Við getum unnið Þýskaland Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 08:30 Sigríður Lára eltist við frönsku landsliðskonuna Élodie Thomis í leik á EM en annað eins verkefni bíður stelpnanna á laugardaginn. fréttablaðið/getty Eyjamærin Sigríður Lára Garðarsdóttir mætir full sjálfstrausts til æfinga í dag þegar íslenska kvennalandsliðið hefur undirbúning fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Hún samdi nýlega við norska stórveldið Lilleström sem stefnir hraðbyri að fimmta meistaratitlinum í röð. Var Sigríður búin að leika fyrir ÍBV allan sinn feril en fær nú að spreyta sig í atvinnumennsku. „Hingað til hefur allt gengið vel, æfingarnar hafa gengið vel og ég er hægt og rólega að komast inn í allt saman. Ég er að fara í mjög gott lið sem er að berjast um titla og er að venjast hraðanum,“ sagði Sigríður sem ræddi við tvo fyrrverandi þjálfara liðsins um félagið. „Ég ræddi við Sigga Ragga og Írisi Björk sem hafa þjálfað hérna og það hjálpaði mikið. Svo ræddi ég við eina norska stelpu sem ég þekkti og það mæltu allir með þessu félagi.“ Henni stóðu til boða tvö félög í Noregi og eitt í Svíþjóð. „Þetta kom skyndilega upp að Lilleström, eitt annað félag í Noregi og lið sem er í botnbaráttu í Svíþjóð höfðu áhuga. Þetta verkefni fannst mér mest spennandi og á sama tíma krefjandi, að fá að æfa með frábærum leikmönnum og fá meiri samkeppni,“ sagði Sigríður og hélt áfram: „Þetta er áskorun og ég kem út til að bæta mig sem leikmaður. Það var efst á lista hjá mér að fara í hærra tempó og komast út úr þægindarammanum sem ég hafði í Eyjum þar sem ég var örugg með sæti mitt í liðinu. Þegar ég byrjaði að spila með landsliðinu fékk ég smjörþefinn af því hvað margar stelpur eru að æfa á háu gæðastigi þótt ÍBV hafi reynst mér vel og ég hafi ekkert nema gott um félagið og þjálfarana að segja.“ Hún skrifaði undir samning út þetta tímabil. „Við sömdum út þetta tímabil og svo tökum við stöðuna eftir þetta tímabil. Þá verð ég búin að sjá hvernig þetta allt hefur gengið.“Komin mikil spenna Sigríður var í fyrsta sinn í byrjunarliði Lilleström í deildinni í gær í sannfærandi 5-1 sigri á Kolbotn. Hún átti svo flug í gær heim til Íslands og hefur æfingar með landsliðinu í dag fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Íslenska liðið hefur örlögin í eigin höndum fyrir leikinn, með sigri komast þær í lokakeppni HM en með jafntefli þurfa þær að vinna Tékka í lokaumferðinni. „Ég verð að viðurkenna að ég er orðin ansi spennt fyrir þessum leik. Í aðdragandanum rifjaði maður upp að við unnum Þýskaland úti og það er alveg hægt aftur.“ Gera má ráð fyrir að íslenska liðið nálgist leikinn varfærnislega. „Þetta er eitt sterkasta lið heims með svakalega leikmenn innanborðs en vonandi fær maður tækifærið. Það kemur í ljós á æfingunum þar sem maður þarf að standa sig. Það verður gaman að koma til móts við stelpurnar og hefja undirbúninginn.“Hætti við á síðustu stundu Sigríður Lára var skráð í Reykjavíkurmaraþonið í ár og ætlaði að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Styrktarsjóðs gigtveikra barna. Tókst vel að safna áheitum en stuttu fyrir hlaup skrifaði hún undir í Noregi. „Ég hljóp það ekki, því miður,“ sagði Sigríður hlæjandi og hélt áfram: „Ég ætlaði að hlaupa en tilboðið frá Lilleström var nýkomið og ég hætti við. Lilleström ætlaði ekki að koma í veg fyrir að ég myndi hlaupa en ég ákvað að fara strax út.“ Sigríður Lára kaus þetta málefni þar sem hún greindist sjálf með gigt á síðasta ári. „Ég greindist með gigt í byrjun árs og ég kaus þetta styrktarfélag. Ég vildi aðstoða þau við starf sitt og minna á að það er líka ungt fólk sem fær gigt.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Eyjamærin Sigríður Lára Garðarsdóttir mætir full sjálfstrausts til æfinga í dag þegar íslenska kvennalandsliðið hefur undirbúning fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Hún samdi nýlega við norska stórveldið Lilleström sem stefnir hraðbyri að fimmta meistaratitlinum í röð. Var Sigríður búin að leika fyrir ÍBV allan sinn feril en fær nú að spreyta sig í atvinnumennsku. „Hingað til hefur allt gengið vel, æfingarnar hafa gengið vel og ég er hægt og rólega að komast inn í allt saman. Ég er að fara í mjög gott lið sem er að berjast um titla og er að venjast hraðanum,“ sagði Sigríður sem ræddi við tvo fyrrverandi þjálfara liðsins um félagið. „Ég ræddi við Sigga Ragga og Írisi Björk sem hafa þjálfað hérna og það hjálpaði mikið. Svo ræddi ég við eina norska stelpu sem ég þekkti og það mæltu allir með þessu félagi.“ Henni stóðu til boða tvö félög í Noregi og eitt í Svíþjóð. „Þetta kom skyndilega upp að Lilleström, eitt annað félag í Noregi og lið sem er í botnbaráttu í Svíþjóð höfðu áhuga. Þetta verkefni fannst mér mest spennandi og á sama tíma krefjandi, að fá að æfa með frábærum leikmönnum og fá meiri samkeppni,“ sagði Sigríður og hélt áfram: „Þetta er áskorun og ég kem út til að bæta mig sem leikmaður. Það var efst á lista hjá mér að fara í hærra tempó og komast út úr þægindarammanum sem ég hafði í Eyjum þar sem ég var örugg með sæti mitt í liðinu. Þegar ég byrjaði að spila með landsliðinu fékk ég smjörþefinn af því hvað margar stelpur eru að æfa á háu gæðastigi þótt ÍBV hafi reynst mér vel og ég hafi ekkert nema gott um félagið og þjálfarana að segja.“ Hún skrifaði undir samning út þetta tímabil. „Við sömdum út þetta tímabil og svo tökum við stöðuna eftir þetta tímabil. Þá verð ég búin að sjá hvernig þetta allt hefur gengið.“Komin mikil spenna Sigríður var í fyrsta sinn í byrjunarliði Lilleström í deildinni í gær í sannfærandi 5-1 sigri á Kolbotn. Hún átti svo flug í gær heim til Íslands og hefur æfingar með landsliðinu í dag fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Íslenska liðið hefur örlögin í eigin höndum fyrir leikinn, með sigri komast þær í lokakeppni HM en með jafntefli þurfa þær að vinna Tékka í lokaumferðinni. „Ég verð að viðurkenna að ég er orðin ansi spennt fyrir þessum leik. Í aðdragandanum rifjaði maður upp að við unnum Þýskaland úti og það er alveg hægt aftur.“ Gera má ráð fyrir að íslenska liðið nálgist leikinn varfærnislega. „Þetta er eitt sterkasta lið heims með svakalega leikmenn innanborðs en vonandi fær maður tækifærið. Það kemur í ljós á æfingunum þar sem maður þarf að standa sig. Það verður gaman að koma til móts við stelpurnar og hefja undirbúninginn.“Hætti við á síðustu stundu Sigríður Lára var skráð í Reykjavíkurmaraþonið í ár og ætlaði að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Styrktarsjóðs gigtveikra barna. Tókst vel að safna áheitum en stuttu fyrir hlaup skrifaði hún undir í Noregi. „Ég hljóp það ekki, því miður,“ sagði Sigríður hlæjandi og hélt áfram: „Ég ætlaði að hlaupa en tilboðið frá Lilleström var nýkomið og ég hætti við. Lilleström ætlaði ekki að koma í veg fyrir að ég myndi hlaupa en ég ákvað að fara strax út.“ Sigríður Lára kaus þetta málefni þar sem hún greindist sjálf með gigt á síðasta ári. „Ég greindist með gigt í byrjun árs og ég kaus þetta styrktarfélag. Ég vildi aðstoða þau við starf sitt og minna á að það er líka ungt fólk sem fær gigt.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira