Innlent

Barn flutt á slysa­deild með á­verka eftir flug­elda

Lovísa Arnardóttir skrifar
Barnið var flutt á slysadeild vegna áverka sinna.
Barnið var flutt á slysadeild vegna áverka sinna. Vísir/Vilhelm

Lögregla á Stöð 4 var kölluð til í vegna flugeldaslyss í gær. Fram kemur í dagbók lögreglunnar hafði þar barn slasað sig og verið sárþjáð þegar lögregla kom á vettvang. Áverkar voru á hönd barnsins sem fært var í sjúkrabifreið og á bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Stöð 4 sinnir verkefnum í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ en ekki kemur fram hvar atvikið átti sér stað.

Í dagbók kemur einnig fram að tveir leigubílstjórar óskuðu eftir aðstoð lögreglu á Stöð 1, í miðbæ, austurbæ og vesturbæ, í gærkvöldi eða nótt vegna hvers annars. Í dagbók lögreglu segir að annar hafi sakað hinn um líkamsárás en hinn um að hafa ekið svo mikil hætta var af. Málið var afgreitt á vettvangi þar sem skýrslutaka fór fram.

Í dagbók kemur fram að lögregla hafi í gærkvöldi og í nótt skráð 81 mál í sín kerfi. Á þeim tíma hafi lögreglan sinnt almennu eftirliti og fjölda aðstoðarbeiðna. Fram kemur í dagbók að þrír hafi verið handteknir vegna gruns um íkveikju í Breiðholti. 

Í dagbók er fjallað um fjölda annarra mála sem lögreglan sinnti, eins og um konu sem var handtekin eftir að hafa ekið á aðra bifreið. Hún yfirgaf vettvang og er grunuð um að hafa ekið undir áhrifum. Konan var vistuð í fangaklefa.

Þá kemur fram að einn hafi óskað eftir aðstoð lögreglunnar eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás af hendi dyravarða. Samkvæmt lögreglu er málið til rannsóknar.

Á stöð 3 var svo tilkynnt um þjófnað úr matvöruverslun og var málið afgreitt á vettvangi og óskað aðstoðar vegna hávaða í samkvæmi á stöð 3 og 4. Stöðvarnar sinna efri byggðum Reykjavíkur, Kópavogi og Mosfellsbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×