Gera ráð fyrir að bílaumferð víki fyrir gangandi vegfarendum við Hlemm Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 20:59 Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. Í dag er svæðið kringum Hlemm að mestu undirlagt bílaumferð. Einkabílar og strætisvagnar flæða niður Laugaveg og Hverfisgötu að hluta og auk þess í báðar áttir á Rauðarárstíg. Í tillögum arkitekta að nýju heildarútliti fyrir svæðið er aftur á móti gert ráð fyrir að götur víki í talsverðum mæli og meira rými fari undir gangandi og hjólandi vegfarendur. Tillaga DLD arkitektastofunnar er ein þriggja sem fram komu í hugmyndasamkeppni borgarinnar í vor. Stofurnar Mandaworks og Landslag áttu þar einnig tillögur, en samgöngustjóri borgarinnar segir nýtt deiliskipulag svæðisins taka mið af tillögunum. „Næsta sumar, ef deiliskipulag gengur í gegn í vetur og við getum farið að undirbúa einhverjar framkvæmdir, getum við farið að vinna eitthvað af þessu, en þetta tekur töluverðan tíma,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur. Hann segir ekki standa til að Strætó víki af svæðinu, en þó standi enn til að svæðið umhverfis BSÍ í Vatnsmýri verði að aðalmiðstöð almenningssamgangna á komandi árum. „Hlemmur verður áfram mikilvægur hlekkur í öllu almenningssamgöngukerfi borgarinnar, þó meginskiptikerfið eigi að færast niður á U-reit, þ.e. hjá BSÍ,“ segir Þorsteinn.Vilja skapa aðstæður fyrir lifandi mannlíf Borgaryfirvöld stóðu fyrir samgöngutalningu við Hlemm í sumar þar sem áætlað var að milli klukkan 8 að morgni og 9 á kvöldi færu um 20 þúsund gangandi vegfarendur um svæðið og um 7 þúsund einkabílar. „Við sjáum náttúrulega bara á talningunum í dag að hér er margfalt meira af gangandi vegfarendum sem eiga hér leið um heldur en bílum, svo við ætlum bara að ýta undir og styðja það. Veita sem bestar aðstæður fyrir lifandi mannlíf,“ segir Þorsteinn. En er ekki þrengt um of að einkabílnum í þeim tillögum sem gerðar hafa verið?„Meðal þess sem verið er að skoða hér er að koma fyrir hringtorgi á Snorrabraut við mót Borgartúns og Bríetartúns, þannig að þar opnar önnur tenging sem kæmi þá í staðinn fyrir tenginguna hér, þannig að það er alls ekki að neinu marki verið að þrengja að umferð einkabíla.“ Strætó Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. Í dag er svæðið kringum Hlemm að mestu undirlagt bílaumferð. Einkabílar og strætisvagnar flæða niður Laugaveg og Hverfisgötu að hluta og auk þess í báðar áttir á Rauðarárstíg. Í tillögum arkitekta að nýju heildarútliti fyrir svæðið er aftur á móti gert ráð fyrir að götur víki í talsverðum mæli og meira rými fari undir gangandi og hjólandi vegfarendur. Tillaga DLD arkitektastofunnar er ein þriggja sem fram komu í hugmyndasamkeppni borgarinnar í vor. Stofurnar Mandaworks og Landslag áttu þar einnig tillögur, en samgöngustjóri borgarinnar segir nýtt deiliskipulag svæðisins taka mið af tillögunum. „Næsta sumar, ef deiliskipulag gengur í gegn í vetur og við getum farið að undirbúa einhverjar framkvæmdir, getum við farið að vinna eitthvað af þessu, en þetta tekur töluverðan tíma,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur. Hann segir ekki standa til að Strætó víki af svæðinu, en þó standi enn til að svæðið umhverfis BSÍ í Vatnsmýri verði að aðalmiðstöð almenningssamgangna á komandi árum. „Hlemmur verður áfram mikilvægur hlekkur í öllu almenningssamgöngukerfi borgarinnar, þó meginskiptikerfið eigi að færast niður á U-reit, þ.e. hjá BSÍ,“ segir Þorsteinn.Vilja skapa aðstæður fyrir lifandi mannlíf Borgaryfirvöld stóðu fyrir samgöngutalningu við Hlemm í sumar þar sem áætlað var að milli klukkan 8 að morgni og 9 á kvöldi færu um 20 þúsund gangandi vegfarendur um svæðið og um 7 þúsund einkabílar. „Við sjáum náttúrulega bara á talningunum í dag að hér er margfalt meira af gangandi vegfarendum sem eiga hér leið um heldur en bílum, svo við ætlum bara að ýta undir og styðja það. Veita sem bestar aðstæður fyrir lifandi mannlíf,“ segir Þorsteinn. En er ekki þrengt um of að einkabílnum í þeim tillögum sem gerðar hafa verið?„Meðal þess sem verið er að skoða hér er að koma fyrir hringtorgi á Snorrabraut við mót Borgartúns og Bríetartúns, þannig að þar opnar önnur tenging sem kæmi þá í staðinn fyrir tenginguna hér, þannig að það er alls ekki að neinu marki verið að þrengja að umferð einkabíla.“
Strætó Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent