Strætó vísar ásökunum Sönnu um níðingsskap til föðurhúsanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2018 12:12 Sanna segir að hækka þurfi launin og hlúa betur að fólki. Vísir/Vilhelm Strætó bs. vísar ásökunum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um níðingsskap og spillt hugarfar á bug. Sanna sakaði fyrirtækið um að „leigja fólk“ í gegnum starfsmannaleigur og greiða því „lægstu laun“ á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. Sanna ræddi stöðu innflytjenda og hælisleitenda í ræðu sinni á fundinum. Í ræðunni, sem hún birti í heild á Facebook-síðu sinni, segir hún áðurefnda samfélagshópa eiga undir högg að sækja á húsnæðis- og vinnumarkaði. Þá sakar hún fyrirtækið Strætó bs. um níðingsskap og spillingu. „En nú er þessi níðingsskapur orðið normið á leigumarkaði og yfirgangur fyrirtækja á starfsfólki sínu er líka orðið normið. Starfsmannaleigur ná langt inn í opinber fyrirtæki. Strætó hefur leigt fólk sem starfsmannaleigur greiða lægstu laun og starfsmannaleigurnar ná svo peningum af með því að leigja því bedda í margra manna herbergi fyrir svívirðilegt verð,“ segir í ræðu Sönnu. „Félagslegar stofnanir eins og strætó er orðinn spilltur af þessu hugarfari sem sprettur af því að við slepptum kapítalistum og okrurum á fólk.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir fyrirtækið fordæma málflutning Sönnu og vísar ásökunum hennar um spillt hugarfar og níðingsskap gagnvart starfsfólki til föðurhúsanna. Sanna sendi Strætó bs. fyrirspurn vegna málsins áður en hún flutti ræðuna í borgarstjórn. Í skriflegu svari Sigríðar Harðardóttur, mannauðsstjóra Strætó bs., við fyrirspurn Sönnu segir að starfsmenn Strætó séu með ráðningarsamning beint við fyrirtækið og þeim séu greidd laun í samræmi við kjarasamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó. Svar Sigríðar má sjá í heild hér að neðan.„Starfsmannaþjónustan Elja hefur sl. 3 ár aðstoðað Strætó við að ráða vagnstjóra til starfa. Ólíkt öðrum viðskiptavinum Elju þá eru viðkomandi starfsmenn með ráðningasamning beint við Strætó líkt og allir aðrir starfsmenn fyrirtækisins og fá laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó.“ Borgarstjórn Kjaramál Strætó Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27 „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Strætó bs. vísar ásökunum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um níðingsskap og spillt hugarfar á bug. Sanna sakaði fyrirtækið um að „leigja fólk“ í gegnum starfsmannaleigur og greiða því „lægstu laun“ á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. Sanna ræddi stöðu innflytjenda og hælisleitenda í ræðu sinni á fundinum. Í ræðunni, sem hún birti í heild á Facebook-síðu sinni, segir hún áðurefnda samfélagshópa eiga undir högg að sækja á húsnæðis- og vinnumarkaði. Þá sakar hún fyrirtækið Strætó bs. um níðingsskap og spillingu. „En nú er þessi níðingsskapur orðið normið á leigumarkaði og yfirgangur fyrirtækja á starfsfólki sínu er líka orðið normið. Starfsmannaleigur ná langt inn í opinber fyrirtæki. Strætó hefur leigt fólk sem starfsmannaleigur greiða lægstu laun og starfsmannaleigurnar ná svo peningum af með því að leigja því bedda í margra manna herbergi fyrir svívirðilegt verð,“ segir í ræðu Sönnu. „Félagslegar stofnanir eins og strætó er orðinn spilltur af þessu hugarfari sem sprettur af því að við slepptum kapítalistum og okrurum á fólk.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir fyrirtækið fordæma málflutning Sönnu og vísar ásökunum hennar um spillt hugarfar og níðingsskap gagnvart starfsfólki til föðurhúsanna. Sanna sendi Strætó bs. fyrirspurn vegna málsins áður en hún flutti ræðuna í borgarstjórn. Í skriflegu svari Sigríðar Harðardóttur, mannauðsstjóra Strætó bs., við fyrirspurn Sönnu segir að starfsmenn Strætó séu með ráðningarsamning beint við fyrirtækið og þeim séu greidd laun í samræmi við kjarasamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó. Svar Sigríðar má sjá í heild hér að neðan.„Starfsmannaþjónustan Elja hefur sl. 3 ár aðstoðað Strætó við að ráða vagnstjóra til starfa. Ólíkt öðrum viðskiptavinum Elju þá eru viðkomandi starfsmenn með ráðningasamning beint við Strætó líkt og allir aðrir starfsmenn fyrirtækisins og fá laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó.“
Borgarstjórn Kjaramál Strætó Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27 „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27
„Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01
Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03