Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2018 18:07 Sturla Birgisson var fyrstur Íslendinga til að komast á Bocuse d'Or. Mynd/Af Facebook-síðu Sturlu Meistarakokkurinn Sturla Birgisson hefur sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna styrktarsamnings sem klúbburinn hefur gert við fiskeldisfélagið Arnarlax fyrir hönd kokkalandsliðsins. Hann segir samninginn fráleitan. Sturla, sem er leigutaki Laxár á Ásum, greinir frá ákvörðun sinni frá Facebook og segir samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins. „Það er grátlegt til þess að hugsa að á sama tíma og mörg af helstu veitingahúsum landsins hafa tekið saman höndum til varnar umhverfi og lífríki Íslands með því að lýsa yfir að þau bjóði aðeins lax úr landeldi, hafi klúbburinn látið glepjast fyrir fé og sé að auglýsa norskan eldislax sem alinn er í opnum sjókvíum við landið.“ Veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá Sturla greinir frá því að það hafi verið hann sem hafi dregið laxinn að landi í Vatnsdalsá síðastliðinn föstudag sem hafi reynst vera eldislax. Það sé ömurleg reynsla að draga slíkan fisk að landi. „Fiskurinn tók flugu og byrjaði að synda beint til mín og eftir 30 sekúndu baráttu gafst hann upp og lét sig fljóta til mín. Ef þetta er það sem koma skal í veiðiárnar okkar getum við bara pakkað saman. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert við laxeldi að athuga ef það er gert með þeim hætti að það valdi ekki náttúru Íslands og villta laxinum okkar skaða. Til þess þarf eldið að fara í lokaðar kvíar, helst á landi. Ég vil líka nefna það að ég hef bæði verið í kokkalandsliðinu og þjálfað það. Þar að auki var ég fyrsti Íslendingurinn sem komst á Bocuse d’Or sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu,“ segir í færslu Sturlu. Fiskeldi Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00 Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Meistarakokkurinn Sturla Birgisson hefur sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna styrktarsamnings sem klúbburinn hefur gert við fiskeldisfélagið Arnarlax fyrir hönd kokkalandsliðsins. Hann segir samninginn fráleitan. Sturla, sem er leigutaki Laxár á Ásum, greinir frá ákvörðun sinni frá Facebook og segir samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins. „Það er grátlegt til þess að hugsa að á sama tíma og mörg af helstu veitingahúsum landsins hafa tekið saman höndum til varnar umhverfi og lífríki Íslands með því að lýsa yfir að þau bjóði aðeins lax úr landeldi, hafi klúbburinn látið glepjast fyrir fé og sé að auglýsa norskan eldislax sem alinn er í opnum sjókvíum við landið.“ Veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá Sturla greinir frá því að það hafi verið hann sem hafi dregið laxinn að landi í Vatnsdalsá síðastliðinn föstudag sem hafi reynst vera eldislax. Það sé ömurleg reynsla að draga slíkan fisk að landi. „Fiskurinn tók flugu og byrjaði að synda beint til mín og eftir 30 sekúndu baráttu gafst hann upp og lét sig fljóta til mín. Ef þetta er það sem koma skal í veiðiárnar okkar getum við bara pakkað saman. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert við laxeldi að athuga ef það er gert með þeim hætti að það valdi ekki náttúru Íslands og villta laxinum okkar skaða. Til þess þarf eldið að fara í lokaðar kvíar, helst á landi. Ég vil líka nefna það að ég hef bæði verið í kokkalandsliðinu og þjálfað það. Þar að auki var ég fyrsti Íslendingurinn sem komst á Bocuse d’Or sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu,“ segir í færslu Sturlu.
Fiskeldi Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00 Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
„Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00
Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22