Neyðaraðstoðinni við Grikkland lokið Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 11:59 Kreppan hefur gengið nærri Grikkjum. Búist er við því að það muni taka þá áratugi að greiða upp neyðarlánin sem þeir fengu. Vísir/EPA Síðasta hluta neyðarlánaáætlunar Grikkja lauk í dag en björgunarpakkinn sem Evruríkin veittu Grikkjum var sá stærsti í sögunni. Búist er við því að það muni taka Grikki áratugi að greiða upp lánin og hagkerfi landsins er enn fjórðungi smærra en það var fyrir fjármálaáfallið. Síðasti hluti björgunarpakkans nam tæpum 62 milljörðum evra yfir þriggja ára tímabil. Í heild fengu Grikkir lánaða um 289 milljarða evra. Eftir að síðasta hluta lánaáætlunarinnar lauka geta Grikkir nú fengið lánað á markaðsvöxtum í fyrsta skipti í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Óvinsælar niðurskurðaraðgerðir halda þó enn áfram en þær voru eitt skilyrða björgunarpakkans. Þrátt fyrir hægan efnahagsbata er gríska hagkerfið enn 25% smærra en fyrir kreppuna. Aðeins hagkerfi Jemen, Líbíu, Venesúela og Miðbaugs-Gíneu hafa skroppið meira saman síðasta áratuginn. „Frá og með deginum í dag verður komið fram við Grikki eins og hvert annað Evrópusambandsland,“ sagði Pierre Moscovici, efnahags- og fjármálastjóri Evrópusambandsins í tilefni dagsins. Um tíma virtist sem að efnahagshrunið í Grikklandi gæti ógnað tilvist evrusvæðisins. Gengi hennar féll í lægstu lægðir og í kjölfarið lögðust Evruríkin á eitt um að bjarga efnahagi Grikkja með röð neyðarlána árið 2010. Tilgangurinn var að endurfjármagna bankakerfið og standa straum af endurskipulagningu hagkerfisins. Þegar ástandið í Grikklandi var sem verst nam atvinnuleysi um 28%. Nú er það rétt undir 20%. Talið er að um 300.000 Grikkir hafi róið á önnur mið erlendis frá því að kreppan skall á. Skuldir ríkisins nema enn um 180% af þjóðarframleiðslu. Grikkland Líbía Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Síðasta hluta neyðarlánaáætlunar Grikkja lauk í dag en björgunarpakkinn sem Evruríkin veittu Grikkjum var sá stærsti í sögunni. Búist er við því að það muni taka Grikki áratugi að greiða upp lánin og hagkerfi landsins er enn fjórðungi smærra en það var fyrir fjármálaáfallið. Síðasti hluti björgunarpakkans nam tæpum 62 milljörðum evra yfir þriggja ára tímabil. Í heild fengu Grikkir lánaða um 289 milljarða evra. Eftir að síðasta hluta lánaáætlunarinnar lauka geta Grikkir nú fengið lánað á markaðsvöxtum í fyrsta skipti í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Óvinsælar niðurskurðaraðgerðir halda þó enn áfram en þær voru eitt skilyrða björgunarpakkans. Þrátt fyrir hægan efnahagsbata er gríska hagkerfið enn 25% smærra en fyrir kreppuna. Aðeins hagkerfi Jemen, Líbíu, Venesúela og Miðbaugs-Gíneu hafa skroppið meira saman síðasta áratuginn. „Frá og með deginum í dag verður komið fram við Grikki eins og hvert annað Evrópusambandsland,“ sagði Pierre Moscovici, efnahags- og fjármálastjóri Evrópusambandsins í tilefni dagsins. Um tíma virtist sem að efnahagshrunið í Grikklandi gæti ógnað tilvist evrusvæðisins. Gengi hennar féll í lægstu lægðir og í kjölfarið lögðust Evruríkin á eitt um að bjarga efnahagi Grikkja með röð neyðarlána árið 2010. Tilgangurinn var að endurfjármagna bankakerfið og standa straum af endurskipulagningu hagkerfisins. Þegar ástandið í Grikklandi var sem verst nam atvinnuleysi um 28%. Nú er það rétt undir 20%. Talið er að um 300.000 Grikkir hafi róið á önnur mið erlendis frá því að kreppan skall á. Skuldir ríkisins nema enn um 180% af þjóðarframleiðslu.
Grikkland Líbía Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira