Sport

Helgi nældi í brons og Jón Margeir í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helgi kastar spjótinu.
Helgi kastar spjótinu. vísir/ernir
Helgi Sveinsson nældi sér í bronsverðlaun á EM fatlaðra en keppt er í Berlín. Helgi er einn margra Íslendinga sem keppir á mótinu.

Helgi kastaði spjótinu 51,51 metra og það dugði til brons. Tony Falelavaki hirti gullið en hann kastaði 52,39 metra en síðustu tvö ár hefur Helgi unnið gullið í þessum flokki.

Hulda Sigurjónsdóttir keppti í kúluvarpi kvenna en hún endaði í sjöunda sæti með kasti upp á 9,40 metra. Sigurvegarinn kastaði 13,30 metra og það var Sabrina Fortune.

Jón Margeir Sverrisson, sem hætti í sundi á síðasta ári og byrjaði að hlaupa, er kominn í úrslit í 400 metra hlaupi.

Hann hljóp í undanriðlinum á 57,29 sekúndum og fer í úrslitin á áttunda og síðasta besta tímanum en úrslitin fara fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×