Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. september 2018 06:00 Kári Sturluson. Fréttablaðið/gva „Málið er komið í það horf sem til þarf til að komast að því hvort það séu einhverjar eignir þarna,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu ohf. sem staðið hefur í málarekstri gegn tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta þær 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því fyrst í september í fyrra að 35 milljónir af miðasölutekjunum væru horfnar. Í nóvember fór Harpa fram á kyrrsetningu á öllum eignum Kára og KS Productions til að tryggja hagsmuni Hörpu og hljómsveitarinnar auk þess sem Kára var stefnt til greiðslu á 35 milljónunum. Kyrrsetningin var staðfest en reyndist árangurslaus að hluta þar sem eignir nægðu ekki upp í kröfuna og óskaði Harpa ohf. því eftir gjaldþrotaskiptum á Kára og félaginu. Héraðsdómur úrskurðaði Kára og félagið gjaldþrota í maí og staðfesti Landsréttur það mánuði síðar. Þegar ljóst varð að þrotameðferð væri hafin á Kára og KS Productions var kyrrsetningarmálið fellt niður af Hörpu. Skiptastjóri þrotabús Kára krafði þá Hörpu um málskostnað og féllst héraðsdómur á að Hörpu bæri að greiða Kára 400 þúsund krónur í málskostnað en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við. Harpa slapp því við málskostnaðinn. Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. Fram hafði komið fyrir dómi í málinu að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér 35 milljóna króna tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Hvort það fjárhagstjón sem af gjörningnum varð fáist bætt veltur því nú á því hvort skiptastjóra takist að finna nægar eignir upp í kröfuna og takist betur upp en í árangurslausu kyrrsetningunni sem reynd var áður. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
„Málið er komið í það horf sem til þarf til að komast að því hvort það séu einhverjar eignir þarna,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu ohf. sem staðið hefur í málarekstri gegn tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta þær 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því fyrst í september í fyrra að 35 milljónir af miðasölutekjunum væru horfnar. Í nóvember fór Harpa fram á kyrrsetningu á öllum eignum Kára og KS Productions til að tryggja hagsmuni Hörpu og hljómsveitarinnar auk þess sem Kára var stefnt til greiðslu á 35 milljónunum. Kyrrsetningin var staðfest en reyndist árangurslaus að hluta þar sem eignir nægðu ekki upp í kröfuna og óskaði Harpa ohf. því eftir gjaldþrotaskiptum á Kára og félaginu. Héraðsdómur úrskurðaði Kára og félagið gjaldþrota í maí og staðfesti Landsréttur það mánuði síðar. Þegar ljóst varð að þrotameðferð væri hafin á Kára og KS Productions var kyrrsetningarmálið fellt niður af Hörpu. Skiptastjóri þrotabús Kára krafði þá Hörpu um málskostnað og féllst héraðsdómur á að Hörpu bæri að greiða Kára 400 þúsund krónur í málskostnað en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við. Harpa slapp því við málskostnaðinn. Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. Fram hafði komið fyrir dómi í málinu að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér 35 milljóna króna tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Hvort það fjárhagstjón sem af gjörningnum varð fáist bætt veltur því nú á því hvort skiptastjóra takist að finna nægar eignir upp í kröfuna og takist betur upp en í árangurslausu kyrrsetningunni sem reynd var áður.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35