Erlent

Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Aung San Suu Kyi.
Aung San Suu Kyi. Vísir/AFP
Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttinda­ráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. Yfirvöld í Mjanmar hafa verið sökuð um þjóðernishreinsanir og aðra glæpi sem kallaðir hafa verið glæpir gegn mannkyni.

Fyrsta opinbera embættisverk Suu Kyi eftir að skýrslan var gefin út á mánudaginn var að sækja ráðstefnu í Yangon-háskóla í borginni Kamayut.

Beðið hefur verið eftir því að Suu Kyi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991, tjái sig um ódæðisverkin. Það gerðist hins vegar ekki í gær. Þess í stað nýtti Suu Kyi tækifærið til að ræða ljóðlist og bókmenntir við nemendur við háskólann.


Tengdar fréttir

Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni

Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu.

Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna

Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×