Sport

Þrjú silfur hjá katalandsliðinu í Finnlandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Verðlaunahafarnir þrír
Verðlaunahafarnir þrír mynd/karatesamband íslands
Íslenska katalandsliðið náði í þrjú silfur á bikarmóti í Helsinki um helgina.

Svana Katla Þorsteinsdóttir og Aron Anh Huynh náðu bæði í silfur í fullorðinsflokki. Þau mættu bæði finnskum meisturum í úrslitunum. Svana mætti Mänty Bess og Aron Jesse Enkamp.

Móey María Sigþórsdóttir mætti einnig Finna í úrslitum U18, landsliðskonan Ellinora Vaara hafði betur gegn Móey sem fékk einnig silfur.

Mótið var undirbúningur fyrir Smáþjóðamótið sem haldið verður í San Marínó í lok september og Norðurlandameistaramótið sem fer fram í Finnlandi í lok nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×