Bolti í verðlaun til björgunarsveitarhunda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. ágúst 2018 19:00 Hundarnir Líf, Kjarkur, Skarpur, Skutull, Sara og Syrpa eiga það sameiginlegt að vera allir leitarhundar hjá björgunarsveitum. Hundarnir hafa eytt síðustu fjórum dögum með eigendum sínum og erlendum gestum þar sem víðavangsleitir hafa meðal annars verið æfðar. Björgunarhundasveit Íslands hefur staðið fyrir námstefnu á Skógum undir Eyjafjöllum síðustu daga um víðavangsleit með hundum. Verkefnið er hluti að Erasmus+ verkefni en auk fulltrúa frá Íslandi tóku fulltrúar frá systursamtökunum í Noregi, Englandi, Svíþjóð og Möltu þátt í námstefnunni. Í dag var komið að verklega þættinum sem fór fram við bæinn Sólheimahjáleigu skammt frá Sólheimajökli. „Hundarnir fara yfir svæði og nota nefið til að taka lykt af hinum týnda og strax og þeir eru komnir með lyktina þá rekja þeir sig að viðkomandi. Síðan höfum við tvær aðferðir til að þeir geti látið okkur vita, annars vegar erum við með bitkubb sem við setjum utan um hálsinn á hundunum, sem þeir taka upp í sig og bera til okkar og hins vegar koma þeir til okkar og gelta“, segir Ingimundur Magnússon formaður Björgunarhundasveitar Íslands Um 20 starfandi björgunarsveitarhundar eru í landinu í dag og einhverjir eru í þjálfun til að ná þeim réttindum. Erlendu gestir námstefnunnar voru mjög ánægðir með dagana á Skógum. Fréttamaður fékk að taka þátt í verklegum æfingunum með því að fela sig út í móa. Það tók tíkina Líf ekki nema örskotsstund að þefa sig að fundarstaðnum og láta síðan eigandann sinn vita að maður væri fundinn. „Líf er búin að hlaupa nokkra kílómetra við að leita af fóki, hún er orðin sjö ára og hefur því reynslu. Ég sendi hana af stað og bað hana að finna mann, aðstæður voru reyndar mjög góðar því það var töluverður vindur, hún fann þig nánast strax,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi Lífar og hundabjörgunarsveitarmaður í samtali við fréttamann. Sem þökk fyrir fundin fékk líf bolta í kjaftinn til að leika sér við en það eru verðlaun sem leitarhundar fá fyrir vel unnin störf. „Það snýst allt um boltann,“ bætir Guðrún Katrín hlæjandi við. Dýr Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Hundarnir Líf, Kjarkur, Skarpur, Skutull, Sara og Syrpa eiga það sameiginlegt að vera allir leitarhundar hjá björgunarsveitum. Hundarnir hafa eytt síðustu fjórum dögum með eigendum sínum og erlendum gestum þar sem víðavangsleitir hafa meðal annars verið æfðar. Björgunarhundasveit Íslands hefur staðið fyrir námstefnu á Skógum undir Eyjafjöllum síðustu daga um víðavangsleit með hundum. Verkefnið er hluti að Erasmus+ verkefni en auk fulltrúa frá Íslandi tóku fulltrúar frá systursamtökunum í Noregi, Englandi, Svíþjóð og Möltu þátt í námstefnunni. Í dag var komið að verklega þættinum sem fór fram við bæinn Sólheimahjáleigu skammt frá Sólheimajökli. „Hundarnir fara yfir svæði og nota nefið til að taka lykt af hinum týnda og strax og þeir eru komnir með lyktina þá rekja þeir sig að viðkomandi. Síðan höfum við tvær aðferðir til að þeir geti látið okkur vita, annars vegar erum við með bitkubb sem við setjum utan um hálsinn á hundunum, sem þeir taka upp í sig og bera til okkar og hins vegar koma þeir til okkar og gelta“, segir Ingimundur Magnússon formaður Björgunarhundasveitar Íslands Um 20 starfandi björgunarsveitarhundar eru í landinu í dag og einhverjir eru í þjálfun til að ná þeim réttindum. Erlendu gestir námstefnunnar voru mjög ánægðir með dagana á Skógum. Fréttamaður fékk að taka þátt í verklegum æfingunum með því að fela sig út í móa. Það tók tíkina Líf ekki nema örskotsstund að þefa sig að fundarstaðnum og láta síðan eigandann sinn vita að maður væri fundinn. „Líf er búin að hlaupa nokkra kílómetra við að leita af fóki, hún er orðin sjö ára og hefur því reynslu. Ég sendi hana af stað og bað hana að finna mann, aðstæður voru reyndar mjög góðar því það var töluverður vindur, hún fann þig nánast strax,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi Lífar og hundabjörgunarsveitarmaður í samtali við fréttamann. Sem þökk fyrir fundin fékk líf bolta í kjaftinn til að leika sér við en það eru verðlaun sem leitarhundar fá fyrir vel unnin störf. „Það snýst allt um boltann,“ bætir Guðrún Katrín hlæjandi við.
Dýr Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira