Glæpur gegn mannkyni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 „Við grétum þegar við flúðum. Afrakstur 25 ára erfiðisvinnu tapaðist. Tími minn er senn á enda, en hvað verður um börn mín og barnabörn?“ „Það hlupu allir eins og fætur toguðu til að sleppa á lífi. Ég gat ekki einu sinni borið börnin mín.“ „Ég var heppin. Það nauðguðu mér bara þrír menn.“ Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem fórnarlömb þjóðernishreinsana mjanmarska hersins lýstu fyrir rannsakendum á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan var birt í gær og fjallað er um hana Fréttablaðinu í dag. Raunir Róhingja í Mjanmar frá því að hreinsanirnar miklu hófust í ágúst á síðasta ári eru nú þegar orðnar að einhverjum mestu hörmungum samtímans. Á upplýsingaöld, þegar við ættum með réttu að vera tengdari hvert öðru, upplýstari um raunir annarra og full hluttekningar í garð bræðra okkar og systra, hafa Róhingjar af einhverjum ástæðum mætt afgangi. Þetta agnarsmáa þjóðarbrot, í kringum 1,5 til 2 milljónir manna í Mjanmar og Bangladess, er alvant því að heimsbyggðin láti sér á sama standa. Undanfarna áratugi hafa Róhingjar þurft að þola útskúfun, ofbeldi, skert mannréttindi og svikin loforð. Róhingjar börðust við hlið Breta í seinna stríði, en fengu hvorki uppfyllt loforðið um sjálfstæði né viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Hörmungarnar nú eiga rætur að rekja til atburða í ágúst á síðasta ári þegar herskáir Róhingjar gerðu mannskæðar árásir á herstöðvar í Mjanmar. Svar mjanmarskra yfirvalda var þjóðernishreinsun. Í kringum sjö hundruð þúsund Róhingjar flúðu hreinsanirnar yfir landamærin að Bangladess. Hershöfðingjar og leiðtogar Mjanmar, þar á meðal Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, hafna því að þjóðernishreinsanir eigi sér stað. Þau hafa hótað að fangelsa blaðamenn sem freista þess að varpa ljósi á stöðu mála. Niðurstaða skýrslu rannsóknarnefndar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna staðfestir það sem margir hafa haldið fram, en fáir viljað segja upphátt. Yfirvöld í Mjanmar hafa orðið uppvís að einhverjum skelfilegustu glæpum gegn mannlegri reisn og tilvist sem um getur. Hópnauðganir á konum, barnsmorð, fjöldamorð og tortíming heilu þorpanna – allt eru þetta gjaldgengar aðferðir mjanmarskra yfirvalda til að ná markmiði sínu um útrýmingu Róhingja. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður til að draga þá til ábyrgðar sem brotið hafa gegn mannkyni. Ísland hefur verið meðal dyggustu stuðningsríkja dómstólsins og okkur ber að berjast fyrir því að þeir sem bera ábyrgð á voðaverkunum í Mjanmar verði látnir sæta ábyrgð, á sama tíma og við réttum fámennri þjóð Róhingja hjálparhönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Við grétum þegar við flúðum. Afrakstur 25 ára erfiðisvinnu tapaðist. Tími minn er senn á enda, en hvað verður um börn mín og barnabörn?“ „Það hlupu allir eins og fætur toguðu til að sleppa á lífi. Ég gat ekki einu sinni borið börnin mín.“ „Ég var heppin. Það nauðguðu mér bara þrír menn.“ Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem fórnarlömb þjóðernishreinsana mjanmarska hersins lýstu fyrir rannsakendum á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan var birt í gær og fjallað er um hana Fréttablaðinu í dag. Raunir Róhingja í Mjanmar frá því að hreinsanirnar miklu hófust í ágúst á síðasta ári eru nú þegar orðnar að einhverjum mestu hörmungum samtímans. Á upplýsingaöld, þegar við ættum með réttu að vera tengdari hvert öðru, upplýstari um raunir annarra og full hluttekningar í garð bræðra okkar og systra, hafa Róhingjar af einhverjum ástæðum mætt afgangi. Þetta agnarsmáa þjóðarbrot, í kringum 1,5 til 2 milljónir manna í Mjanmar og Bangladess, er alvant því að heimsbyggðin láti sér á sama standa. Undanfarna áratugi hafa Róhingjar þurft að þola útskúfun, ofbeldi, skert mannréttindi og svikin loforð. Róhingjar börðust við hlið Breta í seinna stríði, en fengu hvorki uppfyllt loforðið um sjálfstæði né viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Hörmungarnar nú eiga rætur að rekja til atburða í ágúst á síðasta ári þegar herskáir Róhingjar gerðu mannskæðar árásir á herstöðvar í Mjanmar. Svar mjanmarskra yfirvalda var þjóðernishreinsun. Í kringum sjö hundruð þúsund Róhingjar flúðu hreinsanirnar yfir landamærin að Bangladess. Hershöfðingjar og leiðtogar Mjanmar, þar á meðal Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, hafna því að þjóðernishreinsanir eigi sér stað. Þau hafa hótað að fangelsa blaðamenn sem freista þess að varpa ljósi á stöðu mála. Niðurstaða skýrslu rannsóknarnefndar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna staðfestir það sem margir hafa haldið fram, en fáir viljað segja upphátt. Yfirvöld í Mjanmar hafa orðið uppvís að einhverjum skelfilegustu glæpum gegn mannlegri reisn og tilvist sem um getur. Hópnauðganir á konum, barnsmorð, fjöldamorð og tortíming heilu þorpanna – allt eru þetta gjaldgengar aðferðir mjanmarskra yfirvalda til að ná markmiði sínu um útrýmingu Róhingja. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður til að draga þá til ábyrgðar sem brotið hafa gegn mannkyni. Ísland hefur verið meðal dyggustu stuðningsríkja dómstólsins og okkur ber að berjast fyrir því að þeir sem bera ábyrgð á voðaverkunum í Mjanmar verði látnir sæta ábyrgð, á sama tíma og við réttum fámennri þjóð Róhingja hjálparhönd.
Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun