Vit og strit Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Fjölmiðlanefnd fer með heilmikið opinbert vald, sem hún beitir gegn þeim sem síst skyldi. Stóru málin, eins og margháttaðan síendurtekinn yfirgang RÚV í viðkvæmri samkeppni, lætur hún óátalin en sýnir viðkvæmum nýgræðingum tennurnar. Í skrautlegum margliða úrskurði í gær var sjónvarpsstöðinni Hringbraut, litlu sprotafyrirtæki, gert að greiða tveggja milljóna sekt vegna meintra brota sem erfitt er að átta sig á. Hringbraut er örlítil viðbót á litlum markaði og gerir engum mein með rekstri sínum. Þvert á móti – þar er oft fínasta sjónvarpsefni um menn og málefni sem lengi lifir og fólk horfir á þegar því hentar. Vitnað er í stöðina í öðrum miðlum og á netinu. Hún bætir við umræðuna. Allir nema fjölmiðlanefnd sjá, að stöðin er rekin af vanefnum. Tvær milljónir króna eru ekki hristar fram úr erminni í rekstrinum. Ekki er ljóst hvert fyrirmynd fjölmiðlanefndar er sótt. Oft er horft til Bretlands í leit að því sem vel er gert í fjölmiðlaumhverfinu. Þar starfar „The Press Complaints Commission“ á vegum prentmiðlanna sjálfra. Önnur álíka stofnun, Ofcom, veitir ljósvakamiðlum aðhald, hefur eftirlit með samkeppnisreglum og tekur við kvörtunum vegna efnistaka, þyki fólki gert á sinn hlut. Miðlarnir sjálfir leggja henni til rekstrarfé. Almennt viðhorf er að best fari á því að svona batterí séu aðgerðalítil, öryggisventill ef hlutir fara úr böndunum. En hjá fjölmiðlanefnd er mikið fjör. Hún réttlætir tilveru sínu með því að láta reglulega í sér heyra. Betur vinnur vit en strit ætti að vera kjörorðið, en er það greinilega ekki. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sprotamiðils sem fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir, sagði fyrir nokkru: „En fjölmiðlum er að blæða út. Starfsmannavelta er ótrúlega há. Laun eru alltof lág, starfsumhverfið er alltof íþyngjandi og rekstrarforsendurnar sífellt að verða verri.“ Þetta er kjarni málsins. Stjórnmálamenn þykjast flestir sjá myndina sem Þórður Snær lýsir. Nefndarálitin hrannast upp frá hverri ríkisstjórninni á fætur annarri. En aðgerðir til úrbóta láta á sér standa. Vonir voru bundnar við nýjan menntamálaráðherra þegar ríkisstjórnin tók við fyrir bráðum ári. Fátt bendir til að hún ætli að láta til sín taka. Ríkisútvarpið er gott fyrir sinn hatt og fáir efast um tilverurétt þess. En tímabært er að marka því skýrari ramma, sníða dagskrá þess að þörfum dagsins í dag. Byrja mætti á að spara háar fjárhæðir í innkaupum á erlendu efni og létta einkastöðvum lífið með því að hætta yfirboðum í innkaupum. Erfitt er að sætta sig við að ríkisstyrkt stofnun standi í slíku og furðulegt að engin lög nái yfir slíkt hátterni. Stofnunin fær 4 milljarða frá ríkinu og rúma tvo til viðbótar á auglýsingamarkaði. Samkeppnin er rammskökk. Fjölmiðlanefnd ætti að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að eltast við tittlingaskít öllum til ama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlanefnd fer með heilmikið opinbert vald, sem hún beitir gegn þeim sem síst skyldi. Stóru málin, eins og margháttaðan síendurtekinn yfirgang RÚV í viðkvæmri samkeppni, lætur hún óátalin en sýnir viðkvæmum nýgræðingum tennurnar. Í skrautlegum margliða úrskurði í gær var sjónvarpsstöðinni Hringbraut, litlu sprotafyrirtæki, gert að greiða tveggja milljóna sekt vegna meintra brota sem erfitt er að átta sig á. Hringbraut er örlítil viðbót á litlum markaði og gerir engum mein með rekstri sínum. Þvert á móti – þar er oft fínasta sjónvarpsefni um menn og málefni sem lengi lifir og fólk horfir á þegar því hentar. Vitnað er í stöðina í öðrum miðlum og á netinu. Hún bætir við umræðuna. Allir nema fjölmiðlanefnd sjá, að stöðin er rekin af vanefnum. Tvær milljónir króna eru ekki hristar fram úr erminni í rekstrinum. Ekki er ljóst hvert fyrirmynd fjölmiðlanefndar er sótt. Oft er horft til Bretlands í leit að því sem vel er gert í fjölmiðlaumhverfinu. Þar starfar „The Press Complaints Commission“ á vegum prentmiðlanna sjálfra. Önnur álíka stofnun, Ofcom, veitir ljósvakamiðlum aðhald, hefur eftirlit með samkeppnisreglum og tekur við kvörtunum vegna efnistaka, þyki fólki gert á sinn hlut. Miðlarnir sjálfir leggja henni til rekstrarfé. Almennt viðhorf er að best fari á því að svona batterí séu aðgerðalítil, öryggisventill ef hlutir fara úr böndunum. En hjá fjölmiðlanefnd er mikið fjör. Hún réttlætir tilveru sínu með því að láta reglulega í sér heyra. Betur vinnur vit en strit ætti að vera kjörorðið, en er það greinilega ekki. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sprotamiðils sem fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir, sagði fyrir nokkru: „En fjölmiðlum er að blæða út. Starfsmannavelta er ótrúlega há. Laun eru alltof lág, starfsumhverfið er alltof íþyngjandi og rekstrarforsendurnar sífellt að verða verri.“ Þetta er kjarni málsins. Stjórnmálamenn þykjast flestir sjá myndina sem Þórður Snær lýsir. Nefndarálitin hrannast upp frá hverri ríkisstjórninni á fætur annarri. En aðgerðir til úrbóta láta á sér standa. Vonir voru bundnar við nýjan menntamálaráðherra þegar ríkisstjórnin tók við fyrir bráðum ári. Fátt bendir til að hún ætli að láta til sín taka. Ríkisútvarpið er gott fyrir sinn hatt og fáir efast um tilverurétt þess. En tímabært er að marka því skýrari ramma, sníða dagskrá þess að þörfum dagsins í dag. Byrja mætti á að spara háar fjárhæðir í innkaupum á erlendu efni og létta einkastöðvum lífið með því að hætta yfirboðum í innkaupum. Erfitt er að sætta sig við að ríkisstyrkt stofnun standi í slíku og furðulegt að engin lög nái yfir slíkt hátterni. Stofnunin fær 4 milljarða frá ríkinu og rúma tvo til viðbótar á auglýsingamarkaði. Samkeppnin er rammskökk. Fjölmiðlanefnd ætti að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að eltast við tittlingaskít öllum til ama.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun