Uber boðar stefnubreytingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:34 Hér má sjá svokallað Jump-rafhjól sem leigja má hjá Uber. JUMP Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. Forstjóri Uber, Dara Khosrowshahi, segir að slíkir einstaklingsfararskjótar henti betur til fólksflutninga í stórborgum heimsins. Hann telur jafnframt að viðskiptavinir Uber muni taka fleiri, styttri ferðir í framtíðinni. „Á háannatíma er mjög óhagkvæmt að nota eins tonna járnhlunk til að flytja einn einstakling 10 húsaraðir,“ er haft eftir Khosrowshahi á vef breska ríkisútvarpsins. Hann bætir við að þó svo að þessi ákvörðun kunni að hafa neikvæð fjárhagsleg áhrif á fyrirtækið á næstu misserum þá sé þetta engu að síður í takti við framtíðarsýn Uber. Þar að auki muni bílstjórar fyrirtækisins njóta góðs af breytingunum, enda muni lengri bílferðum fjölga á kostnað þeirra styttri. Fyrirtækið hefur á síðustu mánuðum fjárfest í fjölda reiðhjólaleiga. Nú er svo komið að hægt er að leigja rafhjól hjá Uber í 8 borgum í Bandaríkjunum, þeirra á meðal New York og Washington, og til stendur að opna rafhjólaleigu í Berlín á næstunni. Uber tapaði rúmlega 4,5 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári, rúmlega 450 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur fyrirtækisins eru því undir miklum þrýstingi að laga fjárhag félagsins, en til stendur að setja Uber á hlutabréfamarkað á komandi mánuðum. Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. Forstjóri Uber, Dara Khosrowshahi, segir að slíkir einstaklingsfararskjótar henti betur til fólksflutninga í stórborgum heimsins. Hann telur jafnframt að viðskiptavinir Uber muni taka fleiri, styttri ferðir í framtíðinni. „Á háannatíma er mjög óhagkvæmt að nota eins tonna járnhlunk til að flytja einn einstakling 10 húsaraðir,“ er haft eftir Khosrowshahi á vef breska ríkisútvarpsins. Hann bætir við að þó svo að þessi ákvörðun kunni að hafa neikvæð fjárhagsleg áhrif á fyrirtækið á næstu misserum þá sé þetta engu að síður í takti við framtíðarsýn Uber. Þar að auki muni bílstjórar fyrirtækisins njóta góðs af breytingunum, enda muni lengri bílferðum fjölga á kostnað þeirra styttri. Fyrirtækið hefur á síðustu mánuðum fjárfest í fjölda reiðhjólaleiga. Nú er svo komið að hægt er að leigja rafhjól hjá Uber í 8 borgum í Bandaríkjunum, þeirra á meðal New York og Washington, og til stendur að opna rafhjólaleigu í Berlín á næstunni. Uber tapaði rúmlega 4,5 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári, rúmlega 450 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur fyrirtækisins eru því undir miklum þrýstingi að laga fjárhag félagsins, en til stendur að setja Uber á hlutabréfamarkað á komandi mánuðum.
Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55
Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent