Sjáðu mögulegan martraðariðil Liverpool í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 10:00 Dagurinn gæti endað illa fyrir Jürgen Klopp. Vísir/Getty Liverpool fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra en það hjálpar liðinu ekki mikið þegar kemur að styrkleikaröðun fyrir Meistaradeildardráttinn seinna í dag. Liverpool er í þriðja styrkleikaflokki og fær því tvö mjög sterk lið í sinn riðil. Það eru síðan aðeins tvö lið úr hverjum riðli sem komast í sextán liða úrslit keppninnar.Liverpool may be in for a tough draw... pic.twitter.com/eUlSw0QDpC — ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2018 Síðasta tímabil var aðeins annað Meistaradeildatímabil Liverpool á síðustu átta árum og það er aðalástæðan af hverju lærisveinar Jürgen Klopp fengu ekki meiri ást í styrkleikaröðuninni. Það munaði samt mjög litlu á Liverpool og ítalska liðinu Roma sem rétt slapp inn í annan styrkleikaflokk. Manchester City er í fyrsta styrkleikaflokki og hin tvö ensku liðin, Manchester United og Tottenham, eru síðan í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þetta þýðir að það er ekki erfitt að setja saman mögulegan martraðariðil Liverpool í Meistaradeildinni.Manchester City, Tottenham, Manchester United and Liverpool will find out their Champions League groups today. More: https://t.co/qMl10xMfN6pic.twitter.com/psgL91ecos — Sky Sports Football (@SkyFootball) August 30, 2018 Liverpool gæti nefnilega lent í riðli með spænska liðinu Real Madrid, þýska liðinu Borussia Dortmund og ítalska liðinu Internazionale Milan. Annar mögulegur martraðarriðill væri riðill með Barcelona, Napoli og Hoffenheim. Liverpool gæti reyndar líka lent í riðli með Lokomotiv Moskvu, Benfica og Young Boys og það er talsverður styrkleikamunur á þessum tveimur riðlum. Fyrirfram má búast við því að erfiðustu mögulegu mótherjarnir í öðrum styrkleikaflokki séu Borussia Dortmund, Napoli og Roma. Léttasti riðill Liverpool ætti að vera riðill með Lokomotiv Moskvu, Shaktar Donetsk og AEK Aþenu.Safe to say Liverpool fans wouldn’t be too happy with this! City & Shakhtar playing against each other for a change... The official draw is tomorrow! pic.twitter.com/wSbmbKOOXf — Footy Accumulators (@FootyAccums) August 29, 2018 Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Liverpool fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra en það hjálpar liðinu ekki mikið þegar kemur að styrkleikaröðun fyrir Meistaradeildardráttinn seinna í dag. Liverpool er í þriðja styrkleikaflokki og fær því tvö mjög sterk lið í sinn riðil. Það eru síðan aðeins tvö lið úr hverjum riðli sem komast í sextán liða úrslit keppninnar.Liverpool may be in for a tough draw... pic.twitter.com/eUlSw0QDpC — ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2018 Síðasta tímabil var aðeins annað Meistaradeildatímabil Liverpool á síðustu átta árum og það er aðalástæðan af hverju lærisveinar Jürgen Klopp fengu ekki meiri ást í styrkleikaröðuninni. Það munaði samt mjög litlu á Liverpool og ítalska liðinu Roma sem rétt slapp inn í annan styrkleikaflokk. Manchester City er í fyrsta styrkleikaflokki og hin tvö ensku liðin, Manchester United og Tottenham, eru síðan í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þetta þýðir að það er ekki erfitt að setja saman mögulegan martraðariðil Liverpool í Meistaradeildinni.Manchester City, Tottenham, Manchester United and Liverpool will find out their Champions League groups today. More: https://t.co/qMl10xMfN6pic.twitter.com/psgL91ecos — Sky Sports Football (@SkyFootball) August 30, 2018 Liverpool gæti nefnilega lent í riðli með spænska liðinu Real Madrid, þýska liðinu Borussia Dortmund og ítalska liðinu Internazionale Milan. Annar mögulegur martraðarriðill væri riðill með Barcelona, Napoli og Hoffenheim. Liverpool gæti reyndar líka lent í riðli með Lokomotiv Moskvu, Benfica og Young Boys og það er talsverður styrkleikamunur á þessum tveimur riðlum. Fyrirfram má búast við því að erfiðustu mögulegu mótherjarnir í öðrum styrkleikaflokki séu Borussia Dortmund, Napoli og Roma. Léttasti riðill Liverpool ætti að vera riðill með Lokomotiv Moskvu, Shaktar Donetsk og AEK Aþenu.Safe to say Liverpool fans wouldn’t be too happy with this! City & Shakhtar playing against each other for a change... The official draw is tomorrow! pic.twitter.com/wSbmbKOOXf — Footy Accumulators (@FootyAccums) August 29, 2018
Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira