Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2018 11:08 Fulltrúar Arnarlax og kokkalandsliðsmenn í hádegisverðinum í Hörpu á miðvikudaginn meðan allt lék í lyndi. Arnarlax Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. Þau valdi starfsfólki Arnarlax miklum vonbrigðum og fyrirtækinu skaða. Í tveggja mánaða aðdraganda fyrir undirritun á miðvikudaginn hafi enginn gert neina athugasemd. Landsliðskokkar hafi framreitt kræsingar úr hráefni Arnarlax með bros á vör við undirritun í Hörpu á miðvikudaginn. Hann grunar andstæðinga fiskeldis um að hafa haft í hótunum við kokkana. „Þetta er ótrúlega sérstakt. Samningsferlið hófst fyrir um tæpum tveimur mánuðum og aldrei á því tímabili, þar sem haldnir voru fundir og annað slíkt, komu neinar athugasemdir til okkar að fólk hefði einhverjar áhyggjur af okkar framleiðslu eða öðru,“ segir Þorsteinn. Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, tjáði Vísi í morgun að viðbrögð landsliðsmanna sinna hefðu komið sér mjög á óvart. Stillt upp við vegg Í samstilltum aðgerðum kokkalandsliðsfólks í gær mótmælti það nýja samningnum og sagði sig úr landsliðinu. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu,“ sagði í yfirlýsingunni sem dreift var á samfélagsmiðlum. Ylfa Helgadóttir, kokkalandsliðsmaður tjáði RÚV í morgun að samningurinn hefði komið landsliðsfólki á óvart. Liðið vildi hafa jákvæða ímynd og tengja sig við fyrirtæki sem væru góð fyrirmynd. „Samningurinn er líklegast gerður í góðri trú en viðbrögðin frá samfélaginu eru svipuð og innan liðsins. Liðið er ekki alltaf meðvitað um hvaða samninga er verið að búa til. Þegar þetta var gert opinbert var þetta jafn mikið sjokk fyrir liðsmenn og það var fyrir aðra í geiranum,“ segir hún. Fjölmenni var í hátíðarhádegisverði við undirritun samningsins í Hörpu á miðvikudag. Helstu fjölmiðlar voru mættir, Logi Bergmann sá um veislustjórn og landsliðskokkar framreiddu kræsingar úr eldislaxi. Engan grunaði þann viðsnúning sem varð í gær að sögn Þorsteins. „Það var enginn sem sagði neitt þegar við sendum út boðskortið. Enginn sagði neitt í Hörpunni. Við tókum mynd af okkur og kokkalandsliðinu. Þeir voru að elda úr hráefninu okkar dýrindis krásir og réttir. Svo er eins og það gerist eitthvað daginn eftir. Þá bara allt í einu er okkur stillt upp við vegg og sagt að það sé uppnám í liðinu og verið að gera athugasemdir við að við séum bakhjarlar.“ Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík.„Hvað gerðist?“Honum sárnar að Arnarlax hafi ekki fengið tækifæri til að bregðast við, ræða við kokkana og eftir atvikum útskýra eða svara spurningum. Hann grunar að utanaðkomandi pressa frá andstæðingum laxeldis hafi sitt að segja. „Við heyrðum líka og grunar að andstæðingar fiskeldis, sem hafa verið fyrirferðamiklir í umræðunni, séu að hóta liðsmönnum kokkalandsliðsins. Það er rosalega sérstakt að standa einn daginn með okkur í skemmtilegri veislu og borða góðan mat. Daginn eftir erum við það ómöguleg að það á bara að ganga úr liðinu af því að við erum bakhjarlar. Við spyrjum okkur hvað gerðist?“ Arnarlax hafi ákveðnar vísbendingar og gruni að andstæðingar fiskeldis hafi lagst á liðsmenn og forsvarsmenn kokkalandsliðsins. Sett á þá pressu.Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, tjáði Vísi í morgun að málið væri alls ekki einfalt. Reynt yrði að finna á því farsæla lausn.Fréttablaðið/stefánEngin krafa um að nota hráefni ArnarlaxÞorsteinn segir Arnarlax hafa viljað leggja góðu málefni lið. Verkefnið sé skemmtilegt og kokkarnir flottir. „Við erum bara sár og skiljum ekkert í þessu. Við erum hrygg og leið að vera dregin inn í svona farsakennda atburðarás. Þetta skaðar okkur og þetta skaðar kokkalandsliðið.“ Starfsfólk Arnarlax hafi verið spennt fyrir verkefninu. „Það vinna 120 manns hjá okkur og það var mikil eftirvænting og gleði hjá starfsfólkinu.“ Arnarlax er nú einn af bakhjörlum kokkalandsliðsins þótt samningurinn sé í uppnámi í ljósi stöðunnar. Segja má að kokkalandsliðið, sem keppa átti á HM í nóvember, sé ekki starfandi. Þorsteinn segir að í samkomulaginu hafi falist að Arnarlax legði landsliðinu til fjármagn. Á móti átti landsliðið að hafa merki Arnarlax á búningnum sínum eins og merki annarra bakhjarla. „Það voru engar kröfur um að eingöngu sé notað hráefni frá Arnarlax, þau tjái sig um fyrirtækið eða neitt svoleiðis. Það er mjög eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á öllu milli himins og jarðar. En það er rosalega sérstakt að gera þetta svona. Af hverju sagði enginn neitt? Þá hefðum við tekið það gott og gilt, ekkert mál.“ Hann vilji fyrir alla muni finna lausn á málinu.„Þetta snýst náttúrulega um liðið og það fái frið til að æfa sig og undirbúa fyrir mótið.“ Sjávarútvegur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. 6. september 2018 22:37 Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07 Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. Þau valdi starfsfólki Arnarlax miklum vonbrigðum og fyrirtækinu skaða. Í tveggja mánaða aðdraganda fyrir undirritun á miðvikudaginn hafi enginn gert neina athugasemd. Landsliðskokkar hafi framreitt kræsingar úr hráefni Arnarlax með bros á vör við undirritun í Hörpu á miðvikudaginn. Hann grunar andstæðinga fiskeldis um að hafa haft í hótunum við kokkana. „Þetta er ótrúlega sérstakt. Samningsferlið hófst fyrir um tæpum tveimur mánuðum og aldrei á því tímabili, þar sem haldnir voru fundir og annað slíkt, komu neinar athugasemdir til okkar að fólk hefði einhverjar áhyggjur af okkar framleiðslu eða öðru,“ segir Þorsteinn. Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, tjáði Vísi í morgun að viðbrögð landsliðsmanna sinna hefðu komið sér mjög á óvart. Stillt upp við vegg Í samstilltum aðgerðum kokkalandsliðsfólks í gær mótmælti það nýja samningnum og sagði sig úr landsliðinu. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu,“ sagði í yfirlýsingunni sem dreift var á samfélagsmiðlum. Ylfa Helgadóttir, kokkalandsliðsmaður tjáði RÚV í morgun að samningurinn hefði komið landsliðsfólki á óvart. Liðið vildi hafa jákvæða ímynd og tengja sig við fyrirtæki sem væru góð fyrirmynd. „Samningurinn er líklegast gerður í góðri trú en viðbrögðin frá samfélaginu eru svipuð og innan liðsins. Liðið er ekki alltaf meðvitað um hvaða samninga er verið að búa til. Þegar þetta var gert opinbert var þetta jafn mikið sjokk fyrir liðsmenn og það var fyrir aðra í geiranum,“ segir hún. Fjölmenni var í hátíðarhádegisverði við undirritun samningsins í Hörpu á miðvikudag. Helstu fjölmiðlar voru mættir, Logi Bergmann sá um veislustjórn og landsliðskokkar framreiddu kræsingar úr eldislaxi. Engan grunaði þann viðsnúning sem varð í gær að sögn Þorsteins. „Það var enginn sem sagði neitt þegar við sendum út boðskortið. Enginn sagði neitt í Hörpunni. Við tókum mynd af okkur og kokkalandsliðinu. Þeir voru að elda úr hráefninu okkar dýrindis krásir og réttir. Svo er eins og það gerist eitthvað daginn eftir. Þá bara allt í einu er okkur stillt upp við vegg og sagt að það sé uppnám í liðinu og verið að gera athugasemdir við að við séum bakhjarlar.“ Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík.„Hvað gerðist?“Honum sárnar að Arnarlax hafi ekki fengið tækifæri til að bregðast við, ræða við kokkana og eftir atvikum útskýra eða svara spurningum. Hann grunar að utanaðkomandi pressa frá andstæðingum laxeldis hafi sitt að segja. „Við heyrðum líka og grunar að andstæðingar fiskeldis, sem hafa verið fyrirferðamiklir í umræðunni, séu að hóta liðsmönnum kokkalandsliðsins. Það er rosalega sérstakt að standa einn daginn með okkur í skemmtilegri veislu og borða góðan mat. Daginn eftir erum við það ómöguleg að það á bara að ganga úr liðinu af því að við erum bakhjarlar. Við spyrjum okkur hvað gerðist?“ Arnarlax hafi ákveðnar vísbendingar og gruni að andstæðingar fiskeldis hafi lagst á liðsmenn og forsvarsmenn kokkalandsliðsins. Sett á þá pressu.Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, tjáði Vísi í morgun að málið væri alls ekki einfalt. Reynt yrði að finna á því farsæla lausn.Fréttablaðið/stefánEngin krafa um að nota hráefni ArnarlaxÞorsteinn segir Arnarlax hafa viljað leggja góðu málefni lið. Verkefnið sé skemmtilegt og kokkarnir flottir. „Við erum bara sár og skiljum ekkert í þessu. Við erum hrygg og leið að vera dregin inn í svona farsakennda atburðarás. Þetta skaðar okkur og þetta skaðar kokkalandsliðið.“ Starfsfólk Arnarlax hafi verið spennt fyrir verkefninu. „Það vinna 120 manns hjá okkur og það var mikil eftirvænting og gleði hjá starfsfólkinu.“ Arnarlax er nú einn af bakhjörlum kokkalandsliðsins þótt samningurinn sé í uppnámi í ljósi stöðunnar. Segja má að kokkalandsliðið, sem keppa átti á HM í nóvember, sé ekki starfandi. Þorsteinn segir að í samkomulaginu hafi falist að Arnarlax legði landsliðinu til fjármagn. Á móti átti landsliðið að hafa merki Arnarlax á búningnum sínum eins og merki annarra bakhjarla. „Það voru engar kröfur um að eingöngu sé notað hráefni frá Arnarlax, þau tjái sig um fyrirtækið eða neitt svoleiðis. Það er mjög eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á öllu milli himins og jarðar. En það er rosalega sérstakt að gera þetta svona. Af hverju sagði enginn neitt? Þá hefðum við tekið það gott og gilt, ekkert mál.“ Hann vilji fyrir alla muni finna lausn á málinu.„Þetta snýst náttúrulega um liðið og það fái frið til að æfa sig og undirbúa fyrir mótið.“
Sjávarútvegur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. 6. september 2018 22:37 Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07 Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. 6. september 2018 22:37
Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07
Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57