Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 8. september 2018 07:30 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. Fréttablaðið/ernir Ný skýrsla frá Embætti landlæknis um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna kom út fyrir helgi og verður kynnt á málþinginu Stöndum saman gegn sjálfsvígum á mánudag, alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Niðurstöður koma á óvart en þar kemur fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafa gert tilraun til sjálfsvígs. „Frá því um 2010-2012 höfum við séð vaxandi vanlíðan meðal íslenskra ungmenna. Þetta kemur líka fram í þessari skýrslu í auknum sjálfsvígshugsunum og gríðarlega mikilli aukningu í sjálfsskaða meðal stúlkna í framhaldsskólum. Þar er þróunin frá 2010 úr 4% í 13%,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis. „Miðað við þessar niðurstöður er þetta eitthvað sem hefur aukist meðal stúlkna. Það eru fleiri stúlkur í dag sem segjast hafa hugleitt sjálfsvíg en árið 2000 og sérstaklega er aukningin mikil frá árinu 2010.“ Fleiri drengir en stúlkur eru á skrá yfir dauðsföll vegna sjálfsvíga á þessum aldri, 16-20 ára. Hlutfall drengja í framhaldsskólum sem hafa gert tilraun til sjálfsvígs hefur hins vegar haldist stöðugt í kringum 5-7% frá 2000-2016. Greina má breytingar hjá stúlkum yfir tímabilið. Hlutfall þeirra sem höfðu gert tilraun til sjálfsvígs var 9% árið 2000, 11% árið 2004, 7% árið 2010 og hækkaði í 12% árið 2016.Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis.Tekið er tillit til skekkjumarka og spurninga sem tengdust tilraunum til sjálfsvígs, spurt á mismunandi vegu til að draga úr efasemdum. Auk þess svaraði ekki nema 71% framhaldsskólanema könnuninni árið 2016 en 29% voru fjarverandi. Til dæmis var skólasókn 16 ára nemenda 94,7% haustið 2016 samkvæmt Hagstofu og því 5,3% sem voru ýmist ekki í skóla, á vinnumarkaðnum eða annað. Skekkjan er því beggja vegna. Þátttakendur í rannsókninni voru framhaldsskólanemar sem voru mættir þann dag sem könnunin var gerð. Taka þarf mið af nemendum sem voru fjarverandi, nemendum sem mæta illa í skólann af einhverjum ástæðum og nemendum sem líður jafnvel svo illa að þeir vilja ekki svara.Sjálfsvíg annarra áhrifamikil „Þessar niðurstöður komu mér á óvart og mér finnst tölurnar sláandi,“ segir Ingibjörg Eva. „Þetta er ekki eitthvað sem ég hef heyrt mikið um. Við viljum ekki að það sé til staðar eitthvert falið vandamál. Hvað veldur vitum við ekki nákvæmlega, því ekki var spurt um það í rannsókninni og þyrfti líklega að gera með viðtölum en það er hægt að finna svona meginþemu. Ég hugsa að ástæðurnar séu hins vegar ofboðslega margar og ólíkar.“ Nemendur sem höfðu upplifað það að einhver greindi þeim frá sjálfsvígshugsunum voru tæplega tvöfalt líklegri til að hafa gert tilraun til sjálfsvígs og til að hafa í alvöru hugleitt sjálfsvíg. Nemendur sem áttu góðan vin eða einhvern nákominn sem hafði gert tilraun til sjálfsvígs voru tæplega þrefalt líklegri til að hafa sjálf gert tilraun til sjálfsvígs og 1,5 sinnum líklegri til að hafa í alvöru hugleitt sjálfsvíg. Aðrir sterkir áhrifaþættir fyrir tilraun til sjálfsvígs voru þunglyndi, reiði, af hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og að hafa reykt kannabis um ævina. Sterkustu sjálfstæðu áhættuþættirnir fyrir sjálfsvígshugsanir voru einkenni þunglyndis, reiði, sjálfsvígshugsanir annarra, það er ef einhver hafði sagt viðkomandi frá hugleiðingum um sjálfsvíg, kynferðisofbeldi, og lítill stuðningur foreldra, í þessari röð. Fjölskyldumynstur skiptir miklu máli, hvort það megi tala um hlutina eða hvort allt sé þaggað niður. Samskipti innan fjölskyldunnar og uppeldisskilyrði sem börn búa við eru áhrifaþáttur. Þá eru börn af erlendum uppruna í áhættuhóp sem mætti horfa betur til. Geðrækt bjargar mannslífum Sigrún fór fyrir öflugum starfshópi sem skilaði aðgerðaáætlun til ráðherra í apríl síðastliðnum um að fækka sjálfsvígum á Íslandi og dregur fram gagnreyndar aðferðir og leiðir til þess. Samkvæmt slíkri aðgerðaáætlun er skynsamlegra að beina sjónum að æviskeiðinu í heild þar sem tíðni sjálfsvíga hér á landi er lægst meðal unglinga en annars svipuð yfir öll fullorðinsárin. Á síðastliðnum áratug hafa flest sjálfsvíg, eða um 22%, orðið í aldurshópnum 30-39 ára og um 17% í aldurshópnum 20-29 ára, 40-49 ára og 50-59 ára. Sigrún segir mikilvægt að huga að geðrækt og forvörnum í samfélaginu. Grípa þurfi inn í miklu fyrr með snemmtækri íhlutun og segir hún að geðrækt á öllum skólastigum barna ætti að verða fastur liður í skólastarfi. Einnig er mikilvægt að efla þennan þátt í mæðravernd og í ungbarnaeftirliti. „Börn eru markvisst þjálfuð í hreyfiþroska og þjálfuð í þoli og styrk en það ætti líka að þjálfa þau í félagsfærni og tilfinningafærni. Að þekkja og skilja eigin tilfinningar, kunna góð samskipti, kunna að eignast og halda vinum, kunna að leysa ágreining á góðan hátt og þar fram eftir götunum. Þetta er færni sem ekki allir eiga auðvelt með en er alveg hægt að kenna. Við þyrftum að vera með námsefni á hverju einasta stigi en mikilvægt að þar sé notast við gagnreyndar aðferðir,“ segir hún.Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis.Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis, var hluti af teyminu á bak við aðgerðaáætlunina til ráðherra í apríl. Hún segir mikinn barning hafa verið um árið 2000 að innleiða geðrækt. Lífsleikni var komin víða inn í skólakerfið, en sumir töldu það vera uppfyllingu eða höfðu litlar forsendur til að kenna. Miklar breytingar hafa orðið síðan hvað aðgengilegt námsefni í geðrækt varðar. „Það er til dæmis frábært námsefni sem heitir Vinir Zippýs og er kennt í 28 löndum og í nokkrum skólum hér á landi. Ástralar og fleiri þjóðir eru mjög framarlega á þessu sviði og við horfum til þeirra,“ segir Salbjörg. Fólkið á bak við einstaklinginn „Annað sem við sjáum er að um helmingur stúlkna og rúmur þriðjungur drengja í framhaldsskólum árið 2016 hefur upplifað að einhver hafi sagt þeim frá því að hafa íhugað sjálfsvíg. Við þurfum að fræða krakka um það hvernig eigi að bregðast við ef svona gerist,“ segir Sigrún. Á Íslandi eru í kringum 35-40 skráð sjálfsvíg á ári í heildina. Fjölskyldunetið á bak við hvern einstakling getur verið mjög stórt og stór hópur fólks sem verður fyrir áhrifum þegar einstaklingur því nákominn fellur frá. Ef miðað er við allra nánustu fjölskyldu og vini og gengið út frá því að á bak við þessa 963 nemendur sem hafa reynt sjálfsvíg séu allt að 10 manns, þ.e. tveir foreldrar, tvær ömmur, tveir afar, eitt til tvö systkini, og tveir til þrír vinir, þá er hægt að reikna út að um 8.667 manns verði fyrir áhrifum. Hvert sjálfsvíg er harmleikur, ótal spurningum er ósvarað og sorgarferlið flókið. Búast má við að á hverju ári séu um 35-40 sjálfsvíg, oftast fólk á besta aldri sem hefur verið komið í öngstræti með líf sitt. Reikna má með að um 2-3.000 manns fari í jarðarfarir tengdar sjálfsvígum ár hvert. „Það eru í kringum þrír til átta sem syrgja verulega mikið og sjálfsvíg nákomins ættingja eða vinar hafa áhrif á allt lífið. Sumir hætta í skóla, aðrir eiga erfitt með að fóta sig á vinnumarkaði. Við viljum ekki sjúkdómsgera sorgina en það eru um það bil 150-200 manns sem þyrftu að fá sorgarúrvinnslu en eru ekki að fá þá þjónustu sem skyldi, meðal annars vegna þess að þeir vita ekki hvert eigi að leita og/eða að þjónustan er af skornum skammti. Þessi hópur einstaklinga er oft falinn og með mikla vanlíðan í langan tíma. Öðrum aðstandendum og vinnufélögum finnst oft erfitt að nálgast þá, þar sem dauðinn og þá einkum sjálfsvíg eru tabú að ræða um. Ef ekki er unnið með sorgina er hætta á einangrun, kvíða og þunglyndi sem hægt væri að milda með snemmtækri íhlutun,“ segir Salbjörg. „Ef sjálfsvígstilraun verður í skólaumhverfinu er það fljótt að spyrjast út í skólanum og sögusagnir fara út um víðan völl. Það getur verið erfitt fyrir ungmenni að koma í skólann á nýjan leik og mikilvægt er að taka vel á móti viðkomandi. Þess vegna er mikilvægt að viðbragðsáætlun sé til staðar inni í skólanum, þar sem námsráðgjafi, umsjónarkennari og einhver þriðji aðili taka á málunum. Ef um sjálfsvíg er að ræða þá er mjög mikilvægt að vinna vel með bekkinn og nánustu vini til að forðast smitáhrif.“Ingibjörg Eva Þórisdóttir, lýðheilsufræðingur hjá rannsóknum og greiningu.Innleiða heilsueflandi skóla „Við bíðum spennt eftir því hvað ráðherra segir á mánudag og vonumst til að hún komi með eitthvað tengt þessari aðgerðaáætlun,“ segir Salbjörg. „Það sem við vitum er að það eru yfir 80-85% ungmenna sem líður vel, en það eru í kringum 15% sem þarf að hlúa mun betur að. Þetta er ekki bara á ábyrgð heilbrigðisþjónustunnar, heldur þarf allt samfélagið að vinna að því að leyfa fólki að vaxa og dafna og líða vel. Það er gríðarlega mikilvægt að staldra við og skoða hvað við getum gert betur. Einnig þarf að fá foreldra betur inn í foreldrastarf í skólanum með tilliti til þess að fjölskyldur eru mismunandi. Það er engin ein lausn sem hentar öllum.“ Hér áður var ekki talað um heilsueflandi skóla, sem þykir núna eðlilegt. Salbjörg segir að nú sé kominn tími á að innleiða slíka hugsun í allt samfélagið. Sum sveitarfélög séu orðin heilsueflandi samfélög og er það vel. „Heilsueflandi skóli og heilsueflandi samfélag. Við þurfum líka að skoða fjölskyldustefnu ríkisstjórnarinnar árið 2016 sem er ekki enn búið að samþykkja á Alþingi. Við þurfum fjölskyldustefnu til að ná til allra barna og fjölskyldna. Vinnumarkaðurinn þarf einnig að koma til móts með sveigjanlegum vinnutíma. Þetta er stór pakki en þarf að ráðast í hann strax. Ef við gerum þetta almennilega þá fáum við heilsteyptan einstakling út úr skólakerfinu,“ segir Salbjörg. „Þá var einnig þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Það er liðið á seinnihluta 2018 og einungis hluti hennar orðinn að veruleika. Það er byrjað á sumu en annað er brotakennt. Það þarf að spýta í lófana með ákveðna hluti. Við verðum að sinna forvörnum, snemmtækri íhlutun og allri meðferð mun betur. Horfa á styrkleika fólks og getu þess og gefa öllum tækifæri til að njóta sín í umhverfinu.“ Sigrún tekur í sama streng. „Geðheilbrigðisþjónusta er ekki nógu aðgengileg sem gengur þvert á það sem við erum að segja unga fólkinu okkar. Ef við viljum hvetja það til að leita sér hjálpar þá verðum við að tryggja að það sé auðvelt og einfalt að gera það. Það er mikilvægt að fólk leiti sér hjálpar og að þá sé hjálpin til staðar. Við leggjum til lausnir í aðgerðaáætluninni sem verður vonandi tekin í notkun von bráðar,“ segir Sigrún. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Ný skýrsla frá Embætti landlæknis um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna kom út fyrir helgi og verður kynnt á málþinginu Stöndum saman gegn sjálfsvígum á mánudag, alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Niðurstöður koma á óvart en þar kemur fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafa gert tilraun til sjálfsvígs. „Frá því um 2010-2012 höfum við séð vaxandi vanlíðan meðal íslenskra ungmenna. Þetta kemur líka fram í þessari skýrslu í auknum sjálfsvígshugsunum og gríðarlega mikilli aukningu í sjálfsskaða meðal stúlkna í framhaldsskólum. Þar er þróunin frá 2010 úr 4% í 13%,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis. „Miðað við þessar niðurstöður er þetta eitthvað sem hefur aukist meðal stúlkna. Það eru fleiri stúlkur í dag sem segjast hafa hugleitt sjálfsvíg en árið 2000 og sérstaklega er aukningin mikil frá árinu 2010.“ Fleiri drengir en stúlkur eru á skrá yfir dauðsföll vegna sjálfsvíga á þessum aldri, 16-20 ára. Hlutfall drengja í framhaldsskólum sem hafa gert tilraun til sjálfsvígs hefur hins vegar haldist stöðugt í kringum 5-7% frá 2000-2016. Greina má breytingar hjá stúlkum yfir tímabilið. Hlutfall þeirra sem höfðu gert tilraun til sjálfsvígs var 9% árið 2000, 11% árið 2004, 7% árið 2010 og hækkaði í 12% árið 2016.Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis.Tekið er tillit til skekkjumarka og spurninga sem tengdust tilraunum til sjálfsvígs, spurt á mismunandi vegu til að draga úr efasemdum. Auk þess svaraði ekki nema 71% framhaldsskólanema könnuninni árið 2016 en 29% voru fjarverandi. Til dæmis var skólasókn 16 ára nemenda 94,7% haustið 2016 samkvæmt Hagstofu og því 5,3% sem voru ýmist ekki í skóla, á vinnumarkaðnum eða annað. Skekkjan er því beggja vegna. Þátttakendur í rannsókninni voru framhaldsskólanemar sem voru mættir þann dag sem könnunin var gerð. Taka þarf mið af nemendum sem voru fjarverandi, nemendum sem mæta illa í skólann af einhverjum ástæðum og nemendum sem líður jafnvel svo illa að þeir vilja ekki svara.Sjálfsvíg annarra áhrifamikil „Þessar niðurstöður komu mér á óvart og mér finnst tölurnar sláandi,“ segir Ingibjörg Eva. „Þetta er ekki eitthvað sem ég hef heyrt mikið um. Við viljum ekki að það sé til staðar eitthvert falið vandamál. Hvað veldur vitum við ekki nákvæmlega, því ekki var spurt um það í rannsókninni og þyrfti líklega að gera með viðtölum en það er hægt að finna svona meginþemu. Ég hugsa að ástæðurnar séu hins vegar ofboðslega margar og ólíkar.“ Nemendur sem höfðu upplifað það að einhver greindi þeim frá sjálfsvígshugsunum voru tæplega tvöfalt líklegri til að hafa gert tilraun til sjálfsvígs og til að hafa í alvöru hugleitt sjálfsvíg. Nemendur sem áttu góðan vin eða einhvern nákominn sem hafði gert tilraun til sjálfsvígs voru tæplega þrefalt líklegri til að hafa sjálf gert tilraun til sjálfsvígs og 1,5 sinnum líklegri til að hafa í alvöru hugleitt sjálfsvíg. Aðrir sterkir áhrifaþættir fyrir tilraun til sjálfsvígs voru þunglyndi, reiði, af hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og að hafa reykt kannabis um ævina. Sterkustu sjálfstæðu áhættuþættirnir fyrir sjálfsvígshugsanir voru einkenni þunglyndis, reiði, sjálfsvígshugsanir annarra, það er ef einhver hafði sagt viðkomandi frá hugleiðingum um sjálfsvíg, kynferðisofbeldi, og lítill stuðningur foreldra, í þessari röð. Fjölskyldumynstur skiptir miklu máli, hvort það megi tala um hlutina eða hvort allt sé þaggað niður. Samskipti innan fjölskyldunnar og uppeldisskilyrði sem börn búa við eru áhrifaþáttur. Þá eru börn af erlendum uppruna í áhættuhóp sem mætti horfa betur til. Geðrækt bjargar mannslífum Sigrún fór fyrir öflugum starfshópi sem skilaði aðgerðaáætlun til ráðherra í apríl síðastliðnum um að fækka sjálfsvígum á Íslandi og dregur fram gagnreyndar aðferðir og leiðir til þess. Samkvæmt slíkri aðgerðaáætlun er skynsamlegra að beina sjónum að æviskeiðinu í heild þar sem tíðni sjálfsvíga hér á landi er lægst meðal unglinga en annars svipuð yfir öll fullorðinsárin. Á síðastliðnum áratug hafa flest sjálfsvíg, eða um 22%, orðið í aldurshópnum 30-39 ára og um 17% í aldurshópnum 20-29 ára, 40-49 ára og 50-59 ára. Sigrún segir mikilvægt að huga að geðrækt og forvörnum í samfélaginu. Grípa þurfi inn í miklu fyrr með snemmtækri íhlutun og segir hún að geðrækt á öllum skólastigum barna ætti að verða fastur liður í skólastarfi. Einnig er mikilvægt að efla þennan þátt í mæðravernd og í ungbarnaeftirliti. „Börn eru markvisst þjálfuð í hreyfiþroska og þjálfuð í þoli og styrk en það ætti líka að þjálfa þau í félagsfærni og tilfinningafærni. Að þekkja og skilja eigin tilfinningar, kunna góð samskipti, kunna að eignast og halda vinum, kunna að leysa ágreining á góðan hátt og þar fram eftir götunum. Þetta er færni sem ekki allir eiga auðvelt með en er alveg hægt að kenna. Við þyrftum að vera með námsefni á hverju einasta stigi en mikilvægt að þar sé notast við gagnreyndar aðferðir,“ segir hún.Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis.Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis, var hluti af teyminu á bak við aðgerðaáætlunina til ráðherra í apríl. Hún segir mikinn barning hafa verið um árið 2000 að innleiða geðrækt. Lífsleikni var komin víða inn í skólakerfið, en sumir töldu það vera uppfyllingu eða höfðu litlar forsendur til að kenna. Miklar breytingar hafa orðið síðan hvað aðgengilegt námsefni í geðrækt varðar. „Það er til dæmis frábært námsefni sem heitir Vinir Zippýs og er kennt í 28 löndum og í nokkrum skólum hér á landi. Ástralar og fleiri þjóðir eru mjög framarlega á þessu sviði og við horfum til þeirra,“ segir Salbjörg. Fólkið á bak við einstaklinginn „Annað sem við sjáum er að um helmingur stúlkna og rúmur þriðjungur drengja í framhaldsskólum árið 2016 hefur upplifað að einhver hafi sagt þeim frá því að hafa íhugað sjálfsvíg. Við þurfum að fræða krakka um það hvernig eigi að bregðast við ef svona gerist,“ segir Sigrún. Á Íslandi eru í kringum 35-40 skráð sjálfsvíg á ári í heildina. Fjölskyldunetið á bak við hvern einstakling getur verið mjög stórt og stór hópur fólks sem verður fyrir áhrifum þegar einstaklingur því nákominn fellur frá. Ef miðað er við allra nánustu fjölskyldu og vini og gengið út frá því að á bak við þessa 963 nemendur sem hafa reynt sjálfsvíg séu allt að 10 manns, þ.e. tveir foreldrar, tvær ömmur, tveir afar, eitt til tvö systkini, og tveir til þrír vinir, þá er hægt að reikna út að um 8.667 manns verði fyrir áhrifum. Hvert sjálfsvíg er harmleikur, ótal spurningum er ósvarað og sorgarferlið flókið. Búast má við að á hverju ári séu um 35-40 sjálfsvíg, oftast fólk á besta aldri sem hefur verið komið í öngstræti með líf sitt. Reikna má með að um 2-3.000 manns fari í jarðarfarir tengdar sjálfsvígum ár hvert. „Það eru í kringum þrír til átta sem syrgja verulega mikið og sjálfsvíg nákomins ættingja eða vinar hafa áhrif á allt lífið. Sumir hætta í skóla, aðrir eiga erfitt með að fóta sig á vinnumarkaði. Við viljum ekki sjúkdómsgera sorgina en það eru um það bil 150-200 manns sem þyrftu að fá sorgarúrvinnslu en eru ekki að fá þá þjónustu sem skyldi, meðal annars vegna þess að þeir vita ekki hvert eigi að leita og/eða að þjónustan er af skornum skammti. Þessi hópur einstaklinga er oft falinn og með mikla vanlíðan í langan tíma. Öðrum aðstandendum og vinnufélögum finnst oft erfitt að nálgast þá, þar sem dauðinn og þá einkum sjálfsvíg eru tabú að ræða um. Ef ekki er unnið með sorgina er hætta á einangrun, kvíða og þunglyndi sem hægt væri að milda með snemmtækri íhlutun,“ segir Salbjörg. „Ef sjálfsvígstilraun verður í skólaumhverfinu er það fljótt að spyrjast út í skólanum og sögusagnir fara út um víðan völl. Það getur verið erfitt fyrir ungmenni að koma í skólann á nýjan leik og mikilvægt er að taka vel á móti viðkomandi. Þess vegna er mikilvægt að viðbragðsáætlun sé til staðar inni í skólanum, þar sem námsráðgjafi, umsjónarkennari og einhver þriðji aðili taka á málunum. Ef um sjálfsvíg er að ræða þá er mjög mikilvægt að vinna vel með bekkinn og nánustu vini til að forðast smitáhrif.“Ingibjörg Eva Þórisdóttir, lýðheilsufræðingur hjá rannsóknum og greiningu.Innleiða heilsueflandi skóla „Við bíðum spennt eftir því hvað ráðherra segir á mánudag og vonumst til að hún komi með eitthvað tengt þessari aðgerðaáætlun,“ segir Salbjörg. „Það sem við vitum er að það eru yfir 80-85% ungmenna sem líður vel, en það eru í kringum 15% sem þarf að hlúa mun betur að. Þetta er ekki bara á ábyrgð heilbrigðisþjónustunnar, heldur þarf allt samfélagið að vinna að því að leyfa fólki að vaxa og dafna og líða vel. Það er gríðarlega mikilvægt að staldra við og skoða hvað við getum gert betur. Einnig þarf að fá foreldra betur inn í foreldrastarf í skólanum með tilliti til þess að fjölskyldur eru mismunandi. Það er engin ein lausn sem hentar öllum.“ Hér áður var ekki talað um heilsueflandi skóla, sem þykir núna eðlilegt. Salbjörg segir að nú sé kominn tími á að innleiða slíka hugsun í allt samfélagið. Sum sveitarfélög séu orðin heilsueflandi samfélög og er það vel. „Heilsueflandi skóli og heilsueflandi samfélag. Við þurfum líka að skoða fjölskyldustefnu ríkisstjórnarinnar árið 2016 sem er ekki enn búið að samþykkja á Alþingi. Við þurfum fjölskyldustefnu til að ná til allra barna og fjölskyldna. Vinnumarkaðurinn þarf einnig að koma til móts með sveigjanlegum vinnutíma. Þetta er stór pakki en þarf að ráðast í hann strax. Ef við gerum þetta almennilega þá fáum við heilsteyptan einstakling út úr skólakerfinu,“ segir Salbjörg. „Þá var einnig þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Það er liðið á seinnihluta 2018 og einungis hluti hennar orðinn að veruleika. Það er byrjað á sumu en annað er brotakennt. Það þarf að spýta í lófana með ákveðna hluti. Við verðum að sinna forvörnum, snemmtækri íhlutun og allri meðferð mun betur. Horfa á styrkleika fólks og getu þess og gefa öllum tækifæri til að njóta sín í umhverfinu.“ Sigrún tekur í sama streng. „Geðheilbrigðisþjónusta er ekki nógu aðgengileg sem gengur þvert á það sem við erum að segja unga fólkinu okkar. Ef við viljum hvetja það til að leita sér hjálpar þá verðum við að tryggja að það sé auðvelt og einfalt að gera það. Það er mikilvægt að fólk leiti sér hjálpar og að þá sé hjálpin til staðar. Við leggjum til lausnir í aðgerðaáætluninni sem verður vonandi tekin í notkun von bráðar,“ segir Sigrún.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent