annars unnið að þróun forrits með íslensku hljómsveitinni Sigur Rós. Um er að ræða sýndarveruleikagleraugu og ber þessi fyrsta útgáfa þeirra heitið Magic Leap One Creator Edition. Í tilkynningu frá Magic Leap segir að með gleraugunum „vakni stafrænt efni til lífsins með okkur hér í raunheimum“ og þá veiti gleraugun einnig aðgang að fjölmörgum aukahlutum og forritum.Magic Leap One Creator Edition hafa verið sögð eiga að marka kaflaskil í þróun sýndarveruleikatækni. Ekki er þó víst hvort þær spár gangi eftir.Mynd/Magic LeapÞannig geta notendur Magic Leap One nýtt sér sérstakan vafra, myndbandsspilara og samfélagsmiðil sem allir styðja sýndarveruleika í þrívídd. Þá veita gleraugun einnig aðgang að verkefnum sem fyrirtækið hefur þróað samhliða þeim, þar á meðal forritinu Tónanda sem unnið er í samstarfi við meðlimi hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að Tónandi sé „gagnvirkur könnunarleiðangur hljóðs og myndar“ og veiti innsýn inn í anda sveitarinnar.Sjá einnig: Dularfullt sýndarveruleikafyrirtæki Gleraugun og fylgihlutir þeirra eru fáanleg í takmörkuðu upplagi í völdum borgum Bandaríkjanna. Gleraugun eru föl fyrir 2295 Bandaríkjadali, eða tæpar 250 þúsund krónur íslenskar, og því ljóst að verðmiðinn er ekki öllum viðráðanlegur. Magic Leap hefur þegar boðið nokkrum aðilum að prófa gleraugun og hafa margir hlaðið inn myndböndum um ferlið á YouTube. Hér að neðan má til að mynda sjá myndband tæknimiðilsins The Verge sem fékk starfsmann sinn til að dæma gleraugun. Í myndbandinu má sjá virkni ýmissa „fídusa“ og forrita, sem varpa ljósi á það sem gleraugun bjóða notendum upp á.Eins og áður sagði hefur starfsemi Magic Leap verið sveipuð mikilli dulúð. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og er staðsett í Flórída, fjarri öðrum sprotafyrirtækjum í tæknigeiranum sem flest eru í Kísildal í Kaliforníu. Á meðal fyrirtækja sem hafa fjárfest í Magic Leap eru Alibaba, Google og JPMorgan. Þrátt fyrir athyglina sem fyrirtækið hefur vakið er afar lítið vitað um tæknina sem það hefur þróað undanfarin ár. Hefur þetta verið yfirlýst stefna stofnanda Magic Leap, Rony Abovitz, frá stofnun fyrirtækisins.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira