Sveitarfélögin skora – boltinn hjá Alþingi Erna Reynisdóttir skrifar 21. ágúst 2018 07:45 Nú fer sá tími í hönd þegar grunnskólabörn og forráðamenn þeirra hafa flykkst í ritfangaverslanir með innkaupalista í hendi með tilheyrandi streitu og fjárútlátum. En ekki þetta haustið. Nú munu grunnskólabörn víðast hvar fá skólagögnin sín afhent þegar þau mæta í skólann. Komist verður hjá samanburði meðal barnanna – því allir fá eins. Jafnframt má gera ráð fyrir að nýtnin verði betri með þessu fyrirkomulagi og sóun því minni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa undanfarin misseri haft frumkvæði að því að skora á yfirvöld að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að afnema kostnaðarþátttöku grunnskólabarna vegna skólagagna og hins vegar til stjórnvalda um að afnema möguleikann á slíkri gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Samkvæmt nýlegri samantekt Barnaheilla njóta nú svo til öll grunnskólabörn á Íslandi gjaldfrjálsrar grunnmenntunar frá og með því skólaári sem nú er að hefjast. Fjöldi foreldra hefur haft samband við samtökin og þakkað fyrir þetta framtak og því ljóst að þessi breyting skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur grunnskólabarna, ekki síst barnmargar fjölskyldur. Setningar eins og „svo mikið jafnréttismál“, „okkur munar alveg um tíu þúsund krónurnar“ og „á eftir að bæta líðan barna“ segja allt sem segja þarf um mikilvægi þessa baráttumáls. Búast má við að einhverjir byrjunarörðugleikar verði og því mikilvægt að heimilin og skólinn hjálpist að og sýni hvort öðru þolinmæði og skilning og láti það ekki bitna á börnunum ef einhverjir hnökrar eru á innleiðingu þessa fyrirkomulags. Barnaheill hvetja forráðamenn grunnskólabarna til að vera vakandi fyrir því að staðið sé við gefin loforð. Jafnframt hvetja samtökin þá sem búa í þeim örfáu sveitarfélögum sem ekki hafa stigið þetta skref til að skora á sveitarstjórnir sínar að afnema kostnaðarþátttöku eins fljótt og kostur er. Í 28. grein Barnasáttmálans er kveðið á um að grunnmenntun eigi að vera börnum endurgjaldslaus og það ber að virða. Við hjá Barnaheillum munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en Alþingi hefur breytt 31. grein grunnskólalaga á þann veg að enginn vafi leiki á að kostnaðarþátttaka heimilanna í skólagögnum sé óheimil. Það er jafnréttismál að tryggja til framtíðar að öll börn sitji við sama borð varðandi þennan kostnað óháð búsetu. Barnaheill byggja allt sitt starf á frjálsum framlögum og styrkjum. Nánari upplýsingar um verkefni Barnaheilla og hvernig má styðja við þau er að finna á vefsíðu samtakanna, www.barnaheill.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nú fer sá tími í hönd þegar grunnskólabörn og forráðamenn þeirra hafa flykkst í ritfangaverslanir með innkaupalista í hendi með tilheyrandi streitu og fjárútlátum. En ekki þetta haustið. Nú munu grunnskólabörn víðast hvar fá skólagögnin sín afhent þegar þau mæta í skólann. Komist verður hjá samanburði meðal barnanna – því allir fá eins. Jafnframt má gera ráð fyrir að nýtnin verði betri með þessu fyrirkomulagi og sóun því minni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa undanfarin misseri haft frumkvæði að því að skora á yfirvöld að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að afnema kostnaðarþátttöku grunnskólabarna vegna skólagagna og hins vegar til stjórnvalda um að afnema möguleikann á slíkri gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Samkvæmt nýlegri samantekt Barnaheilla njóta nú svo til öll grunnskólabörn á Íslandi gjaldfrjálsrar grunnmenntunar frá og með því skólaári sem nú er að hefjast. Fjöldi foreldra hefur haft samband við samtökin og þakkað fyrir þetta framtak og því ljóst að þessi breyting skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur grunnskólabarna, ekki síst barnmargar fjölskyldur. Setningar eins og „svo mikið jafnréttismál“, „okkur munar alveg um tíu þúsund krónurnar“ og „á eftir að bæta líðan barna“ segja allt sem segja þarf um mikilvægi þessa baráttumáls. Búast má við að einhverjir byrjunarörðugleikar verði og því mikilvægt að heimilin og skólinn hjálpist að og sýni hvort öðru þolinmæði og skilning og láti það ekki bitna á börnunum ef einhverjir hnökrar eru á innleiðingu þessa fyrirkomulags. Barnaheill hvetja forráðamenn grunnskólabarna til að vera vakandi fyrir því að staðið sé við gefin loforð. Jafnframt hvetja samtökin þá sem búa í þeim örfáu sveitarfélögum sem ekki hafa stigið þetta skref til að skora á sveitarstjórnir sínar að afnema kostnaðarþátttöku eins fljótt og kostur er. Í 28. grein Barnasáttmálans er kveðið á um að grunnmenntun eigi að vera börnum endurgjaldslaus og það ber að virða. Við hjá Barnaheillum munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en Alþingi hefur breytt 31. grein grunnskólalaga á þann veg að enginn vafi leiki á að kostnaðarþátttaka heimilanna í skólagögnum sé óheimil. Það er jafnréttismál að tryggja til framtíðar að öll börn sitji við sama borð varðandi þennan kostnað óháð búsetu. Barnaheill byggja allt sitt starf á frjálsum framlögum og styrkjum. Nánari upplýsingar um verkefni Barnaheilla og hvernig má styðja við þau er að finna á vefsíðu samtakanna, www.barnaheill.is.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun