Á fjórða tug hefur sóst eftir forvarnarlyfjum gegn HIV Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. ágúst 2018 07:15 TIl þess að geta gengist undir meðferðina þarf að koma reglulega í blóð- og sjúkdómaskimun. Vísir/Getty Fleiri en 30 manns hafa farið í skimun hjá Landspítalanum til þess að hefja lyfjameðferð til að fyrirbyggja HIV-smit en áætlað er að fjöldinn verði í kringum 50. Smitsjúkdómalæknir segir að ábatinn af lyfjameðferðinni verði fljótur að dekka kostnað ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu meðferðarinnar. Eins og greint var frá í síðustu viku samþykkti lyfjagreiðslunefnd greiðsluþátttöku fyrir samheitalyfinu Emtricitabine/Tenofovir sem er notað í forvarnarskyni gegn HIV-veirunni. Kostnaður lyfjameðferðarinnar er niðurgreiddur að fullu en hins vegar þurfa einstaklingar að greiða fyrir reglulegar læknisheimsóknir og blóðprufur sem eru skilyrði fyrir því að gangast undir meðferðina. „Við erum búin að skima fleiri en 30 karlmenn sem hafa óskað eftir lyfjameðferðinni en ég býst við að þeir verði í kringum 50 talsins þegar upp er staðið,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í samtali við Fréttablaðið. Kostnaður vegna meðferðarinnar nemur 62 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern einstakling, eða 744 þúsund á ári. Gangi spár eftir um að 50 manns gangist undir meðferðina nemur heildarkostnaður ríkissjóðs rúmum 37 milljónum á ári. Bryndís bendir á að ábatinn vegi þyngra en kostnaðurinn. „Ef við tökum andlega og líkamlega heilsu einstaklinga út fyrir sviga hafa kostnaðargreiningar sýnt að meðferðin borgi sig upp á fimm til tíu árum,“ segir Bryndís og bendir á að meðferðin sé í flestum tilfellum tímabundin. Lyfjameðferðin sem þarf að gangast undir eftir HIV-smit er hins vegar ævilöng og kostar minnst 150 þúsund á mánuði á hvern einstakling. Þá kom fram í greinargerð starfshóps velferðarráðneytisins sem var birt í byrjun árs að kostnaður vegna lyfja og rannsókna í tengslum við HIV næmi allt að 500 milljónum króna hér á landi. Bryndís nefnir einnig að meðferðin komi til með að fækka öðrum kynsjúkdómum hjá meðferðarhópnum. „Skilyrði fyrir meðferðinni er að koma í skimun á þriggja mánaða fresti. Þá getum við greint og meðhöndlað aðra kynsjúkdóma.“ Þeir einstaklingar sem hug hafa á að nýta sér meðferðina þurfa að hafa samband við Landspítalann og panta tíma á göngudeild smitsjúkdóma. Þar fer fram áhættumat, forvarnafræðsla og rannsóknir á viðkomandi. Aðspurð segir Bryndís að Landspítalinn muni ekki hafa samband við einstaklinga að fyrra bragði til að bjóða meðferðina. Um 220 sjúklingar eru í lyfjameðferð vegna HIV-veirunnar. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017 og var meðalaldurinn 35 ár. Í Farsóttafréttum embættis landlæknir kom fram að áhættuhegðun tengdist sýkingu hjá samkynhneigðum í þrettán tilfellum, gagnkynhneigðum í átta tilfellum og fíkniefnaneyslu í fimm tilfellum, en óvíst var um áhættuþætti í einu tilfelli. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs greindust sextán með HIV-sýkingu og þar af voru þrettán af erlendu bergi brotnir. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Fleiri en 30 manns hafa farið í skimun hjá Landspítalanum til þess að hefja lyfjameðferð til að fyrirbyggja HIV-smit en áætlað er að fjöldinn verði í kringum 50. Smitsjúkdómalæknir segir að ábatinn af lyfjameðferðinni verði fljótur að dekka kostnað ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu meðferðarinnar. Eins og greint var frá í síðustu viku samþykkti lyfjagreiðslunefnd greiðsluþátttöku fyrir samheitalyfinu Emtricitabine/Tenofovir sem er notað í forvarnarskyni gegn HIV-veirunni. Kostnaður lyfjameðferðarinnar er niðurgreiddur að fullu en hins vegar þurfa einstaklingar að greiða fyrir reglulegar læknisheimsóknir og blóðprufur sem eru skilyrði fyrir því að gangast undir meðferðina. „Við erum búin að skima fleiri en 30 karlmenn sem hafa óskað eftir lyfjameðferðinni en ég býst við að þeir verði í kringum 50 talsins þegar upp er staðið,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í samtali við Fréttablaðið. Kostnaður vegna meðferðarinnar nemur 62 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern einstakling, eða 744 þúsund á ári. Gangi spár eftir um að 50 manns gangist undir meðferðina nemur heildarkostnaður ríkissjóðs rúmum 37 milljónum á ári. Bryndís bendir á að ábatinn vegi þyngra en kostnaðurinn. „Ef við tökum andlega og líkamlega heilsu einstaklinga út fyrir sviga hafa kostnaðargreiningar sýnt að meðferðin borgi sig upp á fimm til tíu árum,“ segir Bryndís og bendir á að meðferðin sé í flestum tilfellum tímabundin. Lyfjameðferðin sem þarf að gangast undir eftir HIV-smit er hins vegar ævilöng og kostar minnst 150 þúsund á mánuði á hvern einstakling. Þá kom fram í greinargerð starfshóps velferðarráðneytisins sem var birt í byrjun árs að kostnaður vegna lyfja og rannsókna í tengslum við HIV næmi allt að 500 milljónum króna hér á landi. Bryndís nefnir einnig að meðferðin komi til með að fækka öðrum kynsjúkdómum hjá meðferðarhópnum. „Skilyrði fyrir meðferðinni er að koma í skimun á þriggja mánaða fresti. Þá getum við greint og meðhöndlað aðra kynsjúkdóma.“ Þeir einstaklingar sem hug hafa á að nýta sér meðferðina þurfa að hafa samband við Landspítalann og panta tíma á göngudeild smitsjúkdóma. Þar fer fram áhættumat, forvarnafræðsla og rannsóknir á viðkomandi. Aðspurð segir Bryndís að Landspítalinn muni ekki hafa samband við einstaklinga að fyrra bragði til að bjóða meðferðina. Um 220 sjúklingar eru í lyfjameðferð vegna HIV-veirunnar. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017 og var meðalaldurinn 35 ár. Í Farsóttafréttum embættis landlæknir kom fram að áhættuhegðun tengdist sýkingu hjá samkynhneigðum í þrettán tilfellum, gagnkynhneigðum í átta tilfellum og fíkniefnaneyslu í fimm tilfellum, en óvíst var um áhættuþætti í einu tilfelli. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs greindust sextán með HIV-sýkingu og þar af voru þrettán af erlendu bergi brotnir.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira