Þakklátur Bubbi segir rifna slagæð vera ástæðu fjarverunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2018 13:34 Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala og spilar því ekki í Hljómskálagarðinum í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink Rifin slagæð var ástæða þess að tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens gat ekki komið fram með Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Hann segist vera afar þakklátur starfsfólki Landspítalans.Bubbi sendi frá sér yfirlýsingu á laugardaginn þar sem sagðist hafa verið lagður inn á Landspítalann vegna kvilla í nefi og því gæti hann ekki ekki komið fram á tónleikunum. Í gær sagðist hann vera heppinn að vera á lífi en í færslu á Facebook-síðu Bubba í dag fer hann nánar yfir hvað hrjáði hann. „Á fimmtudagsmorgun var ég að reima skóna þegar blóð tók að leka úr nösunum og niður í kok og maga en þetta þróaðist í eitthvað meira en eðlilegt gæti talist,“ skrifar Bubbi. Var hann lagður inn á Landspítalann þar sem hann var sendur í aðgerð en í ljós kom að slagæð hafði rifnað. „Allt gekk vel þessa 4 daga sem ég dvaldi á landspítalanum og sýndi mér enn og aftur hversu ótrúlega gott starfsfólk við höfum, fullt af kærleika og umhyggju þrátt fyrir fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag,“ skrifar Bubbi. Þakkar hann starfsfólki Landspítalans fyrir umhyggjuna og segir hann að læknar og sérfræðingar spítalans séu í fremstu röð en aðgerðin fól í sér að Bubbi var þræddur í gegnum æð í náranum upp í kok og nef þar sem blæðingin var stöðvuð. „Ég þarf að hvíla mig næstu daga og síðan tekur hið venjubundna líf við. Ég er ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa sent mér kveðjur og synir mér að nóg er til af ást og kærleika,“ skrifar Bubbi. Heilbrigðismál Landspítalinn Menningarnótt Tónlist Tengdar fréttir Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi og mun því ekki koma fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði í kvöld. 18. ágúst 2018 16:48 Bubbi segist heppinn að vera enn á lífi Segist hafa drukkið blóð í fjóra daga. 19. ágúst 2018 23:23 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Rifin slagæð var ástæða þess að tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens gat ekki komið fram með Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Hann segist vera afar þakklátur starfsfólki Landspítalans.Bubbi sendi frá sér yfirlýsingu á laugardaginn þar sem sagðist hafa verið lagður inn á Landspítalann vegna kvilla í nefi og því gæti hann ekki ekki komið fram á tónleikunum. Í gær sagðist hann vera heppinn að vera á lífi en í færslu á Facebook-síðu Bubba í dag fer hann nánar yfir hvað hrjáði hann. „Á fimmtudagsmorgun var ég að reima skóna þegar blóð tók að leka úr nösunum og niður í kok og maga en þetta þróaðist í eitthvað meira en eðlilegt gæti talist,“ skrifar Bubbi. Var hann lagður inn á Landspítalann þar sem hann var sendur í aðgerð en í ljós kom að slagæð hafði rifnað. „Allt gekk vel þessa 4 daga sem ég dvaldi á landspítalanum og sýndi mér enn og aftur hversu ótrúlega gott starfsfólk við höfum, fullt af kærleika og umhyggju þrátt fyrir fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag,“ skrifar Bubbi. Þakkar hann starfsfólki Landspítalans fyrir umhyggjuna og segir hann að læknar og sérfræðingar spítalans séu í fremstu röð en aðgerðin fól í sér að Bubbi var þræddur í gegnum æð í náranum upp í kok og nef þar sem blæðingin var stöðvuð. „Ég þarf að hvíla mig næstu daga og síðan tekur hið venjubundna líf við. Ég er ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa sent mér kveðjur og synir mér að nóg er til af ást og kærleika,“ skrifar Bubbi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Menningarnótt Tónlist Tengdar fréttir Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi og mun því ekki koma fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði í kvöld. 18. ágúst 2018 16:48 Bubbi segist heppinn að vera enn á lífi Segist hafa drukkið blóð í fjóra daga. 19. ágúst 2018 23:23 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi og mun því ekki koma fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði í kvöld. 18. ágúst 2018 16:48