Fólk hugi að skiptingu lífeyrisréttinda Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. ágúst 2018 05:15 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, hvetur fólk til að kanna hvort skipting lífeyrisréttinda henti því. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að semja um skiptingu lífeyrisréttinda. Sé mikill tekjumunur er þannig hægt að jafna lífeyrisréttindi. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða hvetur fólk til að huga að þessu. Leiðin henti þó ekki öllum. „Við hjónin höfðum talað lengi um að gera samning um að lífeyrisréttindum okkar verði skipt til helminga en létum nú loksins verða af því,“ segir Hólmar Svansson. Hólmar segist hafa orðið meðvitaður um þennan möguleika eftir að frænka hans missti eiginmann sinn óvænt. Hann hafði haft töluvert hærri tekjur og þar með safnað meiri lífeyrisréttindum. Þar sem þau höfðu gert samning um skiptingu lífeyrisréttinda hélt frænka hans helmingi af sameiginlegum réttindum þeirra. Hólmar greindi nýlega frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég var hissa á hversu mikla athygli þetta vakti. Það voru margir sem höfðu samband við mig til að segja sína sögu og að þeir hefðu viljað vita af þessum möguleika.“ Ganga þarf frá samkomulagi um skiptingu lífeyrisréttinda fyrir 65 ára aldur og skila þarf inn heilsufarsvottorði sem sýnir fram á að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum. „Læknarnir sem ég fór til voru ekki með þetta á hreinu, þannig að þetta er greinilega ekki mjög algengt. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði verslunarmanna voru í árslok 232 samningar um skiptingu lífeyrisréttinda í gildi. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóði eru slíkir samningar sagðir óalgengir. Að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, hafa samtökin reynt að vekja athygli á þessu. „Þetta hentar hins vegar alls ekki öllum og þess vegna er mikilvægt að fá ráðgjöf. Það er því ekki hægt að mæla með þessu yfir línuna.“ Þórey bendir á að hjá eldri lífeyrissjóðum, sem séu hlutfallssjóðir, sé réttur til makalífeyris almennt mjög sterkur. Í þeim tilfellum sé ekki mælt með samningi um skiptingu réttinda. „Þetta er ekki hugsað sem eitthvert skilnaðarúrræði eins og margir halda. Þarna er um að ræða möguleika fyrir hjón og sambúðarfólk til að jafna stöðu sína þegar kemur að lífeyrisréttindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að semja um skiptingu lífeyrisréttinda. Sé mikill tekjumunur er þannig hægt að jafna lífeyrisréttindi. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða hvetur fólk til að huga að þessu. Leiðin henti þó ekki öllum. „Við hjónin höfðum talað lengi um að gera samning um að lífeyrisréttindum okkar verði skipt til helminga en létum nú loksins verða af því,“ segir Hólmar Svansson. Hólmar segist hafa orðið meðvitaður um þennan möguleika eftir að frænka hans missti eiginmann sinn óvænt. Hann hafði haft töluvert hærri tekjur og þar með safnað meiri lífeyrisréttindum. Þar sem þau höfðu gert samning um skiptingu lífeyrisréttinda hélt frænka hans helmingi af sameiginlegum réttindum þeirra. Hólmar greindi nýlega frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég var hissa á hversu mikla athygli þetta vakti. Það voru margir sem höfðu samband við mig til að segja sína sögu og að þeir hefðu viljað vita af þessum möguleika.“ Ganga þarf frá samkomulagi um skiptingu lífeyrisréttinda fyrir 65 ára aldur og skila þarf inn heilsufarsvottorði sem sýnir fram á að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum. „Læknarnir sem ég fór til voru ekki með þetta á hreinu, þannig að þetta er greinilega ekki mjög algengt. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði verslunarmanna voru í árslok 232 samningar um skiptingu lífeyrisréttinda í gildi. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóði eru slíkir samningar sagðir óalgengir. Að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, hafa samtökin reynt að vekja athygli á þessu. „Þetta hentar hins vegar alls ekki öllum og þess vegna er mikilvægt að fá ráðgjöf. Það er því ekki hægt að mæla með þessu yfir línuna.“ Þórey bendir á að hjá eldri lífeyrissjóðum, sem séu hlutfallssjóðir, sé réttur til makalífeyris almennt mjög sterkur. Í þeim tilfellum sé ekki mælt með samningi um skiptingu réttinda. „Þetta er ekki hugsað sem eitthvert skilnaðarúrræði eins og margir halda. Þarna er um að ræða möguleika fyrir hjón og sambúðarfólk til að jafna stöðu sína þegar kemur að lífeyrisréttindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira