Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Jemenskt barn fær aðhlynningu á sjúkrahúsi í Saada-fylki en 29 börn létust í loftárásinni. Vísir/AFP Sádiarabíski herinn og bandamenn hans í stríðinu í Jemen felldu í gær tugi í loftárásum á Saada-fylki. Á meðal fórnarlamba árásanna voru börn sem ferðuðust saman í rútu. Frá þessu greindi alþjóðaráð Rauða krossins. „Tugir eru fallnir og hinir særðu fá aðhlynningu [...] Meirihluti sjúklinganna er undir tíu ára aldri,“ tísti ráðið. Ráðið sagði starfsmenn reyna að bjarga eins mörgum og unnt væri. Hins vegar héldi tala látinna áfram að hækka. Nú þegar hafi verið tekið á móti líkum 29 barna, allra innan við fimmtán ára, og 48 særðum, þar af 30 börnum. Sádi-Arabar sögðust í gær hafa beint árásinni að eldflaugaskotpöllum sem notaðir hafa verið til að skjóta á sádiarabísku borgina Jizan. Voru Hútar, uppreisnarmennirnir sem hernaðarbandalagið berst gegn í Jemen, jafnframt sakaðir um að nota börn til að skýla sér fyrir skothríðinni. „Árás dagsins í Saada var lögmæt hernaðaraðgerð og var gerð í samræmi við alþjóðalög,“ sagði í yfirlýsingu hersins sem birtist á ríkisfréttastöðinni SPA. Al-Masirah, sjónvarpsstöð Húta, sagði á Twitter í gær að 39 hefðu fallið í árásunum og 51 særst. Hútar vildu þó ekki svara ásökunum Sádi-Araba um að hafa notað börn sér til varnar. Sagði miðillinn börnin í rútunni hafa verið á leið á námskeið um Kóraninn.Stærsti hluti jemensku þjóðarinnar býr við afar þröngan kost.Vísir/GettyLoftárásir voru einnig gerðar á hafnarborgina Hodeidah síðasta fimmtudag. Fórust þá 55 í árásum hernaðarbandalagsins að því er uppreisnarmenn greindu frá. Tala látinna var þó nokkuð á reiki, Reuters sagði 28 hafa fallið en kínverski miðillinn Xinhua sjötíu. Í kjölfarið bauð Martin Griffiths, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Jemen, fylkingunum til friðarviðræðna í Sviss. Óvíst er hvort þær viðræður bera árangur, en síðustu viðræður fóru fram í Kúveit fyrir tveimur árum. Mæti sendifulltrúar fylkinganna til viðræðna munu þær hefjast þann 6. september næstkomandi í Genf. Hernaðarbandalagið hefur gert fjölda loftárása á Jemen undanfarið. Samkvæmt Al Jazeera voru 258 árásir gerðar í júnímánuði einum. Þar af þriðjungur á skotmörk ótengd hernaði. Yemen Data Project greindi frá því að 24 árásir hafi verið gerðar á íbúabyggð, þrjár á vatns- og rafmagnsinnviði og þrjár á sjúkrahús. AP greindi frá því fyrr í vikunni að hernaðarbandalagið hafi gert leynilega samninga við hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen og ráðið til sín hermenn úr þeirra röðum. Heimildarmenn sögðu frá því að Bandaríkjamenn, sem styðja hernaðarbandalagið, hafi vitað af samningnum en þeir eiga sjálfir í átökum við samtökin. Bandaríkin hafi í þokkabót hætt drónaárásum á al-Kaída á meðan á viðræðunum stóð. Þessu neitaði talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Sádiarabíski herinn og bandamenn hans í stríðinu í Jemen felldu í gær tugi í loftárásum á Saada-fylki. Á meðal fórnarlamba árásanna voru börn sem ferðuðust saman í rútu. Frá þessu greindi alþjóðaráð Rauða krossins. „Tugir eru fallnir og hinir særðu fá aðhlynningu [...] Meirihluti sjúklinganna er undir tíu ára aldri,“ tísti ráðið. Ráðið sagði starfsmenn reyna að bjarga eins mörgum og unnt væri. Hins vegar héldi tala látinna áfram að hækka. Nú þegar hafi verið tekið á móti líkum 29 barna, allra innan við fimmtán ára, og 48 særðum, þar af 30 börnum. Sádi-Arabar sögðust í gær hafa beint árásinni að eldflaugaskotpöllum sem notaðir hafa verið til að skjóta á sádiarabísku borgina Jizan. Voru Hútar, uppreisnarmennirnir sem hernaðarbandalagið berst gegn í Jemen, jafnframt sakaðir um að nota börn til að skýla sér fyrir skothríðinni. „Árás dagsins í Saada var lögmæt hernaðaraðgerð og var gerð í samræmi við alþjóðalög,“ sagði í yfirlýsingu hersins sem birtist á ríkisfréttastöðinni SPA. Al-Masirah, sjónvarpsstöð Húta, sagði á Twitter í gær að 39 hefðu fallið í árásunum og 51 særst. Hútar vildu þó ekki svara ásökunum Sádi-Araba um að hafa notað börn sér til varnar. Sagði miðillinn börnin í rútunni hafa verið á leið á námskeið um Kóraninn.Stærsti hluti jemensku þjóðarinnar býr við afar þröngan kost.Vísir/GettyLoftárásir voru einnig gerðar á hafnarborgina Hodeidah síðasta fimmtudag. Fórust þá 55 í árásum hernaðarbandalagsins að því er uppreisnarmenn greindu frá. Tala látinna var þó nokkuð á reiki, Reuters sagði 28 hafa fallið en kínverski miðillinn Xinhua sjötíu. Í kjölfarið bauð Martin Griffiths, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Jemen, fylkingunum til friðarviðræðna í Sviss. Óvíst er hvort þær viðræður bera árangur, en síðustu viðræður fóru fram í Kúveit fyrir tveimur árum. Mæti sendifulltrúar fylkinganna til viðræðna munu þær hefjast þann 6. september næstkomandi í Genf. Hernaðarbandalagið hefur gert fjölda loftárása á Jemen undanfarið. Samkvæmt Al Jazeera voru 258 árásir gerðar í júnímánuði einum. Þar af þriðjungur á skotmörk ótengd hernaði. Yemen Data Project greindi frá því að 24 árásir hafi verið gerðar á íbúabyggð, þrjár á vatns- og rafmagnsinnviði og þrjár á sjúkrahús. AP greindi frá því fyrr í vikunni að hernaðarbandalagið hafi gert leynilega samninga við hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen og ráðið til sín hermenn úr þeirra röðum. Heimildarmenn sögðu frá því að Bandaríkjamenn, sem styðja hernaðarbandalagið, hafi vitað af samningnum en þeir eiga sjálfir í átökum við samtökin. Bandaríkin hafi í þokkabót hætt drónaárásum á al-Kaída á meðan á viðræðunum stóð. Þessu neitaði talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30