Virði Bitcoin hríðfellur Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2018 16:43 Bitcoin reis hratt undir lok síðasta árs. Fallið hefur því verið hátt á undanförnum mánuðum. Bitcoin og aðrar rafmyntir hafa hríðfallið í verði í dag en fjárfestar óttast að stöndug fyrirtæki á Wall Street séu að verða afhuga stafrænum gjaldmiðlum. Titringurinn er rakinn til fréttar sem birtist í Business Insider. Þar var þess getið að fjárfestingabankinn Goldman Sachs hefði skotið hugmyndum sínum um að opna rafmyntaskiptimarkað á frest - auk þess sem stærstu lánveitendurnir vestanhafs væru að setja sífellt stærra spurningarmerki við rafmyntir. Fréttirnar urðu til þess að Bitcoin hefur fallið um rúmlega fimm prósent frá opnun markaða í Bandaríkjunum í morgun. Virði Bitcoin hefur rýrnað um næstum 70 prósent á síðastliðnum níu mánuðum. Um miðjan desember síðastliðinn var virði eins Bitcoin um 19 þúsund bandaríkjadalir en stendur nú í rúmlega 6300 dölum. Virðið hefur lægst farið í 5887 dali og telja greinendur að ekki sé útilokað að það kunni að verða enn lægra fyrir lok árs. Aðrar rafmyntir hafa einnig lækkað í verði það sem af er degi. Etherum hefur fallið um 20 prósent, Litecoin um 11 prósent og Ripple um ríflega 7 prósent. Rafmyntir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bitcoin og aðrar rafmyntir hafa hríðfallið í verði í dag en fjárfestar óttast að stöndug fyrirtæki á Wall Street séu að verða afhuga stafrænum gjaldmiðlum. Titringurinn er rakinn til fréttar sem birtist í Business Insider. Þar var þess getið að fjárfestingabankinn Goldman Sachs hefði skotið hugmyndum sínum um að opna rafmyntaskiptimarkað á frest - auk þess sem stærstu lánveitendurnir vestanhafs væru að setja sífellt stærra spurningarmerki við rafmyntir. Fréttirnar urðu til þess að Bitcoin hefur fallið um rúmlega fimm prósent frá opnun markaða í Bandaríkjunum í morgun. Virði Bitcoin hefur rýrnað um næstum 70 prósent á síðastliðnum níu mánuðum. Um miðjan desember síðastliðinn var virði eins Bitcoin um 19 þúsund bandaríkjadalir en stendur nú í rúmlega 6300 dölum. Virðið hefur lægst farið í 5887 dali og telja greinendur að ekki sé útilokað að það kunni að verða enn lægra fyrir lok árs. Aðrar rafmyntir hafa einnig lækkað í verði það sem af er degi. Etherum hefur fallið um 20 prósent, Litecoin um 11 prósent og Ripple um ríflega 7 prósent.
Rafmyntir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira