SFS harma breytingar á grundvelli meints brottkasts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Frumvarpsdrögin veita heimild til rafrænnar vöktunar með löndun afla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leggjast gegn breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sem varða myndavélaeftirlit með skipum og breytingar á eftirliti með vigtun sjávarafla. Við annan tón kveður í umsögn Landssambands smábátaeigenda (LS). Samráði um drög að frumvarpi um breytingar á lögum þessa efnis lauk í gær. Fimm umsagnir bárust og voru umsagnir SFS og LS meðal þeirra. Meðal þess sem drögin kveða á um er aukið eftirlit með vigtun afla til að tryggja að afla sé ekki landað fram hjá vigt. Þá er í frumvarpsdrögunum einnig kveðið á um að öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi. Efni úr myndavélunum skal vera aðgengilegt starfsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur áður gert tilraunir með slík verkefni en Persónuvernd gert stofnunina afturreka þar sem lagaheimild fyrir slíku skorti. Í upphafi umsagnar SFS er þess getið að samtökin telja að ráðuneytið hefði betur beðið eftir niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum sem nú er unnið að. „[Það sætir] furðu að unnið sé að stjórnsýsluúttekt, þar sem rannsaka á þætti er varða mögulegt brottkast og vigtun sjávarafla, en áður en niðurstaða þeirrar úttektar liggur fyrir hefur verið birt frumvarp til breytinga á lögum hvað þetta varðar – frumvarp sem ætlað er að taka á meintu vandamáli sem ekki hefur verið staðfest,“ segir í umsögninni.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánÍ umsögninni segir enn fremur að áður en ráðist sé í svo miklar breytingar ætti það að vera skylda stjórnvalda að gera könnun á umfangi „meints brottkasts“. Frumvarpið beri ekki með sér að nein greiningarvinna hafi verið unnin um efnið. Þá gagnrýna SFS að frumvarpsdrögin kveði ekki nógu glögglega á um hvernig framkvæmd eftirlitsins skuli háttað. „SFS telja ótækt að öll útfærsla eftirlitsins sé svo óljós og nánast tilviljanakennd og ráðherra sé falið vald til að útfæra nánast öll atriði sem snerta myndavélaeftirlitið. Slíkt samræmis ekki vandaðri lagasetningu,“ segir í umsögninni. Í drögunum er stefnt að því að óheimilt verði að hefja endurvigtun á afla fyrr en vigtun á hafnarvog sé lokið. SFS telur að slíkt muni hafa mikið óhagræði í för með sér, hægja á vinnslu aflans og skip muni tapa miklum tíma frá veiðum. Umsögn LS er aftur á móti öllu jákvæðari. Að mati LS auka frumvarpsdrögin á áreiðanleika við vigtun og leiði til heiðarlegri samkeppni í útgerð og fiskvinnslu. „Það er mat LS að gildandi reglur hafi leitt til mismununar sem skekkt hafi samkeppnisstöðu innan kerfisins. Vigtarreglur hafa fengið það orð á sig, og ekki að ástæðulausu, að þar sé að finna stærstu ívilnun til kvóta sem í gildi er,“ segir í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Tengdar fréttir Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leggjast gegn breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sem varða myndavélaeftirlit með skipum og breytingar á eftirliti með vigtun sjávarafla. Við annan tón kveður í umsögn Landssambands smábátaeigenda (LS). Samráði um drög að frumvarpi um breytingar á lögum þessa efnis lauk í gær. Fimm umsagnir bárust og voru umsagnir SFS og LS meðal þeirra. Meðal þess sem drögin kveða á um er aukið eftirlit með vigtun afla til að tryggja að afla sé ekki landað fram hjá vigt. Þá er í frumvarpsdrögunum einnig kveðið á um að öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi. Efni úr myndavélunum skal vera aðgengilegt starfsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur áður gert tilraunir með slík verkefni en Persónuvernd gert stofnunina afturreka þar sem lagaheimild fyrir slíku skorti. Í upphafi umsagnar SFS er þess getið að samtökin telja að ráðuneytið hefði betur beðið eftir niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum sem nú er unnið að. „[Það sætir] furðu að unnið sé að stjórnsýsluúttekt, þar sem rannsaka á þætti er varða mögulegt brottkast og vigtun sjávarafla, en áður en niðurstaða þeirrar úttektar liggur fyrir hefur verið birt frumvarp til breytinga á lögum hvað þetta varðar – frumvarp sem ætlað er að taka á meintu vandamáli sem ekki hefur verið staðfest,“ segir í umsögninni.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánÍ umsögninni segir enn fremur að áður en ráðist sé í svo miklar breytingar ætti það að vera skylda stjórnvalda að gera könnun á umfangi „meints brottkasts“. Frumvarpið beri ekki með sér að nein greiningarvinna hafi verið unnin um efnið. Þá gagnrýna SFS að frumvarpsdrögin kveði ekki nógu glögglega á um hvernig framkvæmd eftirlitsins skuli háttað. „SFS telja ótækt að öll útfærsla eftirlitsins sé svo óljós og nánast tilviljanakennd og ráðherra sé falið vald til að útfæra nánast öll atriði sem snerta myndavélaeftirlitið. Slíkt samræmis ekki vandaðri lagasetningu,“ segir í umsögninni. Í drögunum er stefnt að því að óheimilt verði að hefja endurvigtun á afla fyrr en vigtun á hafnarvog sé lokið. SFS telur að slíkt muni hafa mikið óhagræði í för með sér, hægja á vinnslu aflans og skip muni tapa miklum tíma frá veiðum. Umsögn LS er aftur á móti öllu jákvæðari. Að mati LS auka frumvarpsdrögin á áreiðanleika við vigtun og leiði til heiðarlegri samkeppni í útgerð og fiskvinnslu. „Það er mat LS að gildandi reglur hafi leitt til mismununar sem skekkt hafi samkeppnisstöðu innan kerfisins. Vigtarreglur hafa fengið það orð á sig, og ekki að ástæðulausu, að þar sé að finna stærstu ívilnun til kvóta sem í gildi er,“ segir í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Tengdar fréttir Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04
Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30