Mannréttindi? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Málefni okkar minnstu bræðra eru í brennidepli. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með sinnuleysi sínu um húsnæðismál utangarðsfólks brotið gegn 76. grein stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegum mannréttindareglum. Niðurstaða umboðsmanns er verulegur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Reykjavíkurborgar og munu þreytandi yfirlýsingar þeirra um manngæsku sína umfram aðra stjórnmálaflokka hljóma holar framvegis. Þessi mannréttindabrot áttu sér stað fyrir framan nefið á starfsmönnum Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Þeim til varnar þá hafa þeir undanfarna mánuði verið kirfilega uppteknir við að finna lausnir á kynjaskiptingu klósetta í ráðhúsinu, en eins og þekkt er hefur borgin margbrotið mannréttindi með því að skipta klósettum í karla- og kvennaklósett. Það var því ekki nema von að Mannréttindaskrifstofan væri ekki að sinna húsnæðisvanda heimilislausra á meðan stóra klósettmálið er óleyst. Hvernig gat það gerst að Reykjavíkurborg, sem eitt sveitarfélaga rekur mannréttindaskrifstofu, komst upp með það að brjóta mannréttindi á utangarðsfólki eins og Umboðsmaður bendir á, án þess að þessi sama mannréttindaskrifstofa hafi æmt eða skræmt? Getur verið að áhugi Mannréttindaskrifstofunnar á mannréttindum sé sértækur og nái illa til hópa sem eiga sér ekki málsvara eins og utangarðsfólks? Eru sum mannréttindi „politically correct“ og önnur minna? Auðvitað útilokar ekki áhersla á einn þátt mannréttinda annan. En mikið væri gaman ef einhver fréttamaður í góðu stuði tæki viðtal við mannréttindastjóra Mannréttindaskrifstofunnar og spyrði í fullri vinsemd hvernig þeim gat yfirsést þessi mannréttindabrot á fátæku fólki og hvernig það gat gerst að Mannréttindaskrifstofan hafði meiri áhyggjur af kynjaskiptingu klósetta heldur en af þeim grundvallarmannréttindum að fólk hafi þak yfir höfuðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Málefni okkar minnstu bræðra eru í brennidepli. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með sinnuleysi sínu um húsnæðismál utangarðsfólks brotið gegn 76. grein stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegum mannréttindareglum. Niðurstaða umboðsmanns er verulegur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Reykjavíkurborgar og munu þreytandi yfirlýsingar þeirra um manngæsku sína umfram aðra stjórnmálaflokka hljóma holar framvegis. Þessi mannréttindabrot áttu sér stað fyrir framan nefið á starfsmönnum Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Þeim til varnar þá hafa þeir undanfarna mánuði verið kirfilega uppteknir við að finna lausnir á kynjaskiptingu klósetta í ráðhúsinu, en eins og þekkt er hefur borgin margbrotið mannréttindi með því að skipta klósettum í karla- og kvennaklósett. Það var því ekki nema von að Mannréttindaskrifstofan væri ekki að sinna húsnæðisvanda heimilislausra á meðan stóra klósettmálið er óleyst. Hvernig gat það gerst að Reykjavíkurborg, sem eitt sveitarfélaga rekur mannréttindaskrifstofu, komst upp með það að brjóta mannréttindi á utangarðsfólki eins og Umboðsmaður bendir á, án þess að þessi sama mannréttindaskrifstofa hafi æmt eða skræmt? Getur verið að áhugi Mannréttindaskrifstofunnar á mannréttindum sé sértækur og nái illa til hópa sem eiga sér ekki málsvara eins og utangarðsfólks? Eru sum mannréttindi „politically correct“ og önnur minna? Auðvitað útilokar ekki áhersla á einn þátt mannréttinda annan. En mikið væri gaman ef einhver fréttamaður í góðu stuði tæki viðtal við mannréttindastjóra Mannréttindaskrifstofunnar og spyrði í fullri vinsemd hvernig þeim gat yfirsést þessi mannréttindabrot á fátæku fólki og hvernig það gat gerst að Mannréttindaskrifstofan hafði meiri áhyggjur af kynjaskiptingu klósetta heldur en af þeim grundvallarmannréttindum að fólk hafi þak yfir höfuðið.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun