CNN stendur við frétt um fundinn í Trump-turni Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 23:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Þrátt fyrir að heimildarmaður CNN hafi dregið í land með yfirlýsingar sínar um fund Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasonar Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum aðilum í Trump-turni árið 2016 stendur miðillinn við frétt sína. Fréttin, frá 27. júlí, fjallaði um að Trump eldri, hefði mögulega vitað af fundinum fyrir fram og jafnvel sagt syni sínum að sækja fundinn, þvert á yfirlýsingar hans.Í póstum sem Trump yngri fékk í aðdraganda fundarins segir berum orðum að hann hafi verið haldinn til þess að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. Trump hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fundinum fyrr en eftir á. Í frétt CNN sem um ræðir segir að Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, hafi orðið vitni af því að Trump yngri sagði föður sínum frá fundinum áður en hann átti sér stað. Lanny Davis, lögmaður Cohen, hefur nú stigið fram og sagt að hann hafi verið heimildarmaður CNN vegna fréttarinnar. hann segist hins vegar ekki vera viss í sinni sök lengur og að hann gæti ekki sannað mál sitt um vitneskju forsetans af fundinum. Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. Trump heldur því fram að um lygi sé að ræða og segir hann að blaðamaðurinn frægi, Carl Bernstein, búi í fortíðinni og hugsi eins og „úrkynjað fífl“. Í yfirlýsingu frá CNN segir að miðillinn standi við fréttina. Því hafi ekki verið haldið fram í fréttinni að Trump hafi vitað af fundinum fyrirfram. Hún hafi verið um að Cohen hafi sagt saksóknurum að hann vissi til þess að Trump hefði vitað af fundinum. Þar að auki hefði Davis ekki verið eini heimildarmaður miðilsins.CNN is being torn apart from within based on their being caught in a major lie and refusing to admit the mistake. Sloppy @carlbernstein, a man who lives in the past and thinks like a degenerate fool, making up story after story, is being laughed at all over the country! Fake News — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Þrátt fyrir að heimildarmaður CNN hafi dregið í land með yfirlýsingar sínar um fund Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasonar Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum aðilum í Trump-turni árið 2016 stendur miðillinn við frétt sína. Fréttin, frá 27. júlí, fjallaði um að Trump eldri, hefði mögulega vitað af fundinum fyrir fram og jafnvel sagt syni sínum að sækja fundinn, þvert á yfirlýsingar hans.Í póstum sem Trump yngri fékk í aðdraganda fundarins segir berum orðum að hann hafi verið haldinn til þess að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. Trump hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fundinum fyrr en eftir á. Í frétt CNN sem um ræðir segir að Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, hafi orðið vitni af því að Trump yngri sagði föður sínum frá fundinum áður en hann átti sér stað. Lanny Davis, lögmaður Cohen, hefur nú stigið fram og sagt að hann hafi verið heimildarmaður CNN vegna fréttarinnar. hann segist hins vegar ekki vera viss í sinni sök lengur og að hann gæti ekki sannað mál sitt um vitneskju forsetans af fundinum. Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. Trump heldur því fram að um lygi sé að ræða og segir hann að blaðamaðurinn frægi, Carl Bernstein, búi í fortíðinni og hugsi eins og „úrkynjað fífl“. Í yfirlýsingu frá CNN segir að miðillinn standi við fréttina. Því hafi ekki verið haldið fram í fréttinni að Trump hafi vitað af fundinum fyrirfram. Hún hafi verið um að Cohen hafi sagt saksóknurum að hann vissi til þess að Trump hefði vitað af fundinum. Þar að auki hefði Davis ekki verið eini heimildarmaður miðilsins.CNN is being torn apart from within based on their being caught in a major lie and refusing to admit the mistake. Sloppy @carlbernstein, a man who lives in the past and thinks like a degenerate fool, making up story after story, is being laughed at all over the country! Fake News — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira