Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Stefán Karl Stefánsson leikari er fallinn frá. Fréttablaðið/Andri Marinó Stefán Karl Stefánsson leikari lést í gær, 43 ára gamall, eftir áralanga baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns, leikkona og ritstjóri, greindi frá þessu í gær en hann lætur eftir sig fjögur börn. Á sinni of stuttu ævi gat Stefán Karl sér gott orð sem leikari. Jafnt hér á landi sem utan landsteinanna. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999 og lék meðal annars í Kirsuberjagarðinum og Gullna hliðinu og vakti mikla lukku með Hilmi Snæ Guðnasyni í þrígang í sýningunni Með fulla vasa af grjóti. Þá sýningu sýndu þeir tíu sinnum á síðasta ári þegar Stefán Karl var nýkominn á fætur eftir erfiða skurðaðgerð. Stefán Karl er þó vafalítið þekktastur fyrir túlkun sína á Glanna glæp, erkióvini Íþróttaálfsins í Latabæ. Lék hann Glanna bæði á sviði og í sjónvarpsþáttunum Lazy Town sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um heim. Þá aflaði Stefán Karl sér einnig mikilla vinsælda og fjölda aðdáenda þegar hann lék Trölla sem stal jólunum í Bandaríkjunum og Kanada.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóriAri Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir Stefán Karl hafa verið ótrúlegan snilling. „Ég byrjaði að leika með Stebba í Litlu hryllingsbúðinni, þá var hann nýútskrifaður úr leiklistarskólanum. Hann var fenómenal snillingur, hann Stebbi minn. Ég er algjörlega miður mín.“ Aukinheldur segir Ari að Stefán Karl hafi verið „ótrúlega dýrmætur listamaður og hæfileikaríkur“. Hann tekur dæmi um að eitt sinn hafi Bubbi Morthens, sem söng fyrir plöntuna Auði 2, verið tvíbókaður. Stefán Karl, sem lék þá tannlækninn Brodda sadó og fjölda annarra hlutverka, tók þá á sig að syngja fyrir plöntuna sömuleiðis. „Þetta var alveg ótrúlegt vegna þess að það átti ekkert að vera hægt,“ segir hann. Ari nefnir einnig sérstaklega vinnu Stefáns Karls gegn einelti. „Þetta er maður sem opnaði á umræðu um einelti um aldamótin og flutti ofboðslegan fjölda fyrirlestra um það. Stebbi var þannig maður að hann opnaði á þessa umræðu og stofnaði Regnbogabörn.“ Í yfirlýsingu Steinunnar Ólínu í gær kom fram að að ósk Stefáns Karls verði engin jarðarför. Jarðneskum leifum hans verði dreift í kyrrþey á úthafi fjær. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson leikari lést í gær, 43 ára gamall, eftir áralanga baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns, leikkona og ritstjóri, greindi frá þessu í gær en hann lætur eftir sig fjögur börn. Á sinni of stuttu ævi gat Stefán Karl sér gott orð sem leikari. Jafnt hér á landi sem utan landsteinanna. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999 og lék meðal annars í Kirsuberjagarðinum og Gullna hliðinu og vakti mikla lukku með Hilmi Snæ Guðnasyni í þrígang í sýningunni Með fulla vasa af grjóti. Þá sýningu sýndu þeir tíu sinnum á síðasta ári þegar Stefán Karl var nýkominn á fætur eftir erfiða skurðaðgerð. Stefán Karl er þó vafalítið þekktastur fyrir túlkun sína á Glanna glæp, erkióvini Íþróttaálfsins í Latabæ. Lék hann Glanna bæði á sviði og í sjónvarpsþáttunum Lazy Town sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um heim. Þá aflaði Stefán Karl sér einnig mikilla vinsælda og fjölda aðdáenda þegar hann lék Trölla sem stal jólunum í Bandaríkjunum og Kanada.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóriAri Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir Stefán Karl hafa verið ótrúlegan snilling. „Ég byrjaði að leika með Stebba í Litlu hryllingsbúðinni, þá var hann nýútskrifaður úr leiklistarskólanum. Hann var fenómenal snillingur, hann Stebbi minn. Ég er algjörlega miður mín.“ Aukinheldur segir Ari að Stefán Karl hafi verið „ótrúlega dýrmætur listamaður og hæfileikaríkur“. Hann tekur dæmi um að eitt sinn hafi Bubbi Morthens, sem söng fyrir plöntuna Auði 2, verið tvíbókaður. Stefán Karl, sem lék þá tannlækninn Brodda sadó og fjölda annarra hlutverka, tók þá á sig að syngja fyrir plöntuna sömuleiðis. „Þetta var alveg ótrúlegt vegna þess að það átti ekkert að vera hægt,“ segir hann. Ari nefnir einnig sérstaklega vinnu Stefáns Karls gegn einelti. „Þetta er maður sem opnaði á umræðu um einelti um aldamótin og flutti ofboðslegan fjölda fyrirlestra um það. Stebbi var þannig maður að hann opnaði á þessa umræðu og stofnaði Regnbogabörn.“ Í yfirlýsingu Steinunnar Ólínu í gær kom fram að að ósk Stefáns Karls verði engin jarðarför. Jarðneskum leifum hans verði dreift í kyrrþey á úthafi fjær.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15