Ekkert að sækja Hörður Ægisson skrifar 24. ágúst 2018 07:00 Ísland er í dauðafæri. Með þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu, sem endurspeglast einkum í viðvarandi viðskiptaafgangi, jákvæðri eignastöðu þjóðarbúsins við útlönd og miklum sparnaði heimila og fyrirtækja, hafa raunvextir lækkað verulega á síðustu árum. Með sama framhaldi er raunhæft að ætla að Ísland geti farið að þokast í átt til þess að verða líkara lágvaxtalöndum. Fyrir íslensk heimili myndi slíkt þýða meiriháttar kjarabætur til lengri tíma. Hvort það takist mun að stórum hluta ráðast af þróun á vinnumarkaði á komandi misserum. Þar eru sannarlega blikur á lofti. Það er ekkert nýtt að flestir vilji fá allt – meðal annars hærri laun, lægri vexti, minni hækkanir fasteignaverðs – fyrir ekkert. Samhengi hlutanna er hins vegar iðulega flóknara. Tugprósenta launahækkanir, á sama tíma og samkeppnishæfni flestra fyrirtækja hefur rýrnað stórkostlega á skömmum tíma, myndu þannig valda aukinni verðbólgu, enn meiri hækkunum á fasteignamarkaði og hærri vöxtum en ella. Niðurstaðan væri skert lífskjör fyrir meginþorra almennings. Þetta ætti að blasa við öllu sanngjörnu fólki. Það er áhyggjuefni að flestir þeir sem sjá ástæðu til að bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum hafa lítinn áhuga á að skilja hvað veldur því að þeir eru hærri hér á landi. Stöðugleiki á vinnumarkaði, ábyrgur ríkisrekstur og launaþróun í samræmi við framleiðni skiptir hvað mestu um að raunvextir þar hafa sögulega séð verið lægri en á Íslandi. Þær kröfur sem heyrast í aðdraganda kjarasamninga í vetur væru ekki til þess fallnar að breyta þessari stöðu. Öðru nær. Yfirlýsingar forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu bera þess merki að þeir muni kannski fremur beina kröfum sínum að stjórnvöldum en atvinnurekendum. Það kann að vera góðs viti ef rétt reynist. Þótt ljóst sé að ríkisstjórnin hefur ekki beinu hlutverki að gegna í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði, enda ekki hennar að hafa skoðun á því hversu mikið svigrúm sé þar mögulega fyrir launahækkanir, þá getur hún lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir því að samningar náist sem ógna ekki stöðugleika. Þar ætti einkum tvennt að koma til greina hjá stjórnvöldum. Annars vegar markvissar aðgerðir til að draga úr framboðsvanda á fasteignamarkaði, meðal annars að einfalda til muna regluverkið um húsnæðis- og byggingarmál, og hins vegar að lækka tryggingagjaldið hraðar en áformað er til að stemma stigu við því að launakostnaður fyrirtækja fari að stórum hluta út í verðlag. Hagkerfið stendur á tímamótum. Eftir miklar nafnlaunahækkanir og gengisstyrkingu krónunnar er Ísland líklega orðið að dýrasta landi í heimi. Afleiðingarnar eru skert samkeppnishæfni og versnandi afkoma fyrirtækja sem eru í auknum mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana til að mæta vaxandi kostnaði, ekki hvað síst vegna hárra launa í alþjóðlegum samanburði. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, benti af þessu tilefni á hið augljóslega í Fréttablaðinu í gær: „Staðan er sú að það er lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja.“ Undir þá skoðun má taka. Ganga verður út frá því að allir aðilar vinnumarkaðarins sýni skynsemi og ábyrgð í komandi kjaraviðræðum með það helst að markmiði að verja þann mikla lífskjarabata sem áunnist hefur síðustu ár. Fáir munu hins vegar þora að veðja á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Kjaramál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Ísland er í dauðafæri. Með þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu, sem endurspeglast einkum í viðvarandi viðskiptaafgangi, jákvæðri eignastöðu þjóðarbúsins við útlönd og miklum sparnaði heimila og fyrirtækja, hafa raunvextir lækkað verulega á síðustu árum. Með sama framhaldi er raunhæft að ætla að Ísland geti farið að þokast í átt til þess að verða líkara lágvaxtalöndum. Fyrir íslensk heimili myndi slíkt þýða meiriháttar kjarabætur til lengri tíma. Hvort það takist mun að stórum hluta ráðast af þróun á vinnumarkaði á komandi misserum. Þar eru sannarlega blikur á lofti. Það er ekkert nýtt að flestir vilji fá allt – meðal annars hærri laun, lægri vexti, minni hækkanir fasteignaverðs – fyrir ekkert. Samhengi hlutanna er hins vegar iðulega flóknara. Tugprósenta launahækkanir, á sama tíma og samkeppnishæfni flestra fyrirtækja hefur rýrnað stórkostlega á skömmum tíma, myndu þannig valda aukinni verðbólgu, enn meiri hækkunum á fasteignamarkaði og hærri vöxtum en ella. Niðurstaðan væri skert lífskjör fyrir meginþorra almennings. Þetta ætti að blasa við öllu sanngjörnu fólki. Það er áhyggjuefni að flestir þeir sem sjá ástæðu til að bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum hafa lítinn áhuga á að skilja hvað veldur því að þeir eru hærri hér á landi. Stöðugleiki á vinnumarkaði, ábyrgur ríkisrekstur og launaþróun í samræmi við framleiðni skiptir hvað mestu um að raunvextir þar hafa sögulega séð verið lægri en á Íslandi. Þær kröfur sem heyrast í aðdraganda kjarasamninga í vetur væru ekki til þess fallnar að breyta þessari stöðu. Öðru nær. Yfirlýsingar forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu bera þess merki að þeir muni kannski fremur beina kröfum sínum að stjórnvöldum en atvinnurekendum. Það kann að vera góðs viti ef rétt reynist. Þótt ljóst sé að ríkisstjórnin hefur ekki beinu hlutverki að gegna í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði, enda ekki hennar að hafa skoðun á því hversu mikið svigrúm sé þar mögulega fyrir launahækkanir, þá getur hún lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir því að samningar náist sem ógna ekki stöðugleika. Þar ætti einkum tvennt að koma til greina hjá stjórnvöldum. Annars vegar markvissar aðgerðir til að draga úr framboðsvanda á fasteignamarkaði, meðal annars að einfalda til muna regluverkið um húsnæðis- og byggingarmál, og hins vegar að lækka tryggingagjaldið hraðar en áformað er til að stemma stigu við því að launakostnaður fyrirtækja fari að stórum hluta út í verðlag. Hagkerfið stendur á tímamótum. Eftir miklar nafnlaunahækkanir og gengisstyrkingu krónunnar er Ísland líklega orðið að dýrasta landi í heimi. Afleiðingarnar eru skert samkeppnishæfni og versnandi afkoma fyrirtækja sem eru í auknum mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana til að mæta vaxandi kostnaði, ekki hvað síst vegna hárra launa í alþjóðlegum samanburði. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, benti af þessu tilefni á hið augljóslega í Fréttablaðinu í gær: „Staðan er sú að það er lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja.“ Undir þá skoðun má taka. Ganga verður út frá því að allir aðilar vinnumarkaðarins sýni skynsemi og ábyrgð í komandi kjaraviðræðum með það helst að markmiði að verja þann mikla lífskjarabata sem áunnist hefur síðustu ár. Fáir munu hins vegar þora að veðja á það.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun