Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2018 22:37 Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim. Mynd/kokkalandsliðið Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. Frá þessu greina umræddir kokkar á Facebook síðum sínum. Segjast þeir sem kokkalandsliðsmenn og kokkalandslið mótmæla ákvörðun stjórnar kokkalandliðsins að gera samning við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu.“ Undir þessa yfirlýsingu rita eftirfarandi: Garðar Kári Garðarsson Kokkalandsliðsmaður 2011-2018 Ylfa Helgadóttir Kokkalandsliðsmaður 2013-2018 Snædis Xyza Mae Jónsdóttir Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Kara Guðmundsdóttir Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Snorri Victor Gylfason Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Ari Þór Gunnarsson Kokkalandsliðsmaður 2014 - 2018 Georg Arnar Halldorson Kokkalandsliðsmaður 2015-2018 Viktor Örn Andrésson Kokkalandsliðsmaður 2010 -2018 Sigurjón Bragi Geirsson Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Jóhannes Steinn Jóhannesson Kokkalandsliðsmaður 2008-2018 Þorsteinn Geir Kristinsson Kokkalandsliðsmaður 2017-2018“ Fyrr í kvöld greindi meistarakokkurinn Sturla Birgisson frá því að hann hefði sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna umrædds samnings. Lýsti hann samningnum sem verstu uppákomuna í sögu klubbsins. Haldið var hóf í tilefni samstarfs Arnarlax og Kokkalandsliðsins í Hörpu í gær. Að neðan má sjá myndir frá hófinu. Fiskeldi Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00 Hörkupartý í Hörpunni Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. 6. september 2018 17:00 Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07 Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. Frá þessu greina umræddir kokkar á Facebook síðum sínum. Segjast þeir sem kokkalandsliðsmenn og kokkalandslið mótmæla ákvörðun stjórnar kokkalandliðsins að gera samning við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu.“ Undir þessa yfirlýsingu rita eftirfarandi: Garðar Kári Garðarsson Kokkalandsliðsmaður 2011-2018 Ylfa Helgadóttir Kokkalandsliðsmaður 2013-2018 Snædis Xyza Mae Jónsdóttir Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Kara Guðmundsdóttir Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Snorri Victor Gylfason Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Ari Þór Gunnarsson Kokkalandsliðsmaður 2014 - 2018 Georg Arnar Halldorson Kokkalandsliðsmaður 2015-2018 Viktor Örn Andrésson Kokkalandsliðsmaður 2010 -2018 Sigurjón Bragi Geirsson Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Jóhannes Steinn Jóhannesson Kokkalandsliðsmaður 2008-2018 Þorsteinn Geir Kristinsson Kokkalandsliðsmaður 2017-2018“ Fyrr í kvöld greindi meistarakokkurinn Sturla Birgisson frá því að hann hefði sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna umrædds samnings. Lýsti hann samningnum sem verstu uppákomuna í sögu klubbsins. Haldið var hóf í tilefni samstarfs Arnarlax og Kokkalandsliðsins í Hörpu í gær. Að neðan má sjá myndir frá hófinu.
Fiskeldi Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00 Hörkupartý í Hörpunni Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. 6. september 2018 17:00 Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07 Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00
Hörkupartý í Hörpunni Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. 6. september 2018 17:00
Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07
Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22