Eins og leikhús fáránleikans Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2018 14:09 Urður Gunnarsdóttir, fyrrverandi upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir frá atburðarásinni fór af stað á haustmánuðum ársins 2008 þegar íslenska banka-og fjármálakerfið hrundi. Fjölmiðlafárið í kringum efnahagshrunið 2008 var dálítið eins og leikhús fáránleikans að sögn Urðar Gunnarsdóttur, fyrrverandi upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Reynslubolti úr norska hernum hafi veitt kærkomna aðstoð við almannatengsl og skipulagsutanumhald um erlenda fjölmiðla. Urður var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar rifjaði Urður upp fjölmiðlafárið í kringum efnahagshrunið í byrjun október 2008. Að ýmsu var að huga enda stjórnsýslan ekki vön að takast á við verkefni af þessari stærðargráðu. Hún segir að starfsliðið hafi kallað norska almannatengilinn Stígvélaða köttinn.Bjó til ramma utan um fullkomna óreiðu „Hann var með reynslu, meðal annars, úr norska hernum sem nýttist alveg gríðarlega vel því hann kom bara inn og setti strúktúr á viðbrögðin þannig að allir fengu hlutverk og það yrði að setja upp blaðamannamiðstöð og sá svona um að búa til einhvern ramma í kringum fullkomna óreiðu,“ segir Urður. Fáir starfsmenn stjórnarráðsins hafi annast þetta utanumhald en á þessum tíma voru ekki starfandi upplýsingafulltrúar í öllum ráðuneytum. Sjálf hafi hún búið vel af reynslu sinni erlendis frá. „Ég hafði hins vegar enga reynslu af því að vera partur af því sem er að gera. Þegar maður að vinna erlendis og er, eins og ég hafði lent í nokkrum byltingum, Appelsínugulu byltingunni, Rósabyltingunni, Úkraínu og Georgíu og alls konar svona, þá er hægt að halda ákveðinni fjarlægð af því þú ert bara að vinna, þú ert bara fagmaður og ert að vinna við þetta en þegar þú ert heima og landið þitt er í þessum vandræðum og maður veit ekkert nema að það sé að fara á hausinn, það er allt öðruvísi og það er rosalega erfitt,“ segir Urður.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Urði í heild sinni. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjölmiðlafárið í kringum efnahagshrunið 2008 var dálítið eins og leikhús fáránleikans að sögn Urðar Gunnarsdóttur, fyrrverandi upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Reynslubolti úr norska hernum hafi veitt kærkomna aðstoð við almannatengsl og skipulagsutanumhald um erlenda fjölmiðla. Urður var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar rifjaði Urður upp fjölmiðlafárið í kringum efnahagshrunið í byrjun október 2008. Að ýmsu var að huga enda stjórnsýslan ekki vön að takast á við verkefni af þessari stærðargráðu. Hún segir að starfsliðið hafi kallað norska almannatengilinn Stígvélaða köttinn.Bjó til ramma utan um fullkomna óreiðu „Hann var með reynslu, meðal annars, úr norska hernum sem nýttist alveg gríðarlega vel því hann kom bara inn og setti strúktúr á viðbrögðin þannig að allir fengu hlutverk og það yrði að setja upp blaðamannamiðstöð og sá svona um að búa til einhvern ramma í kringum fullkomna óreiðu,“ segir Urður. Fáir starfsmenn stjórnarráðsins hafi annast þetta utanumhald en á þessum tíma voru ekki starfandi upplýsingafulltrúar í öllum ráðuneytum. Sjálf hafi hún búið vel af reynslu sinni erlendis frá. „Ég hafði hins vegar enga reynslu af því að vera partur af því sem er að gera. Þegar maður að vinna erlendis og er, eins og ég hafði lent í nokkrum byltingum, Appelsínugulu byltingunni, Rósabyltingunni, Úkraínu og Georgíu og alls konar svona, þá er hægt að halda ákveðinni fjarlægð af því þú ert bara að vinna, þú ert bara fagmaður og ert að vinna við þetta en þegar þú ert heima og landið þitt er í þessum vandræðum og maður veit ekkert nema að það sé að fara á hausinn, það er allt öðruvísi og það er rosalega erfitt,“ segir Urður.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Urði í heild sinni.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira