Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2018 17:41 Aðskilnaður barna frá foreldrum sínum sem höfðu komið ólöglega til Bandaríkjanna olli miklum mótmælum í sumar. Trump-stjórnin vill nú leysa málið með því að fá heimild til að loka börnin inni með foreldrum sínum ótímabundið. Vísir/EPA Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum fá að halda börnum ótímabundið í innflytjendafangelsum með foreldrum sínum samkvæmt tillögu um breytingar á reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Nær öruggt er talið að reglubreytingin komi til kasta dómstóla. Tillaga heimavarnar- og heilbrigðisráðuneytanna felur í sér að alríkisstjórnin rifti sátt sem gerð fyrir fyrir rúmum tuttugu árum um meðferð á börnum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Með henni hefur innflytjendayfirvöldum verið óheimilt að halda börnunum lengur en í tuttugu daga. Nýju reglurnar þýða að hægt verður að halda börnunum lengur með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum, að sögn Washington Post. Þannig gætu yfirvöld haldið börnunum þar til mál þeirra hafa verið til lykta leidd fyrir dómstólum. Ríkisstjórn Trump varð harðlega gagnrýnd í sumar fyrir að hafa skilið þúsundir barna frá foreldrum sem höfðu komið ólöglega til Bandaríkjanna. Markmiðið var að fæla fólk frá því að reyna að komast inn í landið. Í mörgum tilfellum voru foreldrar sendir til heimalanda sinna án barnanna. Svo hávær voru mótmælin að stjórnin hættu þeirri stefnu sinni. Heimavarnarráðuneytið fullyrðir að nýju reglurnar grafi ekki undan réttindum sem börnin nutu áður. Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherran, segir að með reglunum sé lokað á lagalegar smugur sem komu í veg fyrir að ráðuneytið gæti handtekið og vísað úr landi fjölskyldum sem ættu ekki rétt á að vera áfram í Bandaríkjunum. Washington Post segir að rökstuðningur ráðuneytisins fyrir því að halda fjölskyldum í varðhaldi sé að tryggja að þær mæti fyrir innflytjendadómstóla. Svo löng bið er hins vegar eftir að mál séu tekin fyrir þar að nýju reglurnar gætu þýtt að fjölskyldum verði haldið föngnum svo mánuðum skiptir. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum fá að halda börnum ótímabundið í innflytjendafangelsum með foreldrum sínum samkvæmt tillögu um breytingar á reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Nær öruggt er talið að reglubreytingin komi til kasta dómstóla. Tillaga heimavarnar- og heilbrigðisráðuneytanna felur í sér að alríkisstjórnin rifti sátt sem gerð fyrir fyrir rúmum tuttugu árum um meðferð á börnum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Með henni hefur innflytjendayfirvöldum verið óheimilt að halda börnunum lengur en í tuttugu daga. Nýju reglurnar þýða að hægt verður að halda börnunum lengur með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum, að sögn Washington Post. Þannig gætu yfirvöld haldið börnunum þar til mál þeirra hafa verið til lykta leidd fyrir dómstólum. Ríkisstjórn Trump varð harðlega gagnrýnd í sumar fyrir að hafa skilið þúsundir barna frá foreldrum sem höfðu komið ólöglega til Bandaríkjanna. Markmiðið var að fæla fólk frá því að reyna að komast inn í landið. Í mörgum tilfellum voru foreldrar sendir til heimalanda sinna án barnanna. Svo hávær voru mótmælin að stjórnin hættu þeirri stefnu sinni. Heimavarnarráðuneytið fullyrðir að nýju reglurnar grafi ekki undan réttindum sem börnin nutu áður. Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherran, segir að með reglunum sé lokað á lagalegar smugur sem komu í veg fyrir að ráðuneytið gæti handtekið og vísað úr landi fjölskyldum sem ættu ekki rétt á að vera áfram í Bandaríkjunum. Washington Post segir að rökstuðningur ráðuneytisins fyrir því að halda fjölskyldum í varðhaldi sé að tryggja að þær mæti fyrir innflytjendadómstóla. Svo löng bið er hins vegar eftir að mál séu tekin fyrir þar að nýju reglurnar gætu þýtt að fjölskyldum verði haldið föngnum svo mánuðum skiptir.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24
Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37
Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33