Silfurstrákar bjuggust við að ná langt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2018 07:30 Haukur Þrastarson, besti leikmaður mótsins, með silfrið í gær. fréttablaðið/eyþór Leikmenn og þjálfarar U-18 ára liðs karla í handbolta sem vann til silfurverðlauna á EM í Króatíu um helgina komu til landsins í gær. Strákarnir fengu góðar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ þar sem haldið var hóf þeim til heiðurs. „Þetta var frábært þótt það sitji enn í manni að hafa ekki klárað úrslitaleikinn,“ segir Dagur Gautason, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið. Þetta eru fimmtu verðlaunin sem íslenskt karlalið vinnur til á stórmóti yngri landsliða. Árið 1993 vann Ísland til bronsverðlauna á HM U-21 árs í Egyptalandi. Í því liði voru leikmenn á borð við Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson og Patrek Jóhannesson. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson fóru fyrir íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. Heimir Ríkharðsson stýrði U-18 ára liðinu þá, líkt og hann gerir í dag. Árið 2009 lenti Ísland í 2. sæti á HM U-18 ára og sex árum síðar í 3. sæti á sama móti. Fimmti í úrvalsliði Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður EM 2018 en Selfyssingurinn átti frábæra leiki í Króatíu. Hann var jafnframt þriðji markahæsti leikmaður mótsins. Þá var Dagur valinn í úrvalslið EM. Hornamaðurinn snjalli frá KA skoraði fjögur mörk í úrslitaleiknum gegn Svíþjóð og 29 mörk alls á mótinu. „Þetta kom svolítið á óvart en ég er mjög stoltur,“ segir Dagur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem er valinn í úrvalslið stórmóta yngri landsliða karla. Ásgeir Örn og Arnór voru valdir í úrvalslið EM U-18 ára 2003, Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson í úrvalslið HM U-18 ára 2009 og Óðinn Þór Ríkharðsson í úrvalslið HM U-18 ára 2015. Fyrir utan Hauk er Viktor Gísli Hallgrímsson sennilega þekktasta nafnið í íslenska silfurliðinu. Hann hefur varið mark Fram undanfarin tvö tímabil og vakið athygli fyrir góða frammistöðu. Viktor segir að íslensku strákarnir hafi fyrirfram verið nokkuð bjartsýnir á að ná góðum árangri á EM í Króatíu. Þýskaland gott viðmið „Við bjuggumst alveg við að ná langt. Þýskaland er með sterkari liðum í þessum aldursflokki og við höfum alltaf strítt þeim. Það var gott viðmið,“ segir Viktor en Ísland vann Þýskaland, 22-23, í fyrri leik sínum í milliriðli. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér sæti í undanúrslitum þar sem það vann heimalið Króatíu, 30-26. Viktor var nokkuð ánægður með frammistöðu sína á EM. „Ég var mjög sáttur með byrjunina en ég hefði mátt verja fleiri skot í síðustu tveimur leikjunum,“ segir Viktor að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. 20. ágúst 2018 10:30 Tekið á móti silfurhöfunum í dag: „Kom mér ekki á óvart“ Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri fékk varmar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ er liðið kom heim með silfrið frá EM í Króatíu. 20. ágúst 2018 21:45 Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Danskur úrvalsdeildarleikmaður sem fylgist vel með hefur aldrei séð annað eins. 20. ágúst 2018 09:00 Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Leikmenn og þjálfarar U-18 ára liðs karla í handbolta sem vann til silfurverðlauna á EM í Króatíu um helgina komu til landsins í gær. Strákarnir fengu góðar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ þar sem haldið var hóf þeim til heiðurs. „Þetta var frábært þótt það sitji enn í manni að hafa ekki klárað úrslitaleikinn,“ segir Dagur Gautason, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið. Þetta eru fimmtu verðlaunin sem íslenskt karlalið vinnur til á stórmóti yngri landsliða. Árið 1993 vann Ísland til bronsverðlauna á HM U-21 árs í Egyptalandi. Í því liði voru leikmenn á borð við Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson og Patrek Jóhannesson. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson fóru fyrir íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. Heimir Ríkharðsson stýrði U-18 ára liðinu þá, líkt og hann gerir í dag. Árið 2009 lenti Ísland í 2. sæti á HM U-18 ára og sex árum síðar í 3. sæti á sama móti. Fimmti í úrvalsliði Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður EM 2018 en Selfyssingurinn átti frábæra leiki í Króatíu. Hann var jafnframt þriðji markahæsti leikmaður mótsins. Þá var Dagur valinn í úrvalslið EM. Hornamaðurinn snjalli frá KA skoraði fjögur mörk í úrslitaleiknum gegn Svíþjóð og 29 mörk alls á mótinu. „Þetta kom svolítið á óvart en ég er mjög stoltur,“ segir Dagur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem er valinn í úrvalslið stórmóta yngri landsliða karla. Ásgeir Örn og Arnór voru valdir í úrvalslið EM U-18 ára 2003, Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson í úrvalslið HM U-18 ára 2009 og Óðinn Þór Ríkharðsson í úrvalslið HM U-18 ára 2015. Fyrir utan Hauk er Viktor Gísli Hallgrímsson sennilega þekktasta nafnið í íslenska silfurliðinu. Hann hefur varið mark Fram undanfarin tvö tímabil og vakið athygli fyrir góða frammistöðu. Viktor segir að íslensku strákarnir hafi fyrirfram verið nokkuð bjartsýnir á að ná góðum árangri á EM í Króatíu. Þýskaland gott viðmið „Við bjuggumst alveg við að ná langt. Þýskaland er með sterkari liðum í þessum aldursflokki og við höfum alltaf strítt þeim. Það var gott viðmið,“ segir Viktor en Ísland vann Þýskaland, 22-23, í fyrri leik sínum í milliriðli. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér sæti í undanúrslitum þar sem það vann heimalið Króatíu, 30-26. Viktor var nokkuð ánægður með frammistöðu sína á EM. „Ég var mjög sáttur með byrjunina en ég hefði mátt verja fleiri skot í síðustu tveimur leikjunum,“ segir Viktor að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. 20. ágúst 2018 10:30 Tekið á móti silfurhöfunum í dag: „Kom mér ekki á óvart“ Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri fékk varmar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ er liðið kom heim með silfrið frá EM í Króatíu. 20. ágúst 2018 21:45 Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Danskur úrvalsdeildarleikmaður sem fylgist vel með hefur aldrei séð annað eins. 20. ágúst 2018 09:00 Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. 20. ágúst 2018 10:30
Tekið á móti silfurhöfunum í dag: „Kom mér ekki á óvart“ Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri fékk varmar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ er liðið kom heim með silfrið frá EM í Króatíu. 20. ágúst 2018 21:45
Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Danskur úrvalsdeildarleikmaður sem fylgist vel með hefur aldrei séð annað eins. 20. ágúst 2018 09:00
Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30
Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30