Menningarnóttin sem draumur í safnaradós Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Flöskur streymdu til Sorpu í Ánanaustum í gær. Fréttablaðið/Garðar Gríðarleg stemning var í miðborg Reykjavíkur á laugardag er Menningarnótt fór fram í einmuna blíðu. Að mati lögreglu sóttu á annað hundrað þúsund manns hátíðina. Viðburðinum fylgdu mikil viðskiptatækifæri, ekki síst fyrir veitingahús og alls kyns götusala. Þá veittu útsendarar Fréttablaðsins því athygli að dósa- og flöskusafnarar voru á þönum langt fram eftir öllu enda virtust gestir Menningarnætur alveg sérstaklega þyrstir í sólinni. Hátíðin var því mikil búbót fyrir þennan hóp. Hjá endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum var linnulítill straumur fólks með flöskur og dósir síðdegis í gær. Þær upplýsingar fengust hins vegar hjá starfsmanni Sorpu að ekki hefði óvenjumikið skilað sér í endurvinnsluna því stórsafnararnir hefðu ekki enn látið sjá sig.Það var kátt á hjalla um alla borgina á Menningarnótt. Fréttablaðið/StefánÁberandi var hversu mannskapurinn dreifðist vel um miðborgina allan daginn enda fjölbreytt dagskrá í boði um allar trissur. Hið árlega Reykjavíkurmaraþon var á sínum stað fyrri hluta dags og voru yfir 14 þúsund manns skráðir til leiks og hlupu ýmsar vegalengdir. Vegna veðurblíðunnar og fjölda gesta var lögreglan við ýmsu búin. Í uppgjöri hennar eftir hátíðina kom meðal annars fram að 93 mál hefðu komið upp á lögreglustöðinni í miðbænum frá klukkan sjö um kvöldið þar til sex á sunnudagsmorgun. Þar á meðal var líkamsárás, slagsmál og stympingar á meðal ungmenna auk þó nokkurra mála vegna ölvunar og fólks sem var ósjálfbjarga. „Hellt var niður þó nokkru af áfengi hjá unglingum undir aldri. Mikill fjöldi gesta sótti miðborg Reykjavíkur og var því erill hjá lögreglu samkvæmt því. Tíu aðilar gistu fangageymslur vegna ýmissa mála,“ segir um verkefnin hjá lögreglustöð 1. Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Gríðarleg stemning var í miðborg Reykjavíkur á laugardag er Menningarnótt fór fram í einmuna blíðu. Að mati lögreglu sóttu á annað hundrað þúsund manns hátíðina. Viðburðinum fylgdu mikil viðskiptatækifæri, ekki síst fyrir veitingahús og alls kyns götusala. Þá veittu útsendarar Fréttablaðsins því athygli að dósa- og flöskusafnarar voru á þönum langt fram eftir öllu enda virtust gestir Menningarnætur alveg sérstaklega þyrstir í sólinni. Hátíðin var því mikil búbót fyrir þennan hóp. Hjá endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum var linnulítill straumur fólks með flöskur og dósir síðdegis í gær. Þær upplýsingar fengust hins vegar hjá starfsmanni Sorpu að ekki hefði óvenjumikið skilað sér í endurvinnsluna því stórsafnararnir hefðu ekki enn látið sjá sig.Það var kátt á hjalla um alla borgina á Menningarnótt. Fréttablaðið/StefánÁberandi var hversu mannskapurinn dreifðist vel um miðborgina allan daginn enda fjölbreytt dagskrá í boði um allar trissur. Hið árlega Reykjavíkurmaraþon var á sínum stað fyrri hluta dags og voru yfir 14 þúsund manns skráðir til leiks og hlupu ýmsar vegalengdir. Vegna veðurblíðunnar og fjölda gesta var lögreglan við ýmsu búin. Í uppgjöri hennar eftir hátíðina kom meðal annars fram að 93 mál hefðu komið upp á lögreglustöðinni í miðbænum frá klukkan sjö um kvöldið þar til sex á sunnudagsmorgun. Þar á meðal var líkamsárás, slagsmál og stympingar á meðal ungmenna auk þó nokkurra mála vegna ölvunar og fólks sem var ósjálfbjarga. „Hellt var niður þó nokkru af áfengi hjá unglingum undir aldri. Mikill fjöldi gesta sótti miðborg Reykjavíkur og var því erill hjá lögreglu samkvæmt því. Tíu aðilar gistu fangageymslur vegna ýmissa mála,“ segir um verkefnin hjá lögreglustöð 1.
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira