Enski boltinn

Stjóri Jóhanns ósáttur með völlinn í Grikklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sean Dyche, stjóri Burnley, er ekki sáttur með völlinn sem liðið spilar á í kvöld er liðið mætir Olympiakos í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fer fram í Grikklandi í kvöld en sigurvegarinn úr þessari rimmu spilar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur.

„Þetta er ekki frábær völlur en við vissum það áður en við komum. Okkur var gert grein fyrir því að við hefðum mögulega þurft að æfa annarsstaðar sem er að jafnaði ekki gott en í lagi,” sagði Dyche.

„Æfingin í gær var þó bara til þess að ná þreytu úr mönnum. Við æfum svo á fimmtudagsmorgun en augljósa ekki á þessum velli. Þetta er völlur sem verður athyglisvert að sjá leik fara fram á.”

„Þetta er ekki tilvalið en til þess að vera sanngjarn þá held ég að félagið vilji ekki hafa hann svona. Við höfum ekki of miklar áhyggjur af þessu. Þetta er áskorun en öll keppnin er áskorun.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×