Heimta frímiða á leikinn gegn Þýskalandi því um kvennaleik er að ræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2018 11:15 Stelpurnar komast á HM með sigri á Þýskalandi. Vísir/Andri Marinó Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið fyrirspurnir um frímiða á stórleik stelpnanna okkar gegn Þýskalandi á laugardaginn en sumir telja sig ekki eiga að borga inn á leikinn því um kvennaleik er að ræða, að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Allt stefnir í að uppselt verði á leikinn en selt er í númeruð sæti í fyrsta sinn. Klara sagði í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hún reiknaði með að ekki væru nema um 1.600 miðar eftir. „Miðað við hreyfingu á miðum, góða veðurspá og vaxandi fjölmiðlaumfjöllun teljum við líklegt að það verði uppselt. Þetta hefur lengi verið markmiðið okkar,“ segir Klara. Hún bætir við að ekki eru margir boðsmiðar í boði á þennan leik né aðra A-landsleiki. Bakhjörlum sambandsins eru seldir miðar fyrir fram en boðsmiðar fara til dæmis stjórnarmanna, starfsmanna og leikmanna. Hart er þó sóst eftir því að fá ókeypis á leikinn en ekki eru allir á því að það eigi að þurfa að borga sig inn á kvennalandsleiki. „Það verður að segjast eins og er að fólk sækist frekar í frímiða af því að þetta er kvennaleikur og ætlast til þess að fá frímiða,“ segir Klara. „Við fáum mikið um beiðnum af afslætti eða miða á barnaverði. Fólk telur sig ekki eiga að borga sig inn á þennan leik vegna þess að um kvennaleik er að ræða. Við erum algjörlega ósammála því.“ „Það er þannig hjá sumum en ekki öllum, sem betur fer. Það eru enn þá til nokkrir geirfuglar sem að hugsa þannig,“ segir Klara Bjartmarz. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands. 27. ágúst 2018 13:21 „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30 Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins. 27. ágúst 2018 16:00 Harpa auglýsir leikinn sem hún fær síðan ekki að spila Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli á dögunum skömmu fyrir gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni Hm 2019. 27. ágúst 2018 15:30 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið fyrirspurnir um frímiða á stórleik stelpnanna okkar gegn Þýskalandi á laugardaginn en sumir telja sig ekki eiga að borga inn á leikinn því um kvennaleik er að ræða, að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Allt stefnir í að uppselt verði á leikinn en selt er í númeruð sæti í fyrsta sinn. Klara sagði í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hún reiknaði með að ekki væru nema um 1.600 miðar eftir. „Miðað við hreyfingu á miðum, góða veðurspá og vaxandi fjölmiðlaumfjöllun teljum við líklegt að það verði uppselt. Þetta hefur lengi verið markmiðið okkar,“ segir Klara. Hún bætir við að ekki eru margir boðsmiðar í boði á þennan leik né aðra A-landsleiki. Bakhjörlum sambandsins eru seldir miðar fyrir fram en boðsmiðar fara til dæmis stjórnarmanna, starfsmanna og leikmanna. Hart er þó sóst eftir því að fá ókeypis á leikinn en ekki eru allir á því að það eigi að þurfa að borga sig inn á kvennalandsleiki. „Það verður að segjast eins og er að fólk sækist frekar í frímiða af því að þetta er kvennaleikur og ætlast til þess að fá frímiða,“ segir Klara. „Við fáum mikið um beiðnum af afslætti eða miða á barnaverði. Fólk telur sig ekki eiga að borga sig inn á þennan leik vegna þess að um kvennaleik er að ræða. Við erum algjörlega ósammála því.“ „Það er þannig hjá sumum en ekki öllum, sem betur fer. Það eru enn þá til nokkrir geirfuglar sem að hugsa þannig,“ segir Klara Bjartmarz.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands. 27. ágúst 2018 13:21 „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30 Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins. 27. ágúst 2018 16:00 Harpa auglýsir leikinn sem hún fær síðan ekki að spila Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli á dögunum skömmu fyrir gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni Hm 2019. 27. ágúst 2018 15:30 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Sjá meira
Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands. 27. ágúst 2018 13:21
„Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30
Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30
Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins. 27. ágúst 2018 16:00
Harpa auglýsir leikinn sem hún fær síðan ekki að spila Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli á dögunum skömmu fyrir gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni Hm 2019. 27. ágúst 2018 15:30