Menningarnóttin sem draumur í safnaradós Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Flöskur streymdu til Sorpu í Ánanaustum í gær. Fréttablaðið/Garðar Gríðarleg stemning var í miðborg Reykjavíkur á laugardag er Menningarnótt fór fram í einmuna blíðu. Að mati lögreglu sóttu á annað hundrað þúsund manns hátíðina. Viðburðinum fylgdu mikil viðskiptatækifæri, ekki síst fyrir veitingahús og alls kyns götusala. Þá veittu útsendarar Fréttablaðsins því athygli að dósa- og flöskusafnarar voru á þönum langt fram eftir öllu enda virtust gestir Menningarnætur alveg sérstaklega þyrstir í sólinni. Hátíðin var því mikil búbót fyrir þennan hóp. Hjá endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum var linnulítill straumur fólks með flöskur og dósir síðdegis í gær. Þær upplýsingar fengust hins vegar hjá starfsmanni Sorpu að ekki hefði óvenjumikið skilað sér í endurvinnsluna því stórsafnararnir hefðu ekki enn látið sjá sig.Það var kátt á hjalla um alla borgina á Menningarnótt. Fréttablaðið/StefánÁberandi var hversu mannskapurinn dreifðist vel um miðborgina allan daginn enda fjölbreytt dagskrá í boði um allar trissur. Hið árlega Reykjavíkurmaraþon var á sínum stað fyrri hluta dags og voru yfir 14 þúsund manns skráðir til leiks og hlupu ýmsar vegalengdir. Vegna veðurblíðunnar og fjölda gesta var lögreglan við ýmsu búin. Í uppgjöri hennar eftir hátíðina kom meðal annars fram að 93 mál hefðu komið upp á lögreglustöðinni í miðbænum frá klukkan sjö um kvöldið þar til sex á sunnudagsmorgun. Þar á meðal var líkamsárás, slagsmál og stympingar á meðal ungmenna auk þó nokkurra mála vegna ölvunar og fólks sem var ósjálfbjarga. „Hellt var niður þó nokkru af áfengi hjá unglingum undir aldri. Mikill fjöldi gesta sótti miðborg Reykjavíkur og var því erill hjá lögreglu samkvæmt því. Tíu aðilar gistu fangageymslur vegna ýmissa mála,“ segir um verkefnin hjá lögreglustöð 1. Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Sjá meira
Gríðarleg stemning var í miðborg Reykjavíkur á laugardag er Menningarnótt fór fram í einmuna blíðu. Að mati lögreglu sóttu á annað hundrað þúsund manns hátíðina. Viðburðinum fylgdu mikil viðskiptatækifæri, ekki síst fyrir veitingahús og alls kyns götusala. Þá veittu útsendarar Fréttablaðsins því athygli að dósa- og flöskusafnarar voru á þönum langt fram eftir öllu enda virtust gestir Menningarnætur alveg sérstaklega þyrstir í sólinni. Hátíðin var því mikil búbót fyrir þennan hóp. Hjá endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum var linnulítill straumur fólks með flöskur og dósir síðdegis í gær. Þær upplýsingar fengust hins vegar hjá starfsmanni Sorpu að ekki hefði óvenjumikið skilað sér í endurvinnsluna því stórsafnararnir hefðu ekki enn látið sjá sig.Það var kátt á hjalla um alla borgina á Menningarnótt. Fréttablaðið/StefánÁberandi var hversu mannskapurinn dreifðist vel um miðborgina allan daginn enda fjölbreytt dagskrá í boði um allar trissur. Hið árlega Reykjavíkurmaraþon var á sínum stað fyrri hluta dags og voru yfir 14 þúsund manns skráðir til leiks og hlupu ýmsar vegalengdir. Vegna veðurblíðunnar og fjölda gesta var lögreglan við ýmsu búin. Í uppgjöri hennar eftir hátíðina kom meðal annars fram að 93 mál hefðu komið upp á lögreglustöðinni í miðbænum frá klukkan sjö um kvöldið þar til sex á sunnudagsmorgun. Þar á meðal var líkamsárás, slagsmál og stympingar á meðal ungmenna auk þó nokkurra mála vegna ölvunar og fólks sem var ósjálfbjarga. „Hellt var niður þó nokkru af áfengi hjá unglingum undir aldri. Mikill fjöldi gesta sótti miðborg Reykjavíkur og var því erill hjá lögreglu samkvæmt því. Tíu aðilar gistu fangageymslur vegna ýmissa mála,“ segir um verkefnin hjá lögreglustöð 1.
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Sjá meira