Menntastefna og færniþörf efnahagslífsins Lilja Alfreðsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 06:15 Íslenska menntakerfið er gott en við viljum gera það ennþá betra. Vinna er hafin við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030 sem mun setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta-, atvinnu- og velferðarmálum. Þetta verkefni er unnið í breiðu samráði og nú í haust fer af stað fundaröð, úti um allt land, þar menntakerfið okkar og ný menntastefna verður til umfjöllunar. Menntamál snerta okkur öll og fólki er umhugað um menntakerfið sitt. Hagsæld framtíðarinnar grundvallast að miklu leyti á gæðum menntunar. Örar tækniframfarir eins og aukin nýting gervigreindar í atvinnulífinu krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við þessar áskoranir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni mannaflsfrekra atvinnugreina. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma. Vinna er hafin við að meta færni- og menntunarþörf á Íslandi. Ekki er hægt að spá með mikilli nákvæmni um framtíðina en við getum hins vegar undirbúið okkur fyrir hana. Þessi vinna er okkur mikilvæg og getur kortlagt betur samspil atvinnulífs og menntakerfis og stuðlað að því að þau vinni betur saman. Sífellt fleiri ríki heims átta sig nú á mikilvægi þess að sýna aukna framsýni í stefnumótun ólíkra málaflokka. Afar brýnt er að mótun menntastefnu til ársins 2030 taki mið af færniþörf efnahagslífs framtíðarinnar. Stjórnvöld hafa sannarlega metnað til að efla menntakerfið okkar. Við mótun nýrrar menntastefnu munum við rýna í þau gögn, rannsóknir og tölfræði sem fyrir liggja og einnig horfa til þess sem best hefur reynst í löndunum í kringum okkur. Það er brýnt að stefnumótun byggi ávallt á bestu þekkingu hverju sinni – þannig tryggjum við að menntakerfið sé samkeppnishæft og þjóni best þörfum nemenda sinna og samfélagsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslenska menntakerfið er gott en við viljum gera það ennþá betra. Vinna er hafin við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030 sem mun setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta-, atvinnu- og velferðarmálum. Þetta verkefni er unnið í breiðu samráði og nú í haust fer af stað fundaröð, úti um allt land, þar menntakerfið okkar og ný menntastefna verður til umfjöllunar. Menntamál snerta okkur öll og fólki er umhugað um menntakerfið sitt. Hagsæld framtíðarinnar grundvallast að miklu leyti á gæðum menntunar. Örar tækniframfarir eins og aukin nýting gervigreindar í atvinnulífinu krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við þessar áskoranir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni mannaflsfrekra atvinnugreina. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma. Vinna er hafin við að meta færni- og menntunarþörf á Íslandi. Ekki er hægt að spá með mikilli nákvæmni um framtíðina en við getum hins vegar undirbúið okkur fyrir hana. Þessi vinna er okkur mikilvæg og getur kortlagt betur samspil atvinnulífs og menntakerfis og stuðlað að því að þau vinni betur saman. Sífellt fleiri ríki heims átta sig nú á mikilvægi þess að sýna aukna framsýni í stefnumótun ólíkra málaflokka. Afar brýnt er að mótun menntastefnu til ársins 2030 taki mið af færniþörf efnahagslífs framtíðarinnar. Stjórnvöld hafa sannarlega metnað til að efla menntakerfið okkar. Við mótun nýrrar menntastefnu munum við rýna í þau gögn, rannsóknir og tölfræði sem fyrir liggja og einnig horfa til þess sem best hefur reynst í löndunum í kringum okkur. Það er brýnt að stefnumótun byggi ávallt á bestu þekkingu hverju sinni – þannig tryggjum við að menntakerfið sé samkeppnishæft og þjóni best þörfum nemenda sinna og samfélagsins í heild.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun