Omarosa segir Trump vera rasista Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 22:30 Omarosa og Trump þegar allt lék í lyndi. Vísir/Getty Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir forsetann vera rasista. Hún segir enn fremur að hann hafi ítrekað notað „N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. Þetta skrifar Omarosa í nýrri bók sem ber heitið „Unhinged“ eða „Ruglaður“. Hún skrifar sömuleiðis að hún hafi heyrt Trump tala með rasískum hætti um George Conway, eiginmanna Kellyanne Conway, sem er af filippseyskum ættum. Omarosa gefur einnig í skyn í bók sinni að hugarástand Trump sé óstöðugt og hann hafi enga stjórn á sér. Þetta kemur fram í frétt Guardian sem hefur komið höndum yfir eintak af bókinni sem kemur út í næstu viku.Gagnrýnendur Omarosa segja hana í hefndarhug gagnvart Trump eftir að hún var rekin frá Hvíta húsinu í fyrra en starfaði sem yfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins og var einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump. Sarah Sanders, talskona Trump, sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem hún segir Omarosa vera að ljúga. Hún sé reið yfir því að hafa verið rekin og hún sé að reyna að græða peninga með fölskum árásum. Þá skammaðist Sanders út í fjölmiðla fyrir að taka mark á henni. Blaðamaðurinn Josh Dawsay sagði frá því á Twitter í kvöld að einn starfsmaður Hvíta hússins spurði hann hvernig í ósköpunum hann gæti tekið Omarosa alvarlega. Hann spurði á móti af hverju Omarosa hefði þénað 180 þúsund dali á ári, verið með einn æðsta titil ríkisstjórnarinnar, mætt á fundi hæstsettu starfsmanna Hvíta hússins og haft aðgang að skrifstofu forsetans."How could you trust a word she says?" one White House official asked me today. "Why did she make $180,000 a year, have among the highest titles in the government and attend senior staff meetings and visit the Oval?" I replied. https://t.co/D2QJeK227R — Josh Dawsey (@jdawsey1) August 10, 2018 Omarosa skrifar einnig í bók sinni að framboð Trump hefði boðið henni fimmtán þúsund dali á mánuði svo hún myndi þaga um reynslu sína í Hvíta húsinu. Það samsvarar árslaunum hennar þegar hún starfaði í Hvíta húsinu. Blaðamenn Washington Post hafa séð samningsdrög sem Omarosa barst frá tengdadóttur Trump, sem starfar innan framboðs forsetans. Þar kemur fram að hún hefði ekkert mátt tjá sig um Trump, Mike Pence, varaforseta, né fjölskyldur þeirra. Þá mætti hún heldur ekki segja neitt sem kæmi niður á Trump.Trump mun margsinnis hafa notað slíka samninga til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og fólki sem hafa sakað hann um óboðlegt framferði. Þar á meðal er klámmyndaleikkonan Stormy Daniels. Omarosa hefur ekki birt neinar sannanir fyrir ásökunum sínum. Hins vegar segist hún hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu og blaðamenn Washington Post hafa hlustað á nokkrar slíkar. Þeir segja þær í samræmi við tilvitnanir í bókinni."I had to go through the pain of witnessing his racism with my own eyes, and hearing it with my own ears, many times, until I couldn't deny it any longer." Former White House staffer Omarosa Manigault Newman, in her new book. https://t.co/s2i9H7SSCX— The Associated Press (@AP) August 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir forsetann vera rasista. Hún segir enn fremur að hann hafi ítrekað notað „N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. Þetta skrifar Omarosa í nýrri bók sem ber heitið „Unhinged“ eða „Ruglaður“. Hún skrifar sömuleiðis að hún hafi heyrt Trump tala með rasískum hætti um George Conway, eiginmanna Kellyanne Conway, sem er af filippseyskum ættum. Omarosa gefur einnig í skyn í bók sinni að hugarástand Trump sé óstöðugt og hann hafi enga stjórn á sér. Þetta kemur fram í frétt Guardian sem hefur komið höndum yfir eintak af bókinni sem kemur út í næstu viku.Gagnrýnendur Omarosa segja hana í hefndarhug gagnvart Trump eftir að hún var rekin frá Hvíta húsinu í fyrra en starfaði sem yfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins og var einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump. Sarah Sanders, talskona Trump, sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem hún segir Omarosa vera að ljúga. Hún sé reið yfir því að hafa verið rekin og hún sé að reyna að græða peninga með fölskum árásum. Þá skammaðist Sanders út í fjölmiðla fyrir að taka mark á henni. Blaðamaðurinn Josh Dawsay sagði frá því á Twitter í kvöld að einn starfsmaður Hvíta hússins spurði hann hvernig í ósköpunum hann gæti tekið Omarosa alvarlega. Hann spurði á móti af hverju Omarosa hefði þénað 180 þúsund dali á ári, verið með einn æðsta titil ríkisstjórnarinnar, mætt á fundi hæstsettu starfsmanna Hvíta hússins og haft aðgang að skrifstofu forsetans."How could you trust a word she says?" one White House official asked me today. "Why did she make $180,000 a year, have among the highest titles in the government and attend senior staff meetings and visit the Oval?" I replied. https://t.co/D2QJeK227R — Josh Dawsey (@jdawsey1) August 10, 2018 Omarosa skrifar einnig í bók sinni að framboð Trump hefði boðið henni fimmtán þúsund dali á mánuði svo hún myndi þaga um reynslu sína í Hvíta húsinu. Það samsvarar árslaunum hennar þegar hún starfaði í Hvíta húsinu. Blaðamenn Washington Post hafa séð samningsdrög sem Omarosa barst frá tengdadóttur Trump, sem starfar innan framboðs forsetans. Þar kemur fram að hún hefði ekkert mátt tjá sig um Trump, Mike Pence, varaforseta, né fjölskyldur þeirra. Þá mætti hún heldur ekki segja neitt sem kæmi niður á Trump.Trump mun margsinnis hafa notað slíka samninga til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og fólki sem hafa sakað hann um óboðlegt framferði. Þar á meðal er klámmyndaleikkonan Stormy Daniels. Omarosa hefur ekki birt neinar sannanir fyrir ásökunum sínum. Hins vegar segist hún hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu og blaðamenn Washington Post hafa hlustað á nokkrar slíkar. Þeir segja þær í samræmi við tilvitnanir í bókinni."I had to go through the pain of witnessing his racism with my own eyes, and hearing it with my own ears, many times, until I couldn't deny it any longer." Former White House staffer Omarosa Manigault Newman, in her new book. https://t.co/s2i9H7SSCX— The Associated Press (@AP) August 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira