Heimur Míu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Fyrir framan hús í Brautarholti stóð á dögunum lítil stúlka, sennilega tæplega tveggja ára gömul, og horfði heilluð í gegnum hvítt rimlagrindverk meðan faðir hennar stóð þolinmóður hjá. Þau stóðu þarna dágóða stund og allan tímann horfði dóttirin, Mía, einbeitt í sömu átt. Þeir fullorðnu sem hefðu leitast við að setja sig í spor Míu litlu og kannað hvað heillaði hana svo mjög hefðu ekki séð neitt sérlega spennandi. Mía var bara að horfa á grasbreiðu fyrir framan hús. Það var ekkert sérstakt við þetta gras, það var reyndar mikið en afskaplega venjulegt eins og gras er í hugum flestra. Ef einhver hefði verið skikkaður til að finna eitthvað lofsvert við grasið hefði viðkomandi sennilega helst sagt, eftir nokkra umhugsun, að það væri fallega grænt, en hefði svo sem ekki mikið annað til málanna að leggja. Mía litla er svo lánsöm að hafa hæfileika til að hrífast af því einfalda og það svo mjög að hún horfði einbeitt á hversdagslegt gras í dágóðan tíma og var alsæl með það sem hún sá. Hún var ekkert að flýta sér heldur naut stundarinnar. Það má margt læra af Míu. Eins og til dæmis það að staldra við og njóta og gefa sér dágóðan tíma til þess. Mía er svo ung og forvitin að hún er enn upptekin af umhverfi sínu og sér alls kyns undur í því hversdagslega og fegurð í því sem flestir veita litla sem enga athygli. Ástæða er til að ætla að vegna ungs aldurs hafi Mía ekki fengið snjalltæki í sínar litlu hendur. Tæki sem laðar eigandann að sér þannig að hann grúfir sig yfir það við öll möguleg tækifæri og glápir á það löngum stundum og er meinilla við að skilja það við sig. Eigandanum væri nær að leggja frá sér tækið og virða fyrir sér einföld náttúruundur, eins og gras og ský. Ef nútímamaðurinn gerði meira af því að njóta hins einfalda myndi vellíðan hans sennilega aukast þó nokkuð. Það veitir sannarlega ekki af. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að hinn dæmigerði nútímamaður þjáist af kvíða og streitu og á jafnvel erfitt með einbeitingu, enda býr hann við sífellt áreiti. Hann er vinnulúinn og glímir við kulnun í starfi. Um leið er hann umvafinn tækjum og tólum sem eiga að gera líf hans auðveldara og gera það upp að vissu marki en geta samt ekki fært honum hina mjög svo eftirsóknarverðu hugarró. Á sama tíma þarf nútímamaðurinn að lifa við þá staðreynd að hann hefur hagað sér svo óvarlega og kæruleysislega að loftslagsbreytingar af hans völdum eru að valda ólýsanlegum hörmungum sem eiga enn eftir að færast í aukana. Það er svo sem engin sérstök ástæða til að vera yfirmáta bjartsýnn fyrir hönd mannkynsins, sem er komið nokkuð á veg með að tortíma sjálfu sér. Það er þó ekki alveg vonlaust að bjarga megi heiminum. Það verður helst gert ef nýjar kynslóðir kjósa aðra og betri vegferð en þá sem nú er farin. Í því felst ekki síst að standa með náttúrunni, virða hana og vernda og gefa sér um leið tíma til að njóta hennar heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir framan hús í Brautarholti stóð á dögunum lítil stúlka, sennilega tæplega tveggja ára gömul, og horfði heilluð í gegnum hvítt rimlagrindverk meðan faðir hennar stóð þolinmóður hjá. Þau stóðu þarna dágóða stund og allan tímann horfði dóttirin, Mía, einbeitt í sömu átt. Þeir fullorðnu sem hefðu leitast við að setja sig í spor Míu litlu og kannað hvað heillaði hana svo mjög hefðu ekki séð neitt sérlega spennandi. Mía var bara að horfa á grasbreiðu fyrir framan hús. Það var ekkert sérstakt við þetta gras, það var reyndar mikið en afskaplega venjulegt eins og gras er í hugum flestra. Ef einhver hefði verið skikkaður til að finna eitthvað lofsvert við grasið hefði viðkomandi sennilega helst sagt, eftir nokkra umhugsun, að það væri fallega grænt, en hefði svo sem ekki mikið annað til málanna að leggja. Mía litla er svo lánsöm að hafa hæfileika til að hrífast af því einfalda og það svo mjög að hún horfði einbeitt á hversdagslegt gras í dágóðan tíma og var alsæl með það sem hún sá. Hún var ekkert að flýta sér heldur naut stundarinnar. Það má margt læra af Míu. Eins og til dæmis það að staldra við og njóta og gefa sér dágóðan tíma til þess. Mía er svo ung og forvitin að hún er enn upptekin af umhverfi sínu og sér alls kyns undur í því hversdagslega og fegurð í því sem flestir veita litla sem enga athygli. Ástæða er til að ætla að vegna ungs aldurs hafi Mía ekki fengið snjalltæki í sínar litlu hendur. Tæki sem laðar eigandann að sér þannig að hann grúfir sig yfir það við öll möguleg tækifæri og glápir á það löngum stundum og er meinilla við að skilja það við sig. Eigandanum væri nær að leggja frá sér tækið og virða fyrir sér einföld náttúruundur, eins og gras og ský. Ef nútímamaðurinn gerði meira af því að njóta hins einfalda myndi vellíðan hans sennilega aukast þó nokkuð. Það veitir sannarlega ekki af. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að hinn dæmigerði nútímamaður þjáist af kvíða og streitu og á jafnvel erfitt með einbeitingu, enda býr hann við sífellt áreiti. Hann er vinnulúinn og glímir við kulnun í starfi. Um leið er hann umvafinn tækjum og tólum sem eiga að gera líf hans auðveldara og gera það upp að vissu marki en geta samt ekki fært honum hina mjög svo eftirsóknarverðu hugarró. Á sama tíma þarf nútímamaðurinn að lifa við þá staðreynd að hann hefur hagað sér svo óvarlega og kæruleysislega að loftslagsbreytingar af hans völdum eru að valda ólýsanlegum hörmungum sem eiga enn eftir að færast í aukana. Það er svo sem engin sérstök ástæða til að vera yfirmáta bjartsýnn fyrir hönd mannkynsins, sem er komið nokkuð á veg með að tortíma sjálfu sér. Það er þó ekki alveg vonlaust að bjarga megi heiminum. Það verður helst gert ef nýjar kynslóðir kjósa aðra og betri vegferð en þá sem nú er farin. Í því felst ekki síst að standa með náttúrunni, virða hana og vernda og gefa sér um leið tíma til að njóta hennar heilshugar.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun