Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Hjörvar Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 07:30 Guðmundur Guðmundsson segir strákana hér heima í góðu umhverfi. vísir/getty „Það hefur verið algjörlega frábært að fylgjast með þeim og þó svo að það sé alltaf svekkjandi að tapa úrslitaleik þá er árangur þeirra stórkostlegur. Þeir hafa spilað heilt yfir mjög góðan varnarleik á mótinu og einkar vel útfærðan sóknarleik,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um árangur U18 ára liðsins sem fékk silfur á HM í gær. „Heimir Þór Ríkharðsson og hans teymi hafa innleitt aga og skynsemi í sóknarleikinn og það var mjög gaman að sjá hvað hann var taktískt góður og vel upp lagður. Þeir eru að gera svipaða hluti og við erum að gera hjá A-landsliðinu og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hversu vel „drillaðir“ leikmenn eru í sínum hlutverkum bæði í vörn og sókn,“ bætir Guðmundur við. „Markvarslan var líka heilt yfir mjög góð á mótinu og gaman að sjá hvað Viktor Gísli Hallgrímsson er orðinn öflugur. Haukur Þrastarson fór svo fyrir liðinu í sóknarleiknum og hann er orðinn mjög þroskaður og góður leikmaður,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. „Það er kærkomið fyrir mig að sjá hversu langt þessir leikmenn eru komnir og hversu vel þeir standa í sínum aldursflokki. Það má hins vegar ekki gleyma því að það er langur vegur frá því að gera góða hluti með U-18 ára liðinu og að geta gert sig gildandi með A-liðinu. Þar þurfa menn að fá 30-40 leiki til þess að slípa sinn leik og hlaupa af sér hornin ef svo má segja. Þetta gefur hins vegar klárlega góð fyrirheit fyrir framtíðina og sýnir að framtíðin er björt í íslenskum handbolta. Nú verða leikmenn eins og Viktor og Haukur sem hafa verið að spila stórt hlutverk með meistaraflokksliðum hér heima bara að vera þolinmóðir. Að mínu mati ættu þeir að halda sig heima þar sem þeir eru í góðu umhverfi og Haukur að spila stórt hlutverki í liði sem fór alla leið í úrslit síðasta vor. Mér finnst ekki liggja á að þeir fari utan að spila,“ segir Guðmundur um framhaldið hjá leikmönnum íslenska liðsins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Það hefur verið algjörlega frábært að fylgjast með þeim og þó svo að það sé alltaf svekkjandi að tapa úrslitaleik þá er árangur þeirra stórkostlegur. Þeir hafa spilað heilt yfir mjög góðan varnarleik á mótinu og einkar vel útfærðan sóknarleik,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um árangur U18 ára liðsins sem fékk silfur á HM í gær. „Heimir Þór Ríkharðsson og hans teymi hafa innleitt aga og skynsemi í sóknarleikinn og það var mjög gaman að sjá hvað hann var taktískt góður og vel upp lagður. Þeir eru að gera svipaða hluti og við erum að gera hjá A-landsliðinu og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hversu vel „drillaðir“ leikmenn eru í sínum hlutverkum bæði í vörn og sókn,“ bætir Guðmundur við. „Markvarslan var líka heilt yfir mjög góð á mótinu og gaman að sjá hvað Viktor Gísli Hallgrímsson er orðinn öflugur. Haukur Þrastarson fór svo fyrir liðinu í sóknarleiknum og hann er orðinn mjög þroskaður og góður leikmaður,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. „Það er kærkomið fyrir mig að sjá hversu langt þessir leikmenn eru komnir og hversu vel þeir standa í sínum aldursflokki. Það má hins vegar ekki gleyma því að það er langur vegur frá því að gera góða hluti með U-18 ára liðinu og að geta gert sig gildandi með A-liðinu. Þar þurfa menn að fá 30-40 leiki til þess að slípa sinn leik og hlaupa af sér hornin ef svo má segja. Þetta gefur hins vegar klárlega góð fyrirheit fyrir framtíðina og sýnir að framtíðin er björt í íslenskum handbolta. Nú verða leikmenn eins og Viktor og Haukur sem hafa verið að spila stórt hlutverk með meistaraflokksliðum hér heima bara að vera þolinmóðir. Að mínu mati ættu þeir að halda sig heima þar sem þeir eru í góðu umhverfi og Haukur að spila stórt hlutverki í liði sem fór alla leið í úrslit síðasta vor. Mér finnst ekki liggja á að þeir fari utan að spila,“ segir Guðmundur um framhaldið hjá leikmönnum íslenska liðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30
Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00
Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15