Omarosa segir Trump vera rasista Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 22:30 Omarosa og Trump þegar allt lék í lyndi. Vísir/Getty Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir forsetann vera rasista. Hún segir enn fremur að hann hafi ítrekað notað „N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. Þetta skrifar Omarosa í nýrri bók sem ber heitið „Unhinged“ eða „Ruglaður“. Hún skrifar sömuleiðis að hún hafi heyrt Trump tala með rasískum hætti um George Conway, eiginmanna Kellyanne Conway, sem er af filippseyskum ættum. Omarosa gefur einnig í skyn í bók sinni að hugarástand Trump sé óstöðugt og hann hafi enga stjórn á sér. Þetta kemur fram í frétt Guardian sem hefur komið höndum yfir eintak af bókinni sem kemur út í næstu viku.Gagnrýnendur Omarosa segja hana í hefndarhug gagnvart Trump eftir að hún var rekin frá Hvíta húsinu í fyrra en starfaði sem yfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins og var einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump. Sarah Sanders, talskona Trump, sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem hún segir Omarosa vera að ljúga. Hún sé reið yfir því að hafa verið rekin og hún sé að reyna að græða peninga með fölskum árásum. Þá skammaðist Sanders út í fjölmiðla fyrir að taka mark á henni. Blaðamaðurinn Josh Dawsay sagði frá því á Twitter í kvöld að einn starfsmaður Hvíta hússins spurði hann hvernig í ósköpunum hann gæti tekið Omarosa alvarlega. Hann spurði á móti af hverju Omarosa hefði þénað 180 þúsund dali á ári, verið með einn æðsta titil ríkisstjórnarinnar, mætt á fundi hæstsettu starfsmanna Hvíta hússins og haft aðgang að skrifstofu forsetans."How could you trust a word she says?" one White House official asked me today. "Why did she make $180,000 a year, have among the highest titles in the government and attend senior staff meetings and visit the Oval?" I replied. https://t.co/D2QJeK227R — Josh Dawsey (@jdawsey1) August 10, 2018 Omarosa skrifar einnig í bók sinni að framboð Trump hefði boðið henni fimmtán þúsund dali á mánuði svo hún myndi þaga um reynslu sína í Hvíta húsinu. Það samsvarar árslaunum hennar þegar hún starfaði í Hvíta húsinu. Blaðamenn Washington Post hafa séð samningsdrög sem Omarosa barst frá tengdadóttur Trump, sem starfar innan framboðs forsetans. Þar kemur fram að hún hefði ekkert mátt tjá sig um Trump, Mike Pence, varaforseta, né fjölskyldur þeirra. Þá mætti hún heldur ekki segja neitt sem kæmi niður á Trump.Trump mun margsinnis hafa notað slíka samninga til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og fólki sem hafa sakað hann um óboðlegt framferði. Þar á meðal er klámmyndaleikkonan Stormy Daniels. Omarosa hefur ekki birt neinar sannanir fyrir ásökunum sínum. Hins vegar segist hún hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu og blaðamenn Washington Post hafa hlustað á nokkrar slíkar. Þeir segja þær í samræmi við tilvitnanir í bókinni."I had to go through the pain of witnessing his racism with my own eyes, and hearing it with my own ears, many times, until I couldn't deny it any longer." Former White House staffer Omarosa Manigault Newman, in her new book. https://t.co/s2i9H7SSCX— The Associated Press (@AP) August 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir forsetann vera rasista. Hún segir enn fremur að hann hafi ítrekað notað „N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. Þetta skrifar Omarosa í nýrri bók sem ber heitið „Unhinged“ eða „Ruglaður“. Hún skrifar sömuleiðis að hún hafi heyrt Trump tala með rasískum hætti um George Conway, eiginmanna Kellyanne Conway, sem er af filippseyskum ættum. Omarosa gefur einnig í skyn í bók sinni að hugarástand Trump sé óstöðugt og hann hafi enga stjórn á sér. Þetta kemur fram í frétt Guardian sem hefur komið höndum yfir eintak af bókinni sem kemur út í næstu viku.Gagnrýnendur Omarosa segja hana í hefndarhug gagnvart Trump eftir að hún var rekin frá Hvíta húsinu í fyrra en starfaði sem yfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins og var einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump. Sarah Sanders, talskona Trump, sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem hún segir Omarosa vera að ljúga. Hún sé reið yfir því að hafa verið rekin og hún sé að reyna að græða peninga með fölskum árásum. Þá skammaðist Sanders út í fjölmiðla fyrir að taka mark á henni. Blaðamaðurinn Josh Dawsay sagði frá því á Twitter í kvöld að einn starfsmaður Hvíta hússins spurði hann hvernig í ósköpunum hann gæti tekið Omarosa alvarlega. Hann spurði á móti af hverju Omarosa hefði þénað 180 þúsund dali á ári, verið með einn æðsta titil ríkisstjórnarinnar, mætt á fundi hæstsettu starfsmanna Hvíta hússins og haft aðgang að skrifstofu forsetans."How could you trust a word she says?" one White House official asked me today. "Why did she make $180,000 a year, have among the highest titles in the government and attend senior staff meetings and visit the Oval?" I replied. https://t.co/D2QJeK227R — Josh Dawsey (@jdawsey1) August 10, 2018 Omarosa skrifar einnig í bók sinni að framboð Trump hefði boðið henni fimmtán þúsund dali á mánuði svo hún myndi þaga um reynslu sína í Hvíta húsinu. Það samsvarar árslaunum hennar þegar hún starfaði í Hvíta húsinu. Blaðamenn Washington Post hafa séð samningsdrög sem Omarosa barst frá tengdadóttur Trump, sem starfar innan framboðs forsetans. Þar kemur fram að hún hefði ekkert mátt tjá sig um Trump, Mike Pence, varaforseta, né fjölskyldur þeirra. Þá mætti hún heldur ekki segja neitt sem kæmi niður á Trump.Trump mun margsinnis hafa notað slíka samninga til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og fólki sem hafa sakað hann um óboðlegt framferði. Þar á meðal er klámmyndaleikkonan Stormy Daniels. Omarosa hefur ekki birt neinar sannanir fyrir ásökunum sínum. Hins vegar segist hún hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu og blaðamenn Washington Post hafa hlustað á nokkrar slíkar. Þeir segja þær í samræmi við tilvitnanir í bókinni."I had to go through the pain of witnessing his racism with my own eyes, and hearing it with my own ears, many times, until I couldn't deny it any longer." Former White House staffer Omarosa Manigault Newman, in her new book. https://t.co/s2i9H7SSCX— The Associated Press (@AP) August 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira