Segir lausnina vera lítinn plástur á stórt vandamál Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. ágúst 2018 08:00 Úr gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Fréttablaðið/Anton Brink Velferðarráð Reykjavíkur kom saman til fundar í gær vegna þeirrar stöðu sem uppi er í málefnum heimilislausra og utangarðsfólks. Einstaklingum úr þeim hópi var boðið á fundinn auk hagsmunaaðila. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir boðaðar aðgerðir lítinn plástur á stórt samfélagslegt vandamál. Fyrir sléttum mánuði skilaði umboðsmaður Alþingis áliti um málið að lokinni frumkvæðisathugun á því. Niðurstaða hans var að víða væri pottur brotinn í málaflokknum og sveitarfélög, þá sérstaklega Reykjavík, væru ekki að sinna því hlutverki nægilega vel sem lög fela þeim. Um 350 manns eru heimilislausir eða utangarðs í borginni nú og hefur hópurinn ríflega tvöfaldast að stærð á síðustu sex árum. Á fundinum í gær var ákveðið að stefna á að opna annað gistiskýli fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu. Borgin mun kaupa gistiheimili með um 25 íbúðum fyrir þennan hóp og gæti það verið komið í rekstur innan þriggja mánaða. Þá verður stofnaður stýrihópur utan um málefnið. „Það dýrmætasta var þetta samtal við þessa aðila sem við buðum til fundarins,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Það þarf að vera meira samtal á milli ríkis og borgar, hagsmunaaðila og notendanna sjálfra.“ Egill Þór Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir ekki nægilega stórt skref hafa verið stigið á fundinum. Tillögur meirihlutans séu á algjörum byrjunarreit. „Til að mynda veldur það miklum vonbrigðum að ekki var unnt að samþykkja tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um dagskýli fyrir heimilislausa sem mikil þörf er fyrir,“ segir Egill Þór. „Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi velferðarráðs í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Velferðarráð Reykjavíkur kom saman til fundar í gær vegna þeirrar stöðu sem uppi er í málefnum heimilislausra og utangarðsfólks. Einstaklingum úr þeim hópi var boðið á fundinn auk hagsmunaaðila. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir boðaðar aðgerðir lítinn plástur á stórt samfélagslegt vandamál. Fyrir sléttum mánuði skilaði umboðsmaður Alþingis áliti um málið að lokinni frumkvæðisathugun á því. Niðurstaða hans var að víða væri pottur brotinn í málaflokknum og sveitarfélög, þá sérstaklega Reykjavík, væru ekki að sinna því hlutverki nægilega vel sem lög fela þeim. Um 350 manns eru heimilislausir eða utangarðs í borginni nú og hefur hópurinn ríflega tvöfaldast að stærð á síðustu sex árum. Á fundinum í gær var ákveðið að stefna á að opna annað gistiskýli fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu. Borgin mun kaupa gistiheimili með um 25 íbúðum fyrir þennan hóp og gæti það verið komið í rekstur innan þriggja mánaða. Þá verður stofnaður stýrihópur utan um málefnið. „Það dýrmætasta var þetta samtal við þessa aðila sem við buðum til fundarins,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Það þarf að vera meira samtal á milli ríkis og borgar, hagsmunaaðila og notendanna sjálfra.“ Egill Þór Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir ekki nægilega stórt skref hafa verið stigið á fundinum. Tillögur meirihlutans séu á algjörum byrjunarreit. „Til að mynda veldur það miklum vonbrigðum að ekki var unnt að samþykkja tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um dagskýli fyrir heimilislausa sem mikil þörf er fyrir,“ segir Egill Þór. „Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi velferðarráðs í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28
Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30
Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04